Öllum skólum lokað á Ítalíu þar sem yfir 100 manns hafa látist vegna kórónuveirunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. mars 2020 23:30 Ferðamönnum hefur verið ráðlagt að fara ekki til Ítalíu að óþörfu vegna kórónufaraldursins. vísir/getty Stjórnvöld á Ítalíu hafa staðfest að þau muni loka öllum skólum, bæði grunnskólum og háskólum, í landinu frá og með morgundeginum í tíu daga til þess að takast á við útbreiðslu kórónaveirunnar í landinu. Veiran veldur sjúkdómi sem heitir COVID-19 en yfir 3000 manns hafa greinst með veiruna á Ítalíu og að minnsta kosti 107 hafa látist vegna hennar. Hvergi í Evrópu hafa fleiri greinst með veiruna eða látist af völdum sjúkdómsins sem hún veldur og segir Guiseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, hættu á því að heilbrigðiskerfi landsins muni ekki ráða við faraldurinn. Meirihluti þeirra smita sem greinst hafa á Ítalíu eru í norðurhluta landsins að því er fram kemur á vef BBC. Í 19 af 20 héruðum Ítalíu hefur smit verið staðfest. Á heimsvísu hafa um 3200 látist vegna COVID-19 og meira en 90 þúsund hafa smitast af veirunni, langflestir í Kína þar sem veiran gerði fyrst vart við sig. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur ekki lýst yfir heimsfaraldri en í dag sagði heilbrigðisráðherra Þýskalands, Jens Spahn, að skilgreining heimsfaraldurs ætti við faraldur kórónuveirunnar. „Staðan breytist mjög hratt og það er ljóst að toppi faraldursins hefur ekki verið náð,“ sagði Spahn. Smit hefur verið staðfest í 81 landi. Auk Kína og Ítalíu eru Íran og Suður-Kóreu talin lönd með mikla smitáhættu og er fólki ráðlagt frá því að fara í ónauðsynlegar ferðir til þessara fjögurra ríkja. Hér á Íslandi hafa alls 26 manns greinst með veiruna, bæði konur og karlar á fimmtugs- og sextugsaldri. Átján hinna smituðu eiga það sameiginlegt að hafa verið á skíðum á Norður-Ítalíu en hin átta voru öll í skíðaferð í bænum Ischgl í Austurríki. Þá eru tæplega 400 manns í sóttkví vegna veirunnar. Það sem þú gætir viljað lesa um kórónuveiruna: Nýjast: Öll nýjustu tíðindi má finna á undirsíðu Vísis um kórónuveiruna Hvernig smitast kórónuveiran? Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti. Spurt og svarað um kórónuveiruna: Hvað er hún? Hvar greindist hún? Hvað er vitað? Hvernig á að forðast smit? Hver er munurinn á kórónuveirunni og hefðbundinni flensu? Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum, lýsti því á blaðamannafundi á dögunum. Réttindi ferðalanga vegna kórónuveirunnar: Réttur ferðamanna til að fá það tjón bætt sem þeir kunna að verða fyrir í tengslum við ferðalög vegna veirunnar er ólíkur eftir aðstæðum, til dæmis eftir því hvort fólk er að ferðast á eigin vegum eða er á bókað í pakkaferð. Heilbrigðir sem lenda í sóttkví erlendis eru ótryggðir. Landsmenn eru minntir á mikilvægi handþvottar og sótthreinsunar. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Tengdar fréttir Hver hátíðin á eftir annarri blásin af vegna veirunnar Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta ársfundi Samorku, sem fram átti að fara í næstu viku. 4. mars 2020 16:05 Staðfesta smit í færeyskum Frakklandsfara Kórónuveiran er komin til Færeyja en yfirvöld þar í landi greindu frá því fyrir stundu að einn Færeyingur hafi greinst með veiruna eftir ferð til Parísar í Frakklandi. 4. mars 2020 10:27 Átta hinna smituðu voru á skíðum í Ischgl í Austurríki Átta af þeim 26 sem nú hafa greinst með kórónuveiruna hér á landi voru á skíðum í Ischgl í Austurríki og komu heim á sunnudaginn með vél Icelandair frá Munchen. 