Lýstu yfir neyðarástandi í Kaliforníu Gunnar Reynir Valþórsson og Samúel Karl Ólason skrifa 5. mars 2020 08:04 Skemmtiferðaskipið Grand Princess hefur verið stöðvað þar sem það er talið tengjast minnst tveimur smitum. AP/Scott Strazzante Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Kalíforníuríki í Bandaríkjunum vegna kórónuveirunnar en í gær dó fyrsti Kaliforníubúinn úr sjúkdómnum, sjötíu og eins árs gamall maður í Sacramento. Hann hafði undirliggjandi sjúkdóm og var nýkominn heim úr ferð með skemmtiferðaskipi. Skemmtiferðaskipið hefur verið stöðvað þar sem það er talið tengjast minnst tveimur smitum. Skipið er nú statt undan ströndum San Francisco en Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, segir minnst ellefu farþega og tíu úr áhöfn skipsins sýna einkenni Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. Heilbrigðisstarfsmenn ætla að kanna alla farþega og áhöfn skipsins. Um 2.500 manns voru um borð í skipinu sem fór frá Kaliforníu, til Mexíkó, til Hawaii og aftur til Kaliforníu. Verið er að leita að fjölda farþega sem höfðu farið frá borði í San Fancisco. Tala látinna í Bandaríkjunum stendur nú í ellefu manns og smitaðir eru hundrað og fimmtíu hið minnsta, í sextán ríkjum. Verst er ástandið í Washington ríki, þar sem tíu af dauðsföllunum ellefu hafa átt sér stað. Flestir þeirra sem hafa dáið í Washington ríki voru íbúar dvalarheimilinu Life Care Center í úthverfi Seattle. Nú á að opna rannsókn á dvalarheimilinu og hvernig veiran hefur dreifst þar. Embættismenn segja mögulegt að veiran hafi verið á dreifingu um Washington ríki í einhverjar vikur. Mike Pence varaforseti, sem fer fyrir baráttunni gegn sjúkdómnum í Bandaríkjunum, segir að til standi að fjölga prófunum á fólki um allt land. Alls hafa 90 þúsund manns nú smitast af veirunni og þar af eru rúmlega 80 þúsund innan landamæra Kína. Rúmlega þrjú þúsund hafa látið lífið, bróðurparturinn í Kína. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hver hátíðin á eftir annarri blásin af vegna veirunnar Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta ársfundi Samorku, sem fram átti að fara í næstu viku. 4. mars 2020 16:05 Öllum skólum lokað á Ítalíu þar sem yfir 100 manns hafa látist vegna kórónuveirunnar Stjórnvöld á Ítalíu hafa staðfest að þau muni loka öllum skólum, bæði grunnskólum og háskólum, í landinu frá og með morgundeginum í tíu daga til þess að takast á við útbreiðslu kórónaveirunnar í landinu. 4. mars 2020 23:30 Neyðarfjármagn frá Alþjóðabankanum vegna COVID-19 Í ljósi þess að kórónaveiran breiðist hratt út um heiminn og hefur þegar greinst í rúmlega sextíu löndum hefur Alþjóðabankinn ákveðið að verja nú þegar tólf milljörðum bandarískra dala – tæpum 1600 milljörðum íslenskra króna – í stuðning við þróunarríki. 4. mars 2020 11:00 Áströlsk kona smituð eftir ferðalag til Íslands og Bretlands Áströlsk kona á fertugsaldri hefur greinst með kórónuveirusmit eftir ferðalag til Íslands og Bretlands. Hún sneri aftur til Perth í Vestur-Ástralíu á mánudaginn, eftir að hafa flogið um Dúbaí. 