Englendingar vonast til að hleypa stuðningsmönnum inn á heimaleikinn gegn Íslandi Anton Ingi Leifsson skrifar 20. ágúst 2020 11:30 Englendingar fagna marki. vísir/getty Það verða engir áhorfendur á leik Íslands og Englands í septembermánuði er liðin mætast í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli. Það gætu þó verið áhofendur á síðari leik liðanna ytra. UEFA ákvað að það yrðu engir áhorfendur á landsleikjunum í september og þetta staðfesti Knattspyrnusambandið í gær á vef sínum. Nokkur lönd voru tilbúin að hleypa fólki á völlinn í september en UEFA tók þá ákvörðun að allir leikirnir færu fram án áhorfenda. Mark Bullingham, framkvæmdastjóri enska knattspyrnusambandsins, skilur ákvörðunina en vonast til þess að það verði breytingar í október. „Við vonum að í leikjunum þremur í október verði breytingar og við getum fengið að hafa áhorfendur á Wembley,“ sagði Mark. „Við munum vinna það með UEFA og ríkisstjórninni. Við erum ekki að tala um fullan völl en að hleypa einhverjum inn á völlinn.“ England hopeful fans will be allowed into Wembley for their October games https://t.co/meoI6BHrl6— MailOnline Sport (@MailSport) August 19, 2020 England spilar æfingarleik gegn Wales í október sem og Þjóðadeildarleiki gegn Belgíu og Danmörku. Í nóvember er það svo síðari leikurinn gegn Íslandi á Wembley og útileikur gegn Belgíu. „Það var pressa. Við viljum öll fá áhorfendur aftur til baka á völlinn. Þeir eru mikilvægir fyrir fótboltann og það voru miklar umræður um þetta.“ „Sum lönd eru í erfiðum aðstæðum. Þeim líður vel með að hleypa áhorfendum á leikina og eru með stuðning ríkisstjórnarinnar.“ „UEFA vildi gæta sanngirni í september og þannig var það. Þeirra sýn var bara að leikirnir gætu farið fram. Klárum þessal eiki í september og kíkjum á þetta í október.“ „Það gæti svo farið að þetta verði öðruvísi í október fyrir mismunandi lönd því veiran er svo erfið að spá fyrir um.“ Þjóðadeild UEFA KSÍ Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Það verða engir áhorfendur á leik Íslands og Englands í septembermánuði er liðin mætast í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli. Það gætu þó verið áhofendur á síðari leik liðanna ytra. UEFA ákvað að það yrðu engir áhorfendur á landsleikjunum í september og þetta staðfesti Knattspyrnusambandið í gær á vef sínum. Nokkur lönd voru tilbúin að hleypa fólki á völlinn í september en UEFA tók þá ákvörðun að allir leikirnir færu fram án áhorfenda. Mark Bullingham, framkvæmdastjóri enska knattspyrnusambandsins, skilur ákvörðunina en vonast til þess að það verði breytingar í október. „Við vonum að í leikjunum þremur í október verði breytingar og við getum fengið að hafa áhorfendur á Wembley,“ sagði Mark. „Við munum vinna það með UEFA og ríkisstjórninni. Við erum ekki að tala um fullan völl en að hleypa einhverjum inn á völlinn.“ England hopeful fans will be allowed into Wembley for their October games https://t.co/meoI6BHrl6— MailOnline Sport (@MailSport) August 19, 2020 England spilar æfingarleik gegn Wales í október sem og Þjóðadeildarleiki gegn Belgíu og Danmörku. Í nóvember er það svo síðari leikurinn gegn Íslandi á Wembley og útileikur gegn Belgíu. „Það var pressa. Við viljum öll fá áhorfendur aftur til baka á völlinn. Þeir eru mikilvægir fyrir fótboltann og það voru miklar umræður um þetta.“ „Sum lönd eru í erfiðum aðstæðum. Þeim líður vel með að hleypa áhorfendum á leikina og eru með stuðning ríkisstjórnarinnar.“ „UEFA vildi gæta sanngirni í september og þannig var það. Þeirra sýn var bara að leikirnir gætu farið fram. Klárum þessal eiki í september og kíkjum á þetta í október.“ „Það gæti svo farið að þetta verði öðruvísi í október fyrir mismunandi lönd því veiran er svo erfið að spá fyrir um.“
Þjóðadeild UEFA KSÍ Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira