Hafa samið við Talibana um frið Samúel Karl Ólason skrifar 21. febrúar 2020 13:04 Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AP/Andrew Caballero-Reynolds Bandaríkin hafa gert samkomulag við Talibana um að draga úr átökum í ríkinu stríðshrjáða á næstu sjö dögum. Svo verði skrifað undir friðarsáttmála að því tímabili loknu. Tímabil þetta mun hefjast í kvöld og standa yfir í sjö daga. Til stendur að skrifa undir friðarsáttmála í Katar þann 29. febrúar næstkomandi. Sá sáttmáli mun opna á brottflutning hermanna Bandaríkjanna frá Afganistan en stríðið þar er það lengsta í sögu Bandaríkjanna. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að um mikilvægt skref í átt að langvarandi friði sé um að ræða. After decades of conflict, we have come to an understanding with the Taliban on a significant reduction in violence across #Afghanistan. This is an important step on a long road to peace, and I call on all Afghans to seize this opportunity.— Secretary Pompeo (@SecPompeo) February 21, 2020 Þrátt fyrir þessar yfirlýsingar er framhaldið alls ekki ljóst. Pompeo sagði í tilkynningu að viðræður innan Afganistan myndu hefjast á næstunni en hann tók ekki fram hverjir myndu taka þátt í þeim. Stjórnvöld Afganistan hafa enn ekki fengið að koma að viðræðunum með nokkrum hætti en Talibanar hafa neitað að ræða við ríkisstjórnina. Yfirkjörstjórn Afganistan lýsti því yfir nýverið að Ashraf Ghani hefði unnið forsetakosningarnar í september. Andstæðingur hans hefur þó fordæmt kosningarnar og það hafa Talibanar gert líka. Stríðið í Afganistan hófst árið 2001, þegar Bandaríkin gerðu innrás í landið í kjölfar hryðjuverkaárásanna þann 11. september. Talibanar studdu dyggilega við bakið á al-Qaeda og veittu þeim skjól í Afganistan. Þegar mest var, árið 2010, voru um hundrað þúsund bandarískir hermenn í Afganistan. Afganistan Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Sjá meira
Bandaríkin hafa gert samkomulag við Talibana um að draga úr átökum í ríkinu stríðshrjáða á næstu sjö dögum. Svo verði skrifað undir friðarsáttmála að því tímabili loknu. Tímabil þetta mun hefjast í kvöld og standa yfir í sjö daga. Til stendur að skrifa undir friðarsáttmála í Katar þann 29. febrúar næstkomandi. Sá sáttmáli mun opna á brottflutning hermanna Bandaríkjanna frá Afganistan en stríðið þar er það lengsta í sögu Bandaríkjanna. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að um mikilvægt skref í átt að langvarandi friði sé um að ræða. After decades of conflict, we have come to an understanding with the Taliban on a significant reduction in violence across #Afghanistan. This is an important step on a long road to peace, and I call on all Afghans to seize this opportunity.— Secretary Pompeo (@SecPompeo) February 21, 2020 Þrátt fyrir þessar yfirlýsingar er framhaldið alls ekki ljóst. Pompeo sagði í tilkynningu að viðræður innan Afganistan myndu hefjast á næstunni en hann tók ekki fram hverjir myndu taka þátt í þeim. Stjórnvöld Afganistan hafa enn ekki fengið að koma að viðræðunum með nokkrum hætti en Talibanar hafa neitað að ræða við ríkisstjórnina. Yfirkjörstjórn Afganistan lýsti því yfir nýverið að Ashraf Ghani hefði unnið forsetakosningarnar í september. Andstæðingur hans hefur þó fordæmt kosningarnar og það hafa Talibanar gert líka. Stríðið í Afganistan hófst árið 2001, þegar Bandaríkin gerðu innrás í landið í kjölfar hryðjuverkaárásanna þann 11. september. Talibanar studdu dyggilega við bakið á al-Qaeda og veittu þeim skjól í Afganistan. Þegar mest var, árið 2010, voru um hundrað þúsund bandarískir hermenn í Afganistan.
Afganistan Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Sjá meira