Konum með þroskahömlun ekki trúað Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. mars 2020 21:00 Konum með þroskahömlun er oft ekki trúað þegar þær segja frá kynferðisofbeldi Konum með þroskahömlun er oft ekki trúað þegar þær segja frá kynferðisofbeldi sem þær eru beittar að sögn verkefnastýru hjá Öryrkjabandalaginu. Horft sé á þær sem kynlausar verur. Í nýjasta þætti Kompás er fjallað um fatlaðar vændiskonur, meðal annars konur með þroskahömlun. Hér má sjá þáttinn. Þar lýsir kona á fertugsaldri, sem er með þroskahömlun og glímir við ýmis geðræn vandamál, frá reynslu sinni af vændi. Hún segist oft hafa verið beitt ofbeldi. Þorbera Fjölnisdóttir er í kvennahreyfingu Öryrkjabandalagsins og tók þátt í rannsókn um ofbeldi gegn fötluðum konum. Hún segir það sem leiði fatlar konur út í vændi sé það sama og ófatlaðar konur: fátækt og fíkn. „Í fyrsta lagi eru örorkubætur svo lágar að það er ekki hægt að lifa mannsæmandi lífi á þeim, sérstaklega fatlaðar einstæðar mæður eru verst settar fjárhagslega," segir Þorbera. Þá segir hún að konunum sé oft ekki trúað þegar þær segja frá kynferðisofbeldi. „Þá er oft litið á fatlaðar konur sem kynlausar verur. Konur með þroskahömlun upplifa það oft að það sé litið á þær sem eilíf börn sem þær eru auðvitað alls ekki. Þeim hefur oft ekki verið trúað og þær hafa ekki fengið stuðning þegar þær hafa sagt frá og ekki fengið hjálp til að vinna úr málunum,“ segir Þorbera. Þorbera Fjölnisdóttir, verkefnastýra hjá Öryrkjabandalaginu Þá telur hún að konurnar verði fyrir kynferðisofbeldi vegna jaðarsetningar sem þær hafa orðið fyrir í þjóðfélaginu. „Samfélagið gerir ekki ráð fyrir okkur, fatlað fólk hefur til dæmis verið lokað inn á stofnunum, það ver fatlað fólk alls ekki fyrir ofbeldi að loka það inni. Þvert á móti, ég tala á grunni fjölmargra rannsókna, þessi aðgreining akkúrat skapar aðstæður það sem fatlað fólk verður fyrir mesta ofbeldinu,“ segir Þorbera.Fólk sem aðstoði konurnar í daglegu lífi sé í sumum tilfellum gerendurnir.„Þá ert þú í ofsalega erfiðri stöðu með að gera eitthvað í því af því þú ert háð þessum einstaklingi um aðstoð í þínu daglega lífi,“ segir Þorbera og bætir við að málin séu því flókin.Mikilvægt sé að konurnar fái fræðslu um hvað sé heilbrigt samband og hvað sé ofbeldissamband. „Þannig að fólk læri að þekkja mörkin,“ segir Þorbera. Kompás Tengdar fréttir Íslenskir karlmenn kaupa vændi af fötluðum konum Hópur íslenskra karlmanna kaupir vændi af konum með þroskahömlun. Þrjú vændismál af þessum toga voru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í fyrra og ein kvennanna telur að kúnnarnir séu um sjötíu talsins. Þeir séu oft giftir, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. Hún hefur þurft að leita á Neyðarmóttöku vegna grófs ofbeldis. 2. mars 2020 21:00 „Þeir segja að ég eigi að halda leyndó“ Í Kompás segir kona á fertugsaldri sögu sína, hún er með þroskahömlun og glímir við ýmis geðræn vandamál. Hún hefur stundað vændi í nokkur ár og telur að kúnnarnir séu um sjötíu menn. Þeir séu oft giftir menn, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. 