4. mars 2020 18:15 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Stjórnvöld á Ítalíu hafa staðfest að þau muni loka öllum skólum, bæði grunnskólum og háskólum, í landinu frá og með morgundeginum í tíu daga til þess að takast á við útbreiðslu kórónaveirunnar í landinu. Veiran veldur sjúkdómi sem heitir COVID-19 en yfir 3000 manns hafa greinst með veiruna á Ítalíu og að minnsta kosti 107 hafa látist vegna hennar. Hvergi í Evrópu hafa fleiri greinst með veiruna eða látist af völdum sjúkdómsins sem hún veldur og segir Guiseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, hættu á því að heilbrigðiskerfi landsins muni ekki ráða við faraldurinn. Meirihluti þeirra smita sem greinst hafa á Ítalíu eru í norðurhluta landsins að því er fram kemur á vef BBC. Í 19 af 20 héruðum Ítalíu hefur smit verið staðfest. Á heimsvísu hafa um 3200 látist vegna COVID-19 og meira en 90 þúsund hafa smitast af veirunni, langflestir í Kína þar sem veiran gerði fyrst vart við sig. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur ekki lýst yfir heimsfaraldri en í dag sagði heilbrigðisráðherra Þýskalands, Jens Spahn, að skilgreining heimsfaraldurs ætti við faraldur kórónuveirunnar. „Staðan breytist mjög hratt og það er ljóst að toppi faraldursins hefur ekki verið náð,“ sagði Spahn. Smit hefur verið staðfest í 81 landi. Auk Kína og Ítalíu eru Íran og Suður-Kóreu talin lönd með mikla smitáhættu og er fólki ráðlagt frá því að fara í ónauðsynlegar ferðir til þessara fjögurra ríkja. Hér á Íslandi hafa alls 26 manns greinst með veiruna, bæði konur og karlar á fimmtugs- og sextugsaldri. Átján hinna smituðu eiga það sameiginlegt að hafa verið á skíðum á Norður-Ítalíu en hin átta voru öll í skíðaferð í bænum Ischgl í Austurríki. Þá eru tæplega 400 manns í sóttkví vegna veirunnar. Það sem þú gætir viljað lesa um kórónuveiruna: Nýjast: Öll nýjustu tíðindi má finna á undirsíðu Vísis um kórónuveiruna Hvernig smitast kórónuveiran? Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti. Spurt og svarað um kórónuveiruna: Hvað er hún? Hvar greindist hún? Hvað er vitað? Hvernig á að forðast smit? Hver er munurinn á kórónuveirunni og hefðbundinni flensu? Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum, lýsti því á blaðamannafundi á dögunum. Réttindi ferðalanga vegna kórónuveirunnar: Réttur ferðamanna til að fá það tjón bætt sem þeir kunna að verða fyrir í tengslum við ferðalög vegna veirunnar er ólíkur eftir aðstæðum, til dæmis eftir því hvort fólk er að ferðast á eigin vegum eða er á bókað í pakkaferð. Heilbrigðir sem lenda í sóttkví erlendis eru ótryggðir. Landsmenn eru minntir á mikilvægi handþvottar og sótthreinsunar. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Tengdar fréttir Hver hátíðin á eftir annarri blásin af vegna veirunnar Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta ársfundi Samorku, sem fram átti að fara í næstu viku. 4. mars 2020 16:05 Staðfesta smit í færeyskum Frakklandsfara Kórónuveiran er komin til Færeyja en yfirvöld þar í landi greindu frá því fyrir stundu að einn Færeyingur hafi greinst með veiruna eftir ferð til Parísar í Frakklandi. 4. mars 2020 10:27 Átta hinna smituðu voru á skíðum í Ischgl í Austurríki Átta af þeim 26 sem nú hafa greinst með kórónuveiruna hér á landi voru á skíðum í Ischgl í Austurríki og komu heim á sunnudaginn með vél Icelandair frá Munchen. 4. mars 2020 18:15 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Hver hátíðin á eftir annarri blásin af vegna veirunnar Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta ársfundi Samorku, sem fram átti að fara í næstu viku. 4. mars 2020 16:05
Staðfesta smit í færeyskum Frakklandsfara Kórónuveiran er komin til Færeyja en yfirvöld þar í landi greindu frá því fyrir stundu að einn Færeyingur hafi greinst með veiruna eftir ferð til Parísar í Frakklandi. 4. mars 2020 10:27
Átta hinna smituðu voru á skíðum í Ischgl í Austurríki Átta af þeim 26 sem nú hafa greinst með kórónuveiruna hér á landi voru á skíðum í Ischgl í Austurríki og komu heim á sunnudaginn með vél Icelandair frá Munchen. 4. mars 2020 18:15
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent