Sjö hinna smituðu gistu á sama hóteli á Norður-Ítalíu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. mars 2020 22:45 Frá Madonna-skíðasvæðinu á Norður-Ítalíu. Þar er nú fjöldi Íslendinga á skíðum og eru þeir væntanlegir til landsins næstkomandi laugardag. vísir/getty Sjö þeirra níu Íslendinga sem nú hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 gistu öll á sama hóteli á Norður-Ítalíu. Enginn Íslendingur dvelur hins vegar á hótelinu nú. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi. Greint var frá því fyrr í kvöld að þrjú ný tilfelli kórónuveiru hefðu verið staðfest hér á landi. Áður höfðu þrjú tilfelli verið greind í dag, fyrir helgina greindist eitt og tvö til viðbótar um helgina. Átta einstaklingar sem greinst hafa með veiruna höfðu öll verið á ferðalagi um Norður-Ítalíu. Eru smitin rakin þangað þótt fólkið hafi verið á ferðalagi utan svæða sem áður höfðu verið skilgreind sem svæði með mikla smitáhættu. Ítalía hefur nú öll verið skilgreind sem slíkt áhættusvæði. Ekki er vitað hvar sá níundi, einn þeirra sem greindist í kvöld, smitaðist. Segir Víðir unnið að smitrakningu á því tilfelli. Öll hinna smituðu eru í einangrun heima hjá sér og eru þau öll á höfuðborgarsvæðinu. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.vísir/sigurjón Fóru í sóttkví strax við heimkomu á laugardag Þau tvö sem greindust í kvöld og komu frá Norður-Ítalíu með flugi Icelandair frá Veróna á laugardag hafa verið í sóttkví síðan þau komu heim. „Þau fundu fyrir einhverjum einkennum þannig að þau hafa væntanlega dregið sig í hlé út af því,“ segir Víðir. Allar líkur eru því taldar á því að þau hafi smitast af veirunni úti en ekki hér heima. Um sjötíu Íslendingar fóru til Norður-Ítalíu á skíði á laugardaginn og eru væntanleg aftur til landsins næsta laugardag. Flogið er eins og áður í gegnum Veróna. Aðspurður um undirbúninginn vegna komu þessa hóps segir Víðir að byrjað sé að skoða það í samvinnu við ferðaskrifstofurnar og Icelandair. Fundað hafi verið um málið í dag og reiknað sé með viðbúnaði þegar fólkið kemur aftur heim. „En við höfum líka fréttir af því að fólk sé mjög vart um sig og sé bara á skíðum og reyni að vera ekki í samneyti mikið við aðra. Haldi sig svona frá öðru fólki þannig að menn séu allt sem þeir geta til að passa sig. Þetta fólk var náttúrulega mjög meðvitað um þetta þannig að það sem við heyrum hljómar skynsamlega,“ segir Víðir. Hér sést starfsmaður Landspítalans í hlífðargalla vegna kórónuveirunnar.vísir/vilhelm Það sem þú gætir viljað lesa um kórónuveiruna Nýjast: Öll nýjustu tíðindi má finna á undirsíðu Vísis um kórónuveiruna Hvernig smitast kórónuveiran? Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti. Spurt og svarað um kórónuveiruna: Hvað er hún? Hvar greindist hún? Hvað er vitað? Hvernig á að forðast smit? Réttindi ferðalanga vegna kórónuveirunnar: Réttur ferðamanna til að fá það tjón bætt sem þeir kunna að verða fyrir í tengslum við ferðalög vegna veirunnar er ólíkur eftir aðstæðum, til dæmis eftir því hvort fólk er að ferðast á eigin vegum eða er á bókað í pakkaferð. Heilbrigðir sem lenda í sóttkví erlendis eru ótryggðir. Landsmenn eru minntir á mikilvægi handþvottar og sótthreinsunar. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ítalía Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Sjö þeirra níu Íslendinga sem nú hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 gistu öll á sama hóteli á Norður-Ítalíu. Enginn Íslendingur dvelur hins vegar á hótelinu nú. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi. Greint var frá því fyrr í kvöld að þrjú ný tilfelli kórónuveiru hefðu verið staðfest hér á landi. Áður höfðu þrjú tilfelli verið greind í dag, fyrir helgina greindist eitt og tvö til viðbótar um helgina. Átta einstaklingar sem greinst hafa með veiruna höfðu öll verið á ferðalagi um Norður-Ítalíu. Eru smitin rakin þangað þótt fólkið hafi verið á ferðalagi utan svæða sem áður höfðu verið skilgreind sem svæði með mikla smitáhættu. Ítalía hefur nú öll verið skilgreind sem slíkt áhættusvæði. Ekki er vitað hvar sá níundi, einn þeirra sem greindist í kvöld, smitaðist. Segir Víðir unnið að smitrakningu á því tilfelli. Öll hinna smituðu eru í einangrun heima hjá sér og eru þau öll á höfuðborgarsvæðinu. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.vísir/sigurjón Fóru í sóttkví strax við heimkomu á laugardag Þau tvö sem greindust í kvöld og komu frá Norður-Ítalíu með flugi Icelandair frá Veróna á laugardag hafa verið í sóttkví síðan þau komu heim. „Þau fundu fyrir einhverjum einkennum þannig að þau hafa væntanlega dregið sig í hlé út af því,“ segir Víðir. Allar líkur eru því taldar á því að þau hafi smitast af veirunni úti en ekki hér heima. Um sjötíu Íslendingar fóru til Norður-Ítalíu á skíði á laugardaginn og eru væntanleg aftur til landsins næsta laugardag. Flogið er eins og áður í gegnum Veróna. Aðspurður um undirbúninginn vegna komu þessa hóps segir Víðir að byrjað sé að skoða það í samvinnu við ferðaskrifstofurnar og Icelandair. Fundað hafi verið um málið í dag og reiknað sé með viðbúnaði þegar fólkið kemur aftur heim. „En við höfum líka fréttir af því að fólk sé mjög vart um sig og sé bara á skíðum og reyni að vera ekki í samneyti mikið við aðra. Haldi sig svona frá öðru fólki þannig að menn séu allt sem þeir geta til að passa sig. Þetta fólk var náttúrulega mjög meðvitað um þetta þannig að það sem við heyrum hljómar skynsamlega,“ segir Víðir. Hér sést starfsmaður Landspítalans í hlífðargalla vegna kórónuveirunnar.vísir/vilhelm Það sem þú gætir viljað lesa um kórónuveiruna Nýjast: Öll nýjustu tíðindi má finna á undirsíðu Vísis um kórónuveiruna Hvernig smitast kórónuveiran? Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti. Spurt og svarað um kórónuveiruna: Hvað er hún? Hvar greindist hún? Hvað er vitað? Hvernig á að forðast smit? Réttindi ferðalanga vegna kórónuveirunnar: Réttur ferðamanna til að fá það tjón bætt sem þeir kunna að verða fyrir í tengslum við ferðalög vegna veirunnar er ólíkur eftir aðstæðum, til dæmis eftir því hvort fólk er að ferðast á eigin vegum eða er á bókað í pakkaferð. Heilbrigðir sem lenda í sóttkví erlendis eru ótryggðir. Landsmenn eru minntir á mikilvægi handþvottar og sótthreinsunar. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ítalía Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira