Atvinnulíf gæti lamast tímabundið komi til heimsfaraldurs Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. mars 2020 19:00 Við stöndum öll saman í þessu verkefni. Við hvetjum alla til að sýna skilning og ég vona að við getum náð lausn í sátt og samlyndi,“ segir Davíð Þorláksson hjá SA. Komi til heimsfaraldurs kórónuveiru þarf að gera ráð fyrir að vinnumarkaðurinn hér á landi geti lamast frá tveimur vikum og uppí þrjá mánuði samkvæmt viðbragðsáætlun. Aðilar vinnumarkaðarins þurfa að ná sátt um hver réttindi ósmitaðs launafólks í sóttkví eru að sögn formanns VR. Við þurfum að finna lausn í sátt og samlyndi segir forstöðumaður hjá SA. Lára V. Júlíusdóttir sérfræðingur í vinnurétti sagði í hádegisfréttum sammála túlkun verkalýðsfélaga um að þurfi fólk að vera heima í sóttkví að læknisráði eigi það rétt til launa. Þessu eru Samtök atvinnulífsins ósammála. „Ef fólk er í sóttkví og er ekki veikt þá er um að ræða lögmæt forföll en það á ekki rétt á launagreiðslum,“ segir Davíð Þorláksson forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs hjá Samtökum atvinnulífsins. Aðspurður að því af hverju túlkun stéttarfélagana og SA sé svona ólík á réttindum launafólks segir Davíð: „Þetta er bara lögfræði, þetta er ekki í fyrsta skiptið sem lagatúlkun er svona ólík,“ segir hann. Davíð segir að meginskilaboð SA til atvinnurekenda séu að sýna launafólki skilning. „Stór fyrirtæki þar sem fáir eru í sóttkví þetta er auðveldara fyrir þau en lítil fyrirtæki þar sem allir eru í sóttkví við biðjum þau líka um að sýna skilning á þessu en einnig um skilning launafólks á þeirra stöðu,“ segir hann. Lára V. Júlíusdóttir benti á í hádegisfréttum að mögulegt væri að vísa málinu fyrir Félagsdóm. Davíð vonar að ekki komi til þess. „Við stöndum öll saman í þessu verkefni. Við hvetjum alla til að sýna skilning og ég vona að við getum náð lausn í sátt og samlyndi,“ segir Davíð. Viðbragðsáætlun Sóttvarnarlæknis og Ríkislögreglustjóra vegna heimsfaraldurs Gríðarleg áhrif komi til heimsfaraldurs Sóttvarnarlæknir hefur unnið viðbragðsáætlun í samvinnu við Ríkislögreglustjóra komi til heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Fram kemur að gera þurfi ráð fyrir að atvinnulífið hér á landi geti lamast frá tveimur vikum og upp í þrjá mánuði. Þá er gert ráð fyrir að 25-50% þjóðarinnar sýkist þrátt fyrir sértækar sóttvarnarráðstafanir. Ef allt fer á versta veg gætu því stórir hópar fólks þurft að fara í sóttkví Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR vonar að hægt sé að ná sameiginlegri lausn um réttindi launafólks í sóttkví. Þurfum að komast að sameiginlegri niðurstöðu Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir brýnt á tímum óvissu að launafólk fái önnur skilaboð frá atvinnulífinu. „Í sjálfu sér vænti ég þess að Samtök atvinnulífsins leiðrétti sinn málflutning hið fyrsta,“ segir Ragnar. Ragnar segir mikilvægt að forsvarsfólk SA, verkalýðsfélaga og stjórnvöld eigi fund um málið. „Ég held að það væri miklu farsælla að aðilar myndu setjast niður og komast að sameiginlegri lausn,“ segir Ragnar. Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Sjá meira
Komi til heimsfaraldurs kórónuveiru þarf að gera ráð fyrir að vinnumarkaðurinn hér á landi geti lamast frá tveimur vikum og uppí þrjá mánuði samkvæmt viðbragðsáætlun. Aðilar vinnumarkaðarins þurfa að ná sátt um hver réttindi ósmitaðs launafólks í sóttkví eru að sögn formanns VR. Við þurfum að finna lausn í sátt og samlyndi segir forstöðumaður hjá SA. Lára V. Júlíusdóttir sérfræðingur í vinnurétti sagði í hádegisfréttum sammála túlkun verkalýðsfélaga um að þurfi fólk að vera heima í sóttkví að læknisráði eigi það rétt til launa. Þessu eru Samtök atvinnulífsins ósammála. „Ef fólk er í sóttkví og er ekki veikt þá er um að ræða lögmæt forföll en það á ekki rétt á launagreiðslum,“ segir Davíð Þorláksson forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs hjá Samtökum atvinnulífsins. Aðspurður að því af hverju túlkun stéttarfélagana og SA sé svona ólík á réttindum launafólks segir Davíð: „Þetta er bara lögfræði, þetta er ekki í fyrsta skiptið sem lagatúlkun er svona ólík,“ segir hann. Davíð segir að meginskilaboð SA til atvinnurekenda séu að sýna launafólki skilning. „Stór fyrirtæki þar sem fáir eru í sóttkví þetta er auðveldara fyrir þau en lítil fyrirtæki þar sem allir eru í sóttkví við biðjum þau líka um að sýna skilning á þessu en einnig um skilning launafólks á þeirra stöðu,“ segir hann. Lára V. Júlíusdóttir benti á í hádegisfréttum að mögulegt væri að vísa málinu fyrir Félagsdóm. Davíð vonar að ekki komi til þess. „Við stöndum öll saman í þessu verkefni. Við hvetjum alla til að sýna skilning og ég vona að við getum náð lausn í sátt og samlyndi,“ segir Davíð. Viðbragðsáætlun Sóttvarnarlæknis og Ríkislögreglustjóra vegna heimsfaraldurs Gríðarleg áhrif komi til heimsfaraldurs Sóttvarnarlæknir hefur unnið viðbragðsáætlun í samvinnu við Ríkislögreglustjóra komi til heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Fram kemur að gera þurfi ráð fyrir að atvinnulífið hér á landi geti lamast frá tveimur vikum og upp í þrjá mánuði. Þá er gert ráð fyrir að 25-50% þjóðarinnar sýkist þrátt fyrir sértækar sóttvarnarráðstafanir. Ef allt fer á versta veg gætu því stórir hópar fólks þurft að fara í sóttkví Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR vonar að hægt sé að ná sameiginlegri lausn um réttindi launafólks í sóttkví. Þurfum að komast að sameiginlegri niðurstöðu Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir brýnt á tímum óvissu að launafólk fái önnur skilaboð frá atvinnulífinu. „Í sjálfu sér vænti ég þess að Samtök atvinnulífsins leiðrétti sinn málflutning hið fyrsta,“ segir Ragnar. Ragnar segir mikilvægt að forsvarsfólk SA, verkalýðsfélaga og stjórnvöld eigi fund um málið. „Ég held að það væri miklu farsælla að aðilar myndu setjast niður og komast að sameiginlegri lausn,“ segir Ragnar.
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Sjá meira