Icelandair ekki gert neinar breytingar á sumaráætlun til Ítalíu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. mars 2020 23:50 Icelandair hefur ekki gert breytingar á þeim áætlunum sínum að hefja beint flug til Mílanó í maí. vísir/vilhelm Flugfélagið Icelandair hefur ekki gert neinar breytingar á sumaráætlun sinni en í áætluninni er gert ráð fyrir beinu flugi til Mílanó á Ítalíu. Ítalía er nú skilgreint sem svæði með mikla smitáhættu vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 og má rekja flest veirusmitin í Evrópu til Ítalíu. Að því er fram kemur í frétt RÚV og haft er eftir Ásdísi Ýr Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair, er fyrsta beina flugið til Mílanó þann 16. maí. Þá er heldur ekki fyrirhugað að breyta beinu flugi félagsins til Seattle en að því er fram kemur á vef New York Times hafa alls níu manns látið lífið vegna veirunnar í borginni eða í grennd við hana. Ásdís segir í samtali við RÚV að þar sem yfirvöld hafi ekki skilgreint svæðið sem áhættusvæði séu ekki fyrirhugaðar breytingar á áætlunarflugi til Seattle. Tvær áhafnir Icelandair eru nú í sóttkví vegna kórónuveirunnar. Annars vegar er um að ræða áhöfn vélarinnar sem kom frá Veróna á Ítalíu síðastliðinn laugardag og hins vegar áhöfn vélarinnar sem kom frá Munchen í Þýskalandi, einnig á laugardag. Meirihluta þeirra fjórtán smita sem staðfest hafa verið hér á landi má rekja til farþega sem komu til landsins í þessum tveimur flugum. Næstkomandi laugardag er svo von á vél Icelandair til landsins í beinu flugi frá Veróna með um sjötíu Íslendinga sem fóru þangað í skíðaferð á laugardaginn. Má reikna með viðbúnaði þegar vélin lendir í Keflavík. Ekki eru fyrirhuguð fleiri bein flug til Ítalíu hjá Icelandair fyrr en í maí þegar flugið til Mílanó á að hefjast. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Útskýrði muninn á inflúensuveiru og kórónuveirunni Munurinn á hefðbundinni inflúensuveiru og kórónuveirunni er helst sá að til eru bóluefni og meðferðarmöguleikar við inflúensu, en ekki við kórónuveirunni þó einkenni veikinda af völdu veiranna séu svipuð. 3. mars 2020 16:30 Árshátíð Póstsins frestað vegna kórónuveirunnar Árshátíð Póstsins sem fara átti fram þann 21. mars næstkomandi í Laugardalshöll hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 3. mars 2020 21:05 Starfsmaður Landspítalans með kórónuveiruna Fimm ný tilfelli af kórónuveirunni voru greind í dag og eru staðfest smit hér á landi því orðin fjórtán. Allir smituðust erlendis, ellefu komu í flugi frá Veróna og þrír frá München eftir skíðaferð í Austurríki. Fólkið er í einangrun en ekki alvarlega veikt. 3. mars 2020 19:03 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fleiri fréttir Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Sjá meira
Flugfélagið Icelandair hefur ekki gert neinar breytingar á sumaráætlun sinni en í áætluninni er gert ráð fyrir beinu flugi til Mílanó á Ítalíu. Ítalía er nú skilgreint sem svæði með mikla smitáhættu vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 og má rekja flest veirusmitin í Evrópu til Ítalíu. Að því er fram kemur í frétt RÚV og haft er eftir Ásdísi Ýr Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair, er fyrsta beina flugið til Mílanó þann 16. maí. Þá er heldur ekki fyrirhugað að breyta beinu flugi félagsins til Seattle en að því er fram kemur á vef New York Times hafa alls níu manns látið lífið vegna veirunnar í borginni eða í grennd við hana. Ásdís segir í samtali við RÚV að þar sem yfirvöld hafi ekki skilgreint svæðið sem áhættusvæði séu ekki fyrirhugaðar breytingar á áætlunarflugi til Seattle. Tvær áhafnir Icelandair eru nú í sóttkví vegna kórónuveirunnar. Annars vegar er um að ræða áhöfn vélarinnar sem kom frá Veróna á Ítalíu síðastliðinn laugardag og hins vegar áhöfn vélarinnar sem kom frá Munchen í Þýskalandi, einnig á laugardag. Meirihluta þeirra fjórtán smita sem staðfest hafa verið hér á landi má rekja til farþega sem komu til landsins í þessum tveimur flugum. Næstkomandi laugardag er svo von á vél Icelandair til landsins í beinu flugi frá Veróna með um sjötíu Íslendinga sem fóru þangað í skíðaferð á laugardaginn. Má reikna með viðbúnaði þegar vélin lendir í Keflavík. Ekki eru fyrirhuguð fleiri bein flug til Ítalíu hjá Icelandair fyrr en í maí þegar flugið til Mílanó á að hefjast.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Útskýrði muninn á inflúensuveiru og kórónuveirunni Munurinn á hefðbundinni inflúensuveiru og kórónuveirunni er helst sá að til eru bóluefni og meðferðarmöguleikar við inflúensu, en ekki við kórónuveirunni þó einkenni veikinda af völdu veiranna séu svipuð. 3. mars 2020 16:30 Árshátíð Póstsins frestað vegna kórónuveirunnar Árshátíð Póstsins sem fara átti fram þann 21. mars næstkomandi í Laugardalshöll hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 3. mars 2020 21:05 Starfsmaður Landspítalans með kórónuveiruna Fimm ný tilfelli af kórónuveirunni voru greind í dag og eru staðfest smit hér á landi því orðin fjórtán. Allir smituðust erlendis, ellefu komu í flugi frá Veróna og þrír frá München eftir skíðaferð í Austurríki. Fólkið er í einangrun en ekki alvarlega veikt. 3. mars 2020 19:03 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fleiri fréttir Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Sjá meira
Útskýrði muninn á inflúensuveiru og kórónuveirunni Munurinn á hefðbundinni inflúensuveiru og kórónuveirunni er helst sá að til eru bóluefni og meðferðarmöguleikar við inflúensu, en ekki við kórónuveirunni þó einkenni veikinda af völdu veiranna séu svipuð. 3. mars 2020 16:30
Árshátíð Póstsins frestað vegna kórónuveirunnar Árshátíð Póstsins sem fara átti fram þann 21. mars næstkomandi í Laugardalshöll hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 3. mars 2020 21:05
Starfsmaður Landspítalans með kórónuveiruna Fimm ný tilfelli af kórónuveirunni voru greind í dag og eru staðfest smit hér á landi því orðin fjórtán. Allir smituðust erlendis, ellefu komu í flugi frá Veróna og þrír frá München eftir skíðaferð í Austurríki. Fólkið er í einangrun en ekki alvarlega veikt. 3. mars 2020 19:03