Umfjöllun: Kósóvó - Ísland 80-78 | Naumt tap í fyrsta leik Benedikt Grétarsson skrifar 20. febrúar 2020 20:00 vísir/bára Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik hóf leik í undankeppni HM í dag þegar strákarnir okkar mættu Kósovó ytra í fyrsta leik undanriðilsins í dag. Lokatölur urðu 80-78 fyrir Kósovó. Auk þessara liða eru Lúxemborg og Slóvakía í þessum riðli en tvö efstu liðin fara áfram á næsta stig undankeppni HM. Kári Jónsson skoraði 21 stig og Sigtryggur Arnar Björnsson setti niður 20 stig. Tryggvi Snær Hlinason skoraði 16 stig og tók 12 fráköst. Íslenska liðið réð illa við skotmenn heimamanna en leikmenn Kósovó skoruðu alls 14 þriggja stiga körfur í leiknum.Erfið byrjunLeikurinn fór álíka illa af stað og beina útsendingin frá Kósovó. Menn voru ragir og hittni nánast við frostmark. Eftir fyrsta leikhluta var íslenska liðið t.a.m. með 6/26 nýtingu í skotum sínum utan af velli og það er mjög óvanalegt hjá liði með jafn margar skyttur og það íslenska. Tryggvi Snær Hlinason var að sjálfsögðu í byrjunarliðinu en hann var í miklum vandræðum í upphafi leiks. Þar spilaði hann gegn Shawn Jones, sem eins og nafnið gefur til kynna, er ættaður frá Bandaríkjunum en er með tvöfalt ríkisfang. Það er aldrei gaman að sjá menn meiðast en það verður samt að viðurkennast að þegar Jones meiddist í fyrsta leikhluta, þá létti aðeins yfir undirrituðum. Staðan að loknum fyrsta leikhluta var 22-13 og það segir allt sem segja þarf um sóknarleik Íslands fyrstu 10 mínútur leiksins. Strákarnir virtust hins vegar hafa hrist af sér stressið í öðrum leikhluta og hlutirnir byrjuðu að ganga miklu betur fyrir sig. Sigtryggur Arnar Björnsson var mjög ógnandi í sókninni og Tryggvi nýtti sér fjarveru Shawn Jones til hins ítrasta. Hægt og bítandi átu okkar menn upp forskot heimamanna og fengu svo galopið þriggja stiga skot til þess að komast yfir í fyrsta sinn síðan í stöðunni 0-3. Skotið geigaði hins vegar og Kósovó hélt til búningsherbergja með naumt forskot að loknum fyrri hálfleik, 35-34.Sóknarleikur í aðalhlutverki Bæði lið virtust hafa fundið einhvern sóknarmjöð í búningsherbergjum sínum í hálfleiknum, því að skotin byrjuðu svo sannarlega að detta niður. Kósovó hætti nánast alveg að fara undir körfuna, enda beið Tryggvi Snær þar í öllu sínu veldi og varði nokkur skot með tilþrifum. Þriggja stiga skotin duttu hins vegar með miklum ágætum en sem betur fer voru strákarnir líka heitir og hleyptu heimamönnum ekki of langt frá sér. Ísland fékk nokkur tækifæri til að komast yfir en það voru heimamenn sem settu niður enn eitt þriggja stiga skotið í lok þriðja leikhluta og leiddu 60-57 að honum loknum. Fjórði leikhluti var keimlíkur þeim þriðja. Alltaf þegar Ísland átti góða spretti og ógnaði Kósovó, hittu skyttur heimamanna úr þriggja stiga skoti og héldu forystunni. Baráttuandinn var til staðar en varnarleikurinn í seinni hálfleik hélt ekki nógu vel og svo fór að lokum að Kósovó vann naumlega 80-78. Nú bíður strákanna erfiður leikur gegn Slóvakíu í Laugardalshöllinni á sunnudaginn og þar verðum við að fylla höllina og sækja sigur. Slóvakía vann í kvöld 73-65 sigur gegn Lúxemborg á heimavelli. Körfubolti
Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik hóf leik í undankeppni HM í dag þegar strákarnir okkar mættu Kósovó ytra í fyrsta leik undanriðilsins í dag. Lokatölur urðu 80-78 fyrir Kósovó. Auk þessara liða eru Lúxemborg og Slóvakía í þessum riðli en tvö efstu liðin fara áfram á næsta stig undankeppni HM. Kári Jónsson skoraði 21 stig og Sigtryggur Arnar Björnsson setti niður 20 stig. Tryggvi Snær Hlinason skoraði 16 stig og tók 12 fráköst. Íslenska liðið réð illa við skotmenn heimamanna en leikmenn Kósovó skoruðu alls 14 þriggja stiga körfur í leiknum.Erfið byrjunLeikurinn fór álíka illa af stað og beina útsendingin frá Kósovó. Menn voru ragir og hittni nánast við frostmark. Eftir fyrsta leikhluta var íslenska liðið t.a.m. með 6/26 nýtingu í skotum sínum utan af velli og það er mjög óvanalegt hjá liði með jafn margar skyttur og það íslenska. Tryggvi Snær Hlinason var að sjálfsögðu í byrjunarliðinu en hann var í miklum vandræðum í upphafi leiks. Þar spilaði hann gegn Shawn Jones, sem eins og nafnið gefur til kynna, er ættaður frá Bandaríkjunum en er með tvöfalt ríkisfang. Það er aldrei gaman að sjá menn meiðast en það verður samt að viðurkennast að þegar Jones meiddist í fyrsta leikhluta, þá létti aðeins yfir undirrituðum. Staðan að loknum fyrsta leikhluta var 22-13 og það segir allt sem segja þarf um sóknarleik Íslands fyrstu 10 mínútur leiksins. Strákarnir virtust hins vegar hafa hrist af sér stressið í öðrum leikhluta og hlutirnir byrjuðu að ganga miklu betur fyrir sig. Sigtryggur Arnar Björnsson var mjög ógnandi í sókninni og Tryggvi nýtti sér fjarveru Shawn Jones til hins ítrasta. Hægt og bítandi átu okkar menn upp forskot heimamanna og fengu svo galopið þriggja stiga skot til þess að komast yfir í fyrsta sinn síðan í stöðunni 0-3. Skotið geigaði hins vegar og Kósovó hélt til búningsherbergja með naumt forskot að loknum fyrri hálfleik, 35-34.Sóknarleikur í aðalhlutverki Bæði lið virtust hafa fundið einhvern sóknarmjöð í búningsherbergjum sínum í hálfleiknum, því að skotin byrjuðu svo sannarlega að detta niður. Kósovó hætti nánast alveg að fara undir körfuna, enda beið Tryggvi Snær þar í öllu sínu veldi og varði nokkur skot með tilþrifum. Þriggja stiga skotin duttu hins vegar með miklum ágætum en sem betur fer voru strákarnir líka heitir og hleyptu heimamönnum ekki of langt frá sér. Ísland fékk nokkur tækifæri til að komast yfir en það voru heimamenn sem settu niður enn eitt þriggja stiga skotið í lok þriðja leikhluta og leiddu 60-57 að honum loknum. Fjórði leikhluti var keimlíkur þeim þriðja. Alltaf þegar Ísland átti góða spretti og ógnaði Kósovó, hittu skyttur heimamanna úr þriggja stiga skoti og héldu forystunni. Baráttuandinn var til staðar en varnarleikurinn í seinni hálfleik hélt ekki nógu vel og svo fór að lokum að Kósovó vann naumlega 80-78. Nú bíður strákanna erfiður leikur gegn Slóvakíu í Laugardalshöllinni á sunnudaginn og þar verðum við að fylla höllina og sækja sigur. Slóvakía vann í kvöld 73-65 sigur gegn Lúxemborg á heimavelli.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum