Bloomberg hættir og styður Biden Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. mars 2020 15:19 Michael Bloomberg kveður sviðið. Getty/Joe Raedle Auðkýfingurinn Michael Bloomberg hefur ákveðið að leggja árar í bát í baráttunni um útnefningu Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í haust. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag, í kjölfar lítillar velgengni á ofurþriðjudeginum svokallaða. Demókratar gengu að kjörborðinu í fjórtán ríkjum í gær. Þrátt fyrir að Bloomberg hafi hlotið flest atkvæði á Bandarísku Samóaeyjum dugði það ekki til. Líkur hans á því að verða forsetaefni Demókrata urðu að engu eftir gærdaginn. Í yfirlýsingunni segist Bloomberg þó ekki hættur baráttu sinni gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta. Hann muni nú leggjast á sveif með Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. Sjá einnig: Biden snýr við taflinu Bloomberg telur hann líklegastan til að geta steypt Trump af stóli og byggir hann þá skoðun síðan meðal annars á vaskri framgöngu hans í kosningum gærdagsins. Þar að auki hefur fjöldi annarra hófsamra Demókrata lýst yfir stuðningi við Biden á síðustu dögum; t.a.m. Pete Buttigieg, Amy Klobuchar og Beto O'Rourke sem jafnframt eru fyrrverandi forsetaframbjóðendur.Bloomberg segir baráttuna við Trump vera mikilvægasta pólitíska slag sem hann hefði háð til þessa. Því geti hann ekki skorast undan, þó svo að hann ætli sér ekki sjálfur að sækjast eftir útnefningu Demókrataflokksins. Hann hefur varið fleiri hundruð milljónum bandaríkjadala í baráttu sína, sem skilaði litlu. Slök frammistaða í fyrstu sjónvarpskappræðunum og fjöldi ásakana um kynferðislega áreitni er meðal þess sem talið er hafa gengið endanlega af framboði hans dauðu. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Biden fær byr í seglin Forval Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hefur tekið stakkaskiptum á einungis nokkrum dögum. 4. mars 2020 06:32 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Sjá meira
Auðkýfingurinn Michael Bloomberg hefur ákveðið að leggja árar í bát í baráttunni um útnefningu Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í haust. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag, í kjölfar lítillar velgengni á ofurþriðjudeginum svokallaða. Demókratar gengu að kjörborðinu í fjórtán ríkjum í gær. Þrátt fyrir að Bloomberg hafi hlotið flest atkvæði á Bandarísku Samóaeyjum dugði það ekki til. Líkur hans á því að verða forsetaefni Demókrata urðu að engu eftir gærdaginn. Í yfirlýsingunni segist Bloomberg þó ekki hættur baráttu sinni gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta. Hann muni nú leggjast á sveif með Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. Sjá einnig: Biden snýr við taflinu Bloomberg telur hann líklegastan til að geta steypt Trump af stóli og byggir hann þá skoðun síðan meðal annars á vaskri framgöngu hans í kosningum gærdagsins. Þar að auki hefur fjöldi annarra hófsamra Demókrata lýst yfir stuðningi við Biden á síðustu dögum; t.a.m. Pete Buttigieg, Amy Klobuchar og Beto O'Rourke sem jafnframt eru fyrrverandi forsetaframbjóðendur.Bloomberg segir baráttuna við Trump vera mikilvægasta pólitíska slag sem hann hefði háð til þessa. Því geti hann ekki skorast undan, þó svo að hann ætli sér ekki sjálfur að sækjast eftir útnefningu Demókrataflokksins. Hann hefur varið fleiri hundruð milljónum bandaríkjadala í baráttu sína, sem skilaði litlu. Slök frammistaða í fyrstu sjónvarpskappræðunum og fjöldi ásakana um kynferðislega áreitni er meðal þess sem talið er hafa gengið endanlega af framboði hans dauðu.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Biden fær byr í seglin Forval Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hefur tekið stakkaskiptum á einungis nokkrum dögum. 4. mars 2020 06:32 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Sjá meira
Biden fær byr í seglin Forval Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hefur tekið stakkaskiptum á einungis nokkrum dögum. 4. mars 2020 06:32