Tíu ára stuðningsmaður Man. United bað Klopp um að hætta að vinna leiki og fékk svar til baka Anton Ingi Leifsson skrifar 21. febrúar 2020 08:30 Jurgen Klopp, stjóri Liverpool. vísir/getty Daragh Curley er tíu ára gamall stuðningsmaður Manchester United sem sendi Jurgen Klopp, stjóra Liverpool, bréf á dögunum og fékk meira að segja svar til baka frá þeim þýska. Liverpool er að undirbúa sig undir fyrsta Englandsmeistaratitilinn í 30 ár en liðið er með 22 stiga forskot á toppi deildarinnar er vel er liðið á tímabilið. Daragh virðist ekki sáttur með gengi Liverpool enda stuðningsmaður erkifjendanna í United. Hann ákvað því að skrifa Jurgen Klopp bréf. „Ég heiti Daragh. Ég er tíu ára gamall. Ég er í Glenswilly skólanum í Donegal. Ég styð Man. United og ástæðan fyrir því að ég er að skrifa þetta bréf er vegna þess að ég ætla að mótmæla,“ sagði í bréfinu. „Liverpool er að vinna of marga leiki. Ef þið vinnið níu leiki í viðbót þá eigiði flesta leiki í röð án þess að tapa og verandi United-stuðningsmaður er það sárt.“ „Svo næst þegar Liverpool spilar láttu þá tapa. Þú ættir að láta hitt liðið skora. Ég vona að ég hafi sannfært þig um að vnna ekki deildina og aldrei vinna leik aftur,“ sagði ennfremur í bréfinu. We this! 10 year old Man Utd fan Daragh from Donegal wrote a letter to Liverpool boss Jurgen Klopp asking him to stop his team winning so often. Klopp wrote a personal letter back and it's brilliant! pic.twitter.com/MzsWY346U7— Football on BT Sport (@btsportfootball) February 20, 2020 Klopp ákvað hins vegar að slá til og svara bréfinu. Hann þakkaði Daragh fyrir að senda bréfið og sagði að það væri alltaf gott að heyra í ungum fótboltaaðdáendum. Hann sagðist þó ekki geta orðið við beiðninni. Sagði hann að milljónir manna víðast hvar um heiminn haldi með Liverpool og hann vilji ekki svekkja það fólk. „Ég vona að ef við erum nógu heppnir og kannski lyftum einhverjum bikurum þá verðuru ekki vonsvikinn því þrátt fyrir að félög okkar séu fjendur þá berum við virðingu fyrir hvort öðru. Fyrir mig snýst fótbolti um það,“ sagði Klopp. A young Manchester United fan from Donegal who made a bid to stop Liverpool winning the title has been left shocked after Jurgen Klopp sent him a personal reply. https://t.co/i1hk5pL4lE - We'll be speaking to Daragh and his dad before 8.— Good Morning Ulster (@BBCgmu) February 21, 2020 Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Daragh Curley er tíu ára gamall stuðningsmaður Manchester United sem sendi Jurgen Klopp, stjóra Liverpool, bréf á dögunum og fékk meira að segja svar til baka frá þeim þýska. Liverpool er að undirbúa sig undir fyrsta Englandsmeistaratitilinn í 30 ár en liðið er með 22 stiga forskot á toppi deildarinnar er vel er liðið á tímabilið. Daragh virðist ekki sáttur með gengi Liverpool enda stuðningsmaður erkifjendanna í United. Hann ákvað því að skrifa Jurgen Klopp bréf. „Ég heiti Daragh. Ég er tíu ára gamall. Ég er í Glenswilly skólanum í Donegal. Ég styð Man. United og ástæðan fyrir því að ég er að skrifa þetta bréf er vegna þess að ég ætla að mótmæla,“ sagði í bréfinu. „Liverpool er að vinna of marga leiki. Ef þið vinnið níu leiki í viðbót þá eigiði flesta leiki í röð án þess að tapa og verandi United-stuðningsmaður er það sárt.“ „Svo næst þegar Liverpool spilar láttu þá tapa. Þú ættir að láta hitt liðið skora. Ég vona að ég hafi sannfært þig um að vnna ekki deildina og aldrei vinna leik aftur,“ sagði ennfremur í bréfinu. We this! 10 year old Man Utd fan Daragh from Donegal wrote a letter to Liverpool boss Jurgen Klopp asking him to stop his team winning so often. Klopp wrote a personal letter back and it's brilliant! pic.twitter.com/MzsWY346U7— Football on BT Sport (@btsportfootball) February 20, 2020 Klopp ákvað hins vegar að slá til og svara bréfinu. Hann þakkaði Daragh fyrir að senda bréfið og sagði að það væri alltaf gott að heyra í ungum fótboltaaðdáendum. Hann sagðist þó ekki geta orðið við beiðninni. Sagði hann að milljónir manna víðast hvar um heiminn haldi með Liverpool og hann vilji ekki svekkja það fólk. „Ég vona að ef við erum nógu heppnir og kannski lyftum einhverjum bikurum þá verðuru ekki vonsvikinn því þrátt fyrir að félög okkar séu fjendur þá berum við virðingu fyrir hvort öðru. Fyrir mig snýst fótbolti um það,“ sagði Klopp. A young Manchester United fan from Donegal who made a bid to stop Liverpool winning the title has been left shocked after Jurgen Klopp sent him a personal reply. https://t.co/i1hk5pL4lE - We'll be speaking to Daragh and his dad before 8.— Good Morning Ulster (@BBCgmu) February 21, 2020
Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira