Fótbolti

Sverrir Ingi fagnað sigri á toppliði Grikklands

Sindri Sverrisson skrifar
Sverrir Ingi Ingason fagnar marki í sigrinum gegn Olympiacos í kvöld.
Sverrir Ingi Ingason fagnar marki í sigrinum gegn Olympiacos í kvöld. mynd/paokfc.gr

Sverrir Ingi Ingason og félagar í PAOK unnu Olympiacos 3-2 á heimavelli í fyrri leik liðanna í undanúrslitum grísku bikarkeppninnar í kvöld.

Liðin eru þau efstu í grísku úrvalsdeildinni en þar er Olympiacos með sjö stiga forskot.

Fjögur mörk voru skoruð á fyrstu 12 mínútum leiksins í kvöld en Olympiacos komst í 2-0 á 8. mínútu áður en PAOK jafnaði strax í kjölfarið. Dimitris Pelkas skoraði svo sigurmark PAOK úr vítaspyrnu á 69. mínútu en það var hans annað mark í leiknum.

Sverrir Ingi lék allan leikinn fyrir PAOK sem missti Dimitris Giannoulis af velli með rautt spjald á 85. mínútu.

Seinni leikur liðanna fer ekki fram fyrr en 21. apríl. Sigurliðið leikur til úrslita við AEK Aþenu eða Aris en AEK er 2-1 yfir í því einvígi eftir sigur á heimavelli í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×