5. mars 2020 07:24 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Kalíforníuríki í Bandaríkjunum vegna kórónuveirunnar en í gær dó fyrsti Kaliforníubúinn úr sjúkdómnum, sjötíu og eins árs gamall maður í Sacramento. Hann hafði undirliggjandi sjúkdóm og var nýkominn heim úr ferð með skemmtiferðaskipi. Skemmtiferðaskipið hefur verið stöðvað þar sem það er talið tengjast minnst tveimur smitum. Skipið er nú statt undan ströndum San Francisco en Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, segir minnst ellefu farþega og tíu úr áhöfn skipsins sýna einkenni Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. Heilbrigðisstarfsmenn ætla að kanna alla farþega og áhöfn skipsins. Um 2.500 manns voru um borð í skipinu sem fór frá Kaliforníu, til Mexíkó, til Hawaii og aftur til Kaliforníu. Verið er að leita að fjölda farþega sem höfðu farið frá borði í San Fancisco. Tala látinna í Bandaríkjunum stendur nú í ellefu manns og smitaðir eru hundrað og fimmtíu hið minnsta, í sextán ríkjum. Verst er ástandið í Washington ríki, þar sem tíu af dauðsföllunum ellefu hafa átt sér stað. Flestir þeirra sem hafa dáið í Washington ríki voru íbúar dvalarheimilinu Life Care Center í úthverfi Seattle. Nú á að opna rannsókn á dvalarheimilinu og hvernig veiran hefur dreifst þar. Embættismenn segja mögulegt að veiran hafi verið á dreifingu um Washington ríki í einhverjar vikur. Mike Pence varaforseti, sem fer fyrir baráttunni gegn sjúkdómnum í Bandaríkjunum, segir að til standi að fjölga prófunum á fólki um allt land. Alls hafa 90 þúsund manns nú smitast af veirunni og þar af eru rúmlega 80 þúsund innan landamæra Kína. Rúmlega þrjú þúsund hafa látið lífið, bróðurparturinn í Kína.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hver hátíðin á eftir annarri blásin af vegna veirunnar Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta ársfundi Samorku, sem fram átti að fara í næstu viku. 4. mars 2020 16:05 Öllum skólum lokað á Ítalíu þar sem yfir 100 manns hafa látist vegna kórónuveirunnar Stjórnvöld á Ítalíu hafa staðfest að þau muni loka öllum skólum, bæði grunnskólum og háskólum, í landinu frá og með morgundeginum í tíu daga til þess að takast á við útbreiðslu kórónaveirunnar í landinu. 4. mars 2020 23:30 Neyðarfjármagn frá Alþjóðabankanum vegna COVID-19 Í ljósi þess að kórónaveiran breiðist hratt út um heiminn og hefur þegar greinst í rúmlega sextíu löndum hefur Alþjóðabankinn ákveðið að verja nú þegar tólf milljörðum bandarískra dala – tæpum 1600 milljörðum íslenskra króna – í stuðning við þróunarríki. 4. mars 2020 11:00 Áströlsk kona smituð eftir ferðalag til Íslands og Bretlands Áströlsk kona á fertugsaldri hefur greinst með kórónuveirusmit eftir ferðalag til Íslands og Bretlands. Hún sneri aftur til Perth í Vestur-Ástralíu á mánudaginn, eftir að hafa flogið um Dúbaí. 5. mars 2020 07:24 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Hver hátíðin á eftir annarri blásin af vegna veirunnar Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta ársfundi Samorku, sem fram átti að fara í næstu viku. 4. mars 2020 16:05
Öllum skólum lokað á Ítalíu þar sem yfir 100 manns hafa látist vegna kórónuveirunnar Stjórnvöld á Ítalíu hafa staðfest að þau muni loka öllum skólum, bæði grunnskólum og háskólum, í landinu frá og með morgundeginum í tíu daga til þess að takast á við útbreiðslu kórónaveirunnar í landinu. 4. mars 2020 23:30
Neyðarfjármagn frá Alþjóðabankanum vegna COVID-19 Í ljósi þess að kórónaveiran breiðist hratt út um heiminn og hefur þegar greinst í rúmlega sextíu löndum hefur Alþjóðabankinn ákveðið að verja nú þegar tólf milljörðum bandarískra dala – tæpum 1600 milljörðum íslenskra króna – í stuðning við þróunarríki. 4. mars 2020 11:00
Áströlsk kona smituð eftir ferðalag til Íslands og Bretlands Áströlsk kona á fertugsaldri hefur greinst með kórónuveirusmit eftir ferðalag til Íslands og Bretlands. Hún sneri aftur til Perth í Vestur-Ástralíu á mánudaginn, eftir að hafa flogið um Dúbaí. 5. mars 2020 07:24