Sport

Í beinni í dag: Körfuboltaveisla og Arnold Palmer mótið

Sindri Sverrisson skrifar
Ægir Þór Steinarsson og félagar í Stjörnunni urðu bikarmeistarar fyrir skömmu og nálgast deildarmeistaratitilinn.
Ægir Þór Steinarsson og félagar í Stjörnunni urðu bikarmeistarar fyrir skömmu og nálgast deildarmeistaratitilinn. vísir/daníel

Það eru tveir afar þýðingarmiklir leikir í Dominos-deild karla í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld. Þriðja síðasta umferð deildarinnar verður svo gerð upp með myndarlegum hætti í Domino's Körfuboltakvöldi.

KR verður væntanlega án Brynjars Þórs Björnssonar vegna kórónuveirunnar þegar liðið tekur á móti toppliði Stjörnunnar í kvöld. Stjarnan er á góðri leið með að tryggja sér deildarmeistaratitilinn en hvert stig skiptir KR máli í baráttunni um heimavallarrétt í úrslitakeppninni.

Fyrr um kvöldið mætast Þór Akureyri og Valur í leik sem ráðið gæti úrslitum um það hvort liðið fellur úr deildinni. Með sigri komast Þórsarar upp fyrir Val og úr fallsæti, en vinni Valur með 10 stiga mun eru Þórsarar fallnir.

Á Stöð 2 Golf heldur keppni áfram bæði á Qatar Masters á Evrópumótaröðinni og á Arnold Palmer mótinu í Flórída þar sem margir af bestu kylfingum heims spila. Mótið er það síðasta á PGA-mótaröðinni áður en að The Players hefst í næstu viku.

Í beinni í dag:

7.30 Commercial Bank Qatar Masters (Stöð 2 Golf)

11.00 Commercial Bank Qatar Mastes (Stöð 2 Golf)

18.20 Þór Ak. - Valur (Stöð 2 Sport)

19.00 Arnold Palmer Invitational (Stöð 2 Golf)

20.10 KR - Stjarnan (Stöð 2 Sport)

22.10 Domino's Körfuboltakvöld karla (Stöð 2 Sport)


Tengdar fréttir

Formaður Kkd. KR er ekki sáttur og finnst Brynjar hafa hlaupið á sig

Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, er ekki sáttur við yfirlýsingu Brynars Þórs Björnssonar, leikmanns KR, frá því fyrr í dag en hana birti Brynjar á sinni persónulegri fésbókarsíðu í dag án þess að vera í neinu samráði við Körfuknattleiksdeild KR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×