Hafa rannsakað tugi nauðgunarmála gegn konum með þroskahömlun Nadine Guðrún Yaghi skrifar 1. mars 2020 20:00 Kolbrún Benediktsdóttir, héraðssaksóknari. vísir/vilhelm Þrjátíu og sjö meintar nauðganir, þar sem brotaþoli er með þroskahömlun, hafa verið til rannsóknar hjá lögregluembættum landsins á síðustu fjórum árum. Í langflestum málanna hafa ófatlaðir menn haft kynmök við fatlaðar konur sem gátu hugsanlega ekki veitt upplýst samþykki vegna fötlunar sinnar. Rannsóknir hafa sýnt að fatlaðar konur, einkum konur með þroskahömlun, eru líklegri til að verða fyrir kynferðisofbeldi, er ófatlaðar kynsystur þeirra. „Það kemur reglulega upp að við erum að skoða mál þar sem við erum að byggja á því að það sé nauðgun sem felst þá í því að stunda kynferðismörk við konu eða mann sem er með það mikla þroskaskerðingu að viðkomandi geti ekki gefið upplýst samþykki fyrir kynmökunum,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir, héraðssaksóknari. Þrjátíu og sjö mál af þessum toga hafa verið til rannsóknar hjá lögreglunni frá árinu 2016. Héraðssaksóknari fer með ákæruvald í málunum. Í fyrra voru málin fjögur. Sama ár voru gefnar út tvær ákærur en í öðru málanna voru brotaþolar fjórar konur. Kolbrún segir að lang flest málin séu þannig að ófatlaðir menn hafi kynmök við fatlaðar konur. Grunur vakni svo um að konurnar hafi ekki geta veitt upplýst samþykki sökum fötlunar sinnar. Í sumum málanna hafi aðstandendur lagt fram kæru. „Fatlað fólk nýtur sjálfákvörðunarréttar eins og ófatlað fólk og fólk með þroskahömlun býr við kynfrelsi eins og aðrir en hins vegar geta komið upp aðstæður þar sem um er að ræða mjög mikla þroskahömlun og mikinn aðstöðumun milli þolanda og geranda og þá getur verið um að ræða nauðgun eða önnur kynferðisbrot,“ segir Kolbrún. Hún bendir á að málin þrjátíu og sjö eigi bara við um nauðgun. Mál sem varða kynferðislega áreitni í garð fólks með þroskahömlun séu talsvert fleiri en ekki hefur verið haldið sérstaklega utan um fjöldann. Kompás fjallar um dökka hlið á vændi Á morgun fjallar Kompás um dökka hlið á kynferðisbrotum gegn konum með þroskahömlun: þær sem hafa leiðst úr í vændi. Í þættinum er greint frá nokkrum vændismálum sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakaði á síðasta ári og fötluð vændiskona lýsir reynslu sinni. „Ég er að kæra tvö mál núna sem ég er búin að lenda í misþyrmingu sem partur af vændi. Það fór bara lengra og hann beitti mig ofbeldi sem ég átti ekki skilið. Hann hlustaði ekkert á mig þegar ég sagði honum að þetta væri svolítið sem hann ætti ekki að gera og bar ekki virðingu fyrir því sem ég sagði,“ segir kona með þröskahömlun sem stundað hefur vændi í nokkur ár. Nánar er rætt við konuna í Kompás sem birtist á Vísi klukkan níu í fyrramálið. Kompás Lögreglumál Tengdar fréttir "Þeir segja að ég eigi að halda leyndó“ Í Kompás segir kona á fertugsaldri sögu sína, hún er með þroskahömlun og glímir við ýmis geðræn vandamál. Hún hefur stundað vændi í nokkur ár og telur að kúnnarnir séu um sjötíu menn. Þeir séu oft giftir menn, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. 