Enski boltinn

Enska knatt­spyrnu­sam­bandið í­hugar að af­lýsa leiknum gegn Ítalíu vegna kóróna­veirunnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kórónaveiran getur sett strik í reikninginn hjá Gareth Southgate og lærisveinum hans.
Kórónaveiran getur sett strik í reikninginn hjá Gareth Southgate og lærisveinum hans. vísir/getty

Kórónaveiran gæti sett strik í reikninginn hjá enska landsliðinu fyrir EM 2020 en æfingaleikur sem liðið átti að spila gegn Ítalíu í lok mánaðarins gæti nú verið aflýst.

Leikmönnum enska landsliðsins hefur verið tjáð að leikurinn sé í hættu og starfsmenn Wembley-leikvangarins hafa fengið þau skilaboð að mögulega þurfa þau ekki að vinna þennan dag.

Enska knattspyrnusambandið er að bíða eftir viðbrögðum frá yfirvöldum en meiri líkur en minna eru að leiknum verði aflýst.







Verði hætt við leikinn gegn Ítalíu mun enska liðið einungis spila einn leik fyrir EM. Það verður gegn Dönum þann 31. mars en einnig er rætt um hvort að EM verði sett á bið.

Landslið Englands í rúgbí átti að spila í Róm síðasta laugardag. Fyrst var leiknum frestað til þriðjudagsins en honum var svo aftur frestað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×