Lögreglan má sekta grímulausa um 100 þúsund krónur Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. ágúst 2020 11:19 Ekki er almenn grímuskylda í landinu, aðeins þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð milli fólks með góðu móti. Getty Með nýjum fyrirmælum ríkissaksóknara, sem tóku gildi á föstudag, hefur lögreglan heimild til að sekta fyrir margvísleg brot á tveggja metra reglunni og reglum um grímunotkun. Heildarútlistun á sektum má nálgast hér neðar í fréttinni, eins og þau birtast í fyrirmælum ríkissaksóknara. Embættið segist jafnframt leggja áherslu á það lögreglan meti hvert tilvik fyrir sig og og ákvarði sektarfjárhæð með hliðsjón af alvarleika brots - „en ljóst er að brotin geta verið afar mismunandi og þar með mis alvarleg,“ segir ríkissaksóknari. Í því samhengi eru nefnd möguleg brot á ákvæðum um einangrun smitaðra. Brotin gætu varðað við hegningarlög, nánar tiltekið 175 grein. Hún kveður á um að hver sá sem brýtur varnir gegn næmum sjúkdómum eða varúðarreglum yfirvalda eigi að sæta allt að þriggja ára fangelsi. „Refsingin getur þó orðið fangelsi allt að 6 árum, ef um sjúkdóma er að ræða, sem hið opinbera hefur gert sérstakar ráðstafanir til að hefta eða afstýra, að berist hingað til lands,“ segir einnig í 175. grein sem ríkissaksóknari vísar til. Í fyrirmælum embættisins er tekið eftirfarandi dæmi: „[A]ð sakborningur geri nokkurn hóp manna útsettan fyrir sýkingu eða sýki hóp manna af COVID-19 og enn alvarlegra ef um er að ræða að útsetja eða sýkja þá sem eru í sérstakri hættu vegna undirliggjandi sjúkdóma.“ Ef slíkt mál kæmi upp ætti lögreglan strax að upplýsa ríkissaksóknara og héraðssaksóknara um málið. Embættið óskar samhliða eftir því að lögreglustjórar landsins sendi ríkissaksóknara allar upplýsingar um ætluð brot á fjarlægðarmörkum og grímunotkun. Það sé nauðsynlegt til að tryggja yfirsýn og samræmi í afgreiðslum lögreglustjóra. Rétt er að taka fram að ekki er almenn grímuskylda í landinu. Við aðstæður þar sem ekki er hægt að hafa tveggja metra fjarlægð á hins vegar að nota hlífðargrímu sem hylur munn og nef. Nánar hér á vef Landlæknis. Sektirnar sem ríkissaksóknari tiltekur í nýju fyrirmælunum eru eftirfarandi: Brot gegn reglugerð heilbrigðisráðherra nr. 759/2020 um sóttkví, einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna COVID-19: Brot gegn skyldu til að fara/vera í sóttkví, 1. og 3. mgr. 3. gr.Sekt ákvarðist eftir alvarleika brots kr. 50.000-250.000. Brot gegn skyldum þeirra sem eru í sóttkví, 5. gr.Sekt ákvarðist eftir alvarleika brots kr. 50.000-250.000. Brot á reglum um einangrun, 1. og 2. mgr. 9. gr.Sekt ákvarðist eftir alvarleika brots kr. 150.000-500.000. Sektarheimild nær einungis til fyrsta brots. Brot gegn reglum skv. auglýsingu heilbrigðisráðherra nr. 792/2020 um takmörkun á samkomum vegna farsóttar: Brot á reglum um fjöldatakmörkun, 3. gr. Sekt einstaklings sem sækir samkomu kr. 50.000. Sekt forsvarsmanns/skipuleggjanda sem stendur fyrir samkomu kr. 250.000- 500.000. Sektarheimild nær einungis til fyrsta brots forsvarsmanns/skipuleggjanda. Brot gegn skyldu til að tryggja að hægt sé að hafa a.m.k. 2 metra á milli einstaklinga sem ekki deila heimili, 1. mgr. 4. gr. Sekt