2. mars 2020 09:30 Tíu konur með þroskahömlun leita til Neyðarmóttökunnar á hverju ári Í mörgum tilfellum kynnast konurnar meintum ofbeldismönnum á netinu á fölskum forsendum. 5. mars 2020 07:00 Tugir ofbeldismála gegn fötluðu fólki á borði réttindagæslumanna Á fjórða tug ofbeldismála hafa síðasta árið komið á borð réttindagæslumanna fatlaðs fólks. Aðeins tvö og hálft stöðugildi réttindagæslumanns er á höfuðborgarsvæðinu og því stundum bið eftir þjónustunni 8. mars 2020 08:00 Hafa rannsakað tugi nauðgunarmála gegn konum með þroskahömlun Þrjátíu og sjö meintar nauðganir, þar sem brotaþoli er með þroskahömlun, hafa verið til rannsóknar hjá lögregluembættum landsins á síðustu fjórum árum. Í langflestum málanna hafa ófatlaðir menn haft kynmök við fatlaðar konur sem gátu hugsanlega ekki veitt upplýst samþykki vegna fötlunar sinnar. 1. mars 2020 20:00 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Fréttin öll Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Sjá meira
Konum með þroskahömlun er oft ekki trúað þegar þær segja frá kynferðisofbeldi sem þær eru beittar að sögn verkefnastýru hjá Öryrkjabandalaginu. Horft sé á þær sem kynlausar verur. Í nýjasta þætti Kompás er fjallað um fatlaðar vændiskonur, meðal annars konur með þroskahömlun. Hér má sjá þáttinn. Þar lýsir kona á fertugsaldri, sem er með þroskahömlun og glímir við ýmis geðræn vandamál, frá reynslu sinni af vændi. Hún segist oft hafa verið beitt ofbeldi. Þorbera Fjölnisdóttir er í kvennahreyfingu Öryrkjabandalagsins og tók þátt í rannsókn um ofbeldi gegn fötluðum konum. Hún segir það sem leiði fatlar konur út í vændi sé það sama og ófatlaðar konur: fátækt og fíkn. „Í fyrsta lagi eru örorkubætur svo lágar að það er ekki hægt að lifa mannsæmandi lífi á þeim, sérstaklega fatlaðar einstæðar mæður eru verst settar fjárhagslega," segir Þorbera. Þá segir hún að konunum sé oft ekki trúað þegar þær segja frá kynferðisofbeldi. „Þá er oft litið á fatlaðar konur sem kynlausar verur. Konur með þroskahömlun upplifa það oft að það sé litið á þær sem eilíf börn sem þær eru auðvitað alls ekki. Þeim hefur oft ekki verið trúað og þær hafa ekki fengið stuðning þegar þær hafa sagt frá og ekki fengið hjálp til að vinna úr málunum,“ segir Þorbera. Þorbera Fjölnisdóttir, verkefnastýra hjá Öryrkjabandalaginu Þá telur hún að konurnar verði fyrir kynferðisofbeldi vegna jaðarsetningar sem þær hafa orðið fyrir í þjóðfélaginu. „Samfélagið gerir ekki ráð fyrir okkur, fatlað fólk hefur til dæmis verið lokað inn á stofnunum, það ver fatlað fólk alls ekki fyrir ofbeldi að loka það inni. Þvert á móti, ég tala á grunni fjölmargra rannsókna, þessi aðgreining akkúrat skapar aðstæður það sem fatlað fólk verður fyrir mesta ofbeldinu,“ segir Þorbera.Fólk sem aðstoði konurnar í daglegu lífi sé í sumum tilfellum gerendurnir.„Þá ert þú í ofsalega erfiðri stöðu með að gera eitthvað í því af því þú ert háð þessum einstaklingi um aðstoð í þínu daglega lífi,“ segir Þorbera og bætir við að málin séu því flókin.Mikilvægt sé að konurnar fái fræðslu um hvað sé heilbrigt samband og hvað sé ofbeldissamband. „Þannig að fólk læri að þekkja mörkin,“ segir Þorbera.
Kompás Tengdar fréttir Íslenskir karlmenn kaupa vændi af fötluðum konum Hópur íslenskra karlmanna kaupir vændi af konum með þroskahömlun. Þrjú vændismál af þessum toga voru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í fyrra og ein kvennanna telur að kúnnarnir séu um sjötíu talsins. Þeir séu oft giftir, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. Hún hefur þurft að leita á Neyðarmóttöku vegna grófs ofbeldis. 2. mars 2020 21:00 „Þeir segja að ég eigi að halda leyndó“ Í Kompás segir kona á fertugsaldri sögu sína, hún er með þroskahömlun og glímir við ýmis geðræn vandamál. Hún hefur stundað vændi í nokkur ár og telur að kúnnarnir séu um sjötíu menn. Þeir séu oft giftir menn, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. 2. mars 2020 09:30 Tíu konur með þroskahömlun leita til Neyðarmóttökunnar á hverju ári Í mörgum tilfellum kynnast konurnar meintum ofbeldismönnum á netinu á fölskum forsendum. 5. mars 2020 07:00 Tugir ofbeldismála gegn fötluðu fólki á borði réttindagæslumanna Á fjórða tug ofbeldismála hafa síðasta árið komið á borð réttindagæslumanna fatlaðs fólks. Aðeins tvö og hálft stöðugildi réttindagæslumanns er á höfuðborgarsvæðinu og því stundum bið eftir þjónustunni 8. mars 2020 08:00 Hafa rannsakað tugi nauðgunarmála gegn konum með þroskahömlun Þrjátíu og sjö meintar nauðganir, þar sem brotaþoli er með þroskahömlun, hafa verið til rannsóknar hjá lögregluembættum landsins á síðustu fjórum árum. Í langflestum málanna hafa ófatlaðir menn haft kynmök við fatlaðar konur sem gátu hugsanlega ekki veitt upplýst samþykki vegna fötlunar sinnar. 1. mars 2020 20:00 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Fréttin öll Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Sjá meira
Íslenskir karlmenn kaupa vændi af fötluðum konum Hópur íslenskra karlmanna kaupir vændi af konum með þroskahömlun. Þrjú vændismál af þessum toga voru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í fyrra og ein kvennanna telur að kúnnarnir séu um sjötíu talsins. Þeir séu oft giftir, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. Hún hefur þurft að leita á Neyðarmóttöku vegna grófs ofbeldis. 2. mars 2020 21:00
„Þeir segja að ég eigi að halda leyndó“ Í Kompás segir kona á fertugsaldri sögu sína, hún er með þroskahömlun og glímir við ýmis geðræn vandamál. Hún hefur stundað vændi í nokkur ár og telur að kúnnarnir séu um sjötíu menn. Þeir séu oft giftir menn, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. 2. mars 2020 09:30
Tíu konur með þroskahömlun leita til Neyðarmóttökunnar á hverju ári Í mörgum tilfellum kynnast konurnar meintum ofbeldismönnum á netinu á fölskum forsendum. 5. mars 2020 07:00
Tugir ofbeldismála gegn fötluðu fólki á borði réttindagæslumanna Á fjórða tug ofbeldismála hafa síðasta árið komið á borð réttindagæslumanna fatlaðs fólks. Aðeins tvö og hálft stöðugildi réttindagæslumanns er á höfuðborgarsvæðinu og því stundum bið eftir þjónustunni 8. mars 2020 08:00
Hafa rannsakað tugi nauðgunarmála gegn konum með þroskahömlun Þrjátíu og sjö meintar nauðganir, þar sem brotaþoli er með þroskahömlun, hafa verið til rannsóknar hjá lögregluembættum landsins á síðustu fjórum árum. Í langflestum málanna hafa ófatlaðir menn haft kynmök við fatlaðar konur sem gátu hugsanlega ekki veitt upplýst samþykki vegna fötlunar sinnar. 1. mars 2020 20:00