2. mars 2020 09:30 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Þrjátíu og sjö meintar nauðganir, þar sem brotaþoli er með þroskahömlun, hafa verið til rannsóknar hjá lögregluembættum landsins á síðustu fjórum árum. Í langflestum málanna hafa ófatlaðir menn haft kynmök við fatlaðar konur sem gátu hugsanlega ekki veitt upplýst samþykki vegna fötlunar sinnar. Rannsóknir hafa sýnt að fatlaðar konur, einkum konur með þroskahömlun, eru líklegri til að verða fyrir kynferðisofbeldi, er ófatlaðar kynsystur þeirra. „Það kemur reglulega upp að við erum að skoða mál þar sem við erum að byggja á því að það sé nauðgun sem felst þá í því að stunda kynferðismörk við konu eða mann sem er með það mikla þroskaskerðingu að viðkomandi geti ekki gefið upplýst samþykki fyrir kynmökunum,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir, héraðssaksóknari. Þrjátíu og sjö mál af þessum toga hafa verið til rannsóknar hjá lögreglunni frá árinu 2016. Héraðssaksóknari fer með ákæruvald í málunum. Í fyrra voru málin fjögur. Sama ár voru gefnar út tvær ákærur en í öðru málanna voru brotaþolar fjórar konur. Kolbrún segir að lang flest málin séu þannig að ófatlaðir menn hafi kynmök við fatlaðar konur. Grunur vakni svo um að konurnar hafi ekki geta veitt upplýst samþykki sökum fötlunar sinnar. Í sumum málanna hafi aðstandendur lagt fram kæru. „Fatlað fólk nýtur sjálfákvörðunarréttar eins og ófatlað fólk og fólk með þroskahömlun býr við kynfrelsi eins og aðrir en hins vegar geta komið upp aðstæður þar sem um er að ræða mjög mikla þroskahömlun og mikinn aðstöðumun milli þolanda og geranda og þá getur verið um að ræða nauðgun eða önnur kynferðisbrot,“ segir Kolbrún. Hún bendir á að málin þrjátíu og sjö eigi bara við um nauðgun. Mál sem varða kynferðislega áreitni í garð fólks með þroskahömlun séu talsvert fleiri en ekki hefur verið haldið sérstaklega utan um fjöldann. Kompás fjallar um dökka hlið á vændi Á morgun fjallar Kompás um dökka hlið á kynferðisbrotum gegn konum með þroskahömlun: þær sem hafa leiðst úr í vændi. Í þættinum er greint frá nokkrum vændismálum sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakaði á síðasta ári og fötluð vændiskona lýsir reynslu sinni. „Ég er að kæra tvö mál núna sem ég er búin að lenda í misþyrmingu sem partur af vændi. Það fór bara lengra og hann beitti mig ofbeldi sem ég átti ekki skilið. Hann hlustaði ekkert á mig þegar ég sagði honum að þetta væri svolítið sem hann ætti ekki að gera og bar ekki virðingu fyrir því sem ég sagði,“ segir kona með þröskahömlun sem stundað hefur vændi í nokkur ár. Nánar er rætt við konuna í Kompás sem birtist á Vísi klukkan níu í fyrramálið.
Kompás Lögreglumál Tengdar fréttir "Þeir segja að ég eigi að halda leyndó“ Í Kompás segir kona á fertugsaldri sögu sína, hún er með þroskahömlun og glímir við ýmis geðræn vandamál. Hún hefur stundað vændi í nokkur ár og telur að kúnnarnir séu um sjötíu menn. Þeir séu oft giftir menn, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. 2. mars 2020 09:30 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
"Þeir segja að ég eigi að halda leyndó“ Í Kompás segir kona á fertugsaldri sögu sína, hún er með þroskahömlun og glímir við ýmis geðræn vandamál. Hún hefur stundað vændi í nokkur ár og telur að kúnnarnir séu um sjötíu menn. Þeir séu oft giftir menn, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. 2. mars 2020 09:30