forsvarsmanns/skipuleggjanda þeirrar starfsemi/samkomu sem um ræðir ákvarðist eftir alvarleika brots kr. 100.000-500.000. Sektarheimild nær einungis til fyrsta brots. Brot á reglum um notkun andlitsgrímu, 2. mgr. 4. gr. Sekt forsvarsmanns þeirrar starfsemi sem um ræðir ákvarðist eftir alvarleika brots kr. 100.000-500.000. Sekt einstaklings sem notar ekki andlitsgrímu ákvarðist eftir alvarleika brots kr. 10.000-100.000 Brot á reglum um lokun samkomustaða og starfsemi vegna sérstakrar smithættu, 1. mgr. 7. gr. Sekt ákvarðist eftir alvarleika brots kr. 100.000-500.000. Lögreglumál Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stór dropi getur klofnað í marga litla dropa sem svífa lengra sé gríma einungis úr einu lagi af efni Grímur sem eru aðeins úr einu lagi af efni geta verið varasamar þar sem stór dropi sem kemur úr öndunarvegi og fer í gegnum þunnt lag getur klofnað í marga litla dropa sem svífa lengra og snerta fleiri yfirborðsfleti en þeir stóru. 16. ágúst 2020 15:00 „Ef fjarlægðartakmörkunum er viðhaldið eru grímur í raun belti með axlaböndum“ Ávinningur er af því að nota grímur út í samfélaginu ef grímurnar eru rétt notaðar en ef fjarlægðartakmörkunum er viðhaldið eru grímur í raun belti með axlaböndum að sögn Jóns Magnúsar Jóhannessonar deildarlæknis á Landspítalanum. 6. ágúst 2020 11:30 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira
Með nýjum fyrirmælum ríkissaksóknara, sem tóku gildi á föstudag, hefur lögreglan heimild til að sekta fyrir margvísleg brot á tveggja metra reglunni og reglum um grímunotkun. Heildarútlistun á sektum má nálgast hér neðar í fréttinni, eins og þau birtast í fyrirmælum ríkissaksóknara. Embættið segist jafnframt leggja áherslu á það lögreglan meti hvert tilvik fyrir sig og og ákvarði sektarfjárhæð með hliðsjón af alvarleika brots - „en ljóst er að brotin geta verið afar mismunandi og þar með mis alvarleg,“ segir ríkissaksóknari. Í því samhengi eru nefnd möguleg brot á ákvæðum um einangrun smitaðra. Brotin gætu varðað við hegningarlög, nánar tiltekið 175 grein. Hún kveður á um að hver sá sem brýtur varnir gegn næmum sjúkdómum eða varúðarreglum yfirvalda eigi að sæta allt að þriggja ára fangelsi. „Refsingin getur þó orðið fangelsi allt að 6 árum, ef um sjúkdóma er að ræða, sem hið opinbera hefur gert sérstakar ráðstafanir til að hefta eða afstýra, að berist hingað til lands,“ segir einnig í 175. grein sem ríkissaksóknari vísar til. Í fyrirmælum embættisins er tekið eftirfarandi dæmi: „[A]ð sakborningur geri nokkurn hóp manna útsettan fyrir sýkingu eða sýki hóp manna af COVID-19 og enn alvarlegra ef um er að ræða að útsetja eða sýkja þá sem eru í sérstakri hættu vegna undirliggjandi sjúkdóma.“ Ef slíkt mál kæmi upp ætti lögreglan strax að upplýsa ríkissaksóknara og héraðssaksóknara um málið. Embættið óskar samhliða eftir því að lögreglustjórar landsins sendi ríkissaksóknara allar upplýsingar um ætluð brot á fjarlægðarmörkum og grímunotkun. Það sé nauðsynlegt til að tryggja yfirsýn og samræmi í afgreiðslum lögreglustjóra. Rétt er að taka fram að ekki er almenn grímuskylda í landinu. Við aðstæður þar sem ekki er hægt að hafa tveggja metra fjarlægð á hins vegar að nota hlífðargrímu sem hylur munn og nef. Nánar hér á vef Landlæknis. Sektirnar sem ríkissaksóknari tiltekur í nýju fyrirmælunum eru eftirfarandi: Brot gegn reglugerð heilbrigðisráðherra nr. 759/2020 um sóttkví, einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna COVID-19: Brot gegn skyldu til að fara/vera í sóttkví, 1. og 3. mgr. 3. gr.Sekt ákvarðist eftir alvarleika brots kr. 50.000-250.000. Brot gegn skyldum þeirra sem eru í sóttkví, 5. gr.Sekt ákvarðist eftir alvarleika brots kr. 50.000-250.000. Brot á reglum um einangrun, 1. og 2. mgr. 9. gr.Sekt ákvarðist eftir alvarleika brots kr. 150.000-500.000. Sektarheimild nær einungis til fyrsta brots. Brot gegn reglum skv. auglýsingu heilbrigðisráðherra nr. 792/2020 um takmörkun á samkomum vegna farsóttar: Brot á reglum um fjöldatakmörkun, 3. gr. Sekt einstaklings sem sækir samkomu kr. 50.000. Sekt forsvarsmanns/skipuleggjanda sem stendur fyrir samkomu kr. 250.000- 500.000. Sektarheimild nær einungis til fyrsta brots forsvarsmanns/skipuleggjanda. Brot gegn skyldu til að tryggja að hægt sé að hafa a.m.k. 2 metra á milli einstaklinga sem ekki deila heimili, 1. mgr. 4. gr. Sekt forsvarsmanns/skipuleggjanda þeirrar starfsemi/samkomu sem um ræðir ákvarðist eftir alvarleika brots kr. 100.000-500.000. Sektarheimild nær einungis til fyrsta brots. Brot á reglum um notkun andlitsgrímu, 2. mgr. 4. gr. Sekt forsvarsmanns þeirrar starfsemi sem um ræðir ákvarðist eftir alvarleika brots kr. 100.000-500.000. Sekt einstaklings sem notar ekki andlitsgrímu ákvarðist eftir alvarleika brots kr. 10.000-100.000 Brot á reglum um lokun samkomustaða og starfsemi vegna sérstakrar smithættu, 1. mgr. 7. gr. Sekt ákvarðist eftir alvarleika brots kr. 100.000-500.000.
Lögreglumál Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stór dropi getur klofnað í marga litla dropa sem svífa lengra sé gríma einungis úr einu lagi af efni Grímur sem eru aðeins úr einu lagi af efni geta verið varasamar þar sem stór dropi sem kemur úr öndunarvegi og fer í gegnum þunnt lag getur klofnað í marga litla dropa sem svífa lengra og snerta fleiri yfirborðsfleti en þeir stóru. 16. ágúst 2020 15:00 „Ef fjarlægðartakmörkunum er viðhaldið eru grímur í raun belti með axlaböndum“ Ávinningur er af því að nota grímur út í samfélaginu ef grímurnar eru rétt notaðar en ef fjarlægðartakmörkunum er viðhaldið eru grímur í raun belti með axlaböndum að sögn Jóns Magnúsar Jóhannessonar deildarlæknis á Landspítalanum. 6. ágúst 2020 11:30 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira
Stór dropi getur klofnað í marga litla dropa sem svífa lengra sé gríma einungis úr einu lagi af efni Grímur sem eru aðeins úr einu lagi af efni geta verið varasamar þar sem stór dropi sem kemur úr öndunarvegi og fer í gegnum þunnt lag getur klofnað í marga litla dropa sem svífa lengra og snerta fleiri yfirborðsfleti en þeir stóru. 16. ágúst 2020 15:00
„Ef fjarlægðartakmörkunum er viðhaldið eru grímur í raun belti með axlaböndum“ Ávinningur er af því að nota grímur út í samfélaginu ef grímurnar eru rétt notaðar en ef fjarlægðartakmörkunum er viðhaldið eru grímur í raun belti með axlaböndum að sögn Jóns Magnúsar Jóhannessonar deildarlæknis á Landspítalanum. 6. ágúst 2020 11:30