Reyna að koma í veg fyrir opinberun gagna í gömlu máli gegn Epstein Samúel Karl Ólason skrifar 21. ágúst 2020 08:29 Maxwell hefur sagst saklaus af því að hafa hjálpað Epstein með því að lokka unglingsstúlkur sem Epstein og vinir hans misnotuðu kynferðislega. EPA/Jason Szenes Lögmenn bresku athafnakonunnar Ghislaine Maxwell, sem hefur verið ákærð fyrir að aðstoða barnaníðinginn Jeffrey Epstein við mansal, segja ekki hægt að opinbera það sem hún sagði í vitnaleiðslu árið 2016. Þau gögn myndu leka á netið og eyðileggja möguleika hennar á að fá sanngjörn réttarhöld. Gögnin sem um ræðir snúa að vitnaleiðslum hennar þegar Virginia Giuffre höfðaði einkamál gegn Epstein og sakaði hann um að hafa haldið sér sem kynlífsþræl, með aðstoð Maxwell. Málinu lauk með sátt. Dómari hefur úrskurðað að þessi gögn, og önnur, skuli opinberuð en lögmenn Maxwell hafa áfrýjað þeim úrskurði og reyna nú að koma í veg fyrir það. Meðal annars segja þeir að henni hafi verið lofað á sínum tíma að ummæli hennar yrðu ekki opinber. Þeir segja einnig að persónulegar og viðkvæmar upplýsingar um hana yrðu þá á almannafæri og myndu fara eins og eldur í sinu um internetið. Kettinum yrði hleypt út úr pokanum, eins og þeir orðuðu það. Í frétt Reuters er haft eftir lögmönnum Maxwell að umfjöllun um þessi gögn myndi hafa mikil áhrif á mögulega kviðdómendur í máli hennar. Svo mikil áhrif að réttarhöldin gætu ekki verið sanngjörn. Maxwell hefur sagst saklaus af því að hafa hjálpað Epstein með því að lokka unglingsstúlkur sem Epstein og vinir hans misnotuðu kynferðislega. Þessar stúlkur voru jafnvel fjórtán ára gamlar en ákærurnar gegn Maxwell snúa að þremur stúlkum sem brotið var á árunum 1994 til 1997. Hún er einnig sökuð um að hafa logið um að hafa ekki vitað af brotum Epstein. Maxwell situr í fangelsi í New York og mun gera það þar til réttarhöldin gegn henni fara fram í júlí á næsta ári. Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Tölvupóstsamskipti Maxwell og Epstein birt Tölvupóstar sem bandaríski barnaníðingurinn Jeffrey Epstein og breska athafnakonan og samverkakona hans, Ghislaine Maxwell sendu sín á milli hafa verið birtir ásamt fjölda annarra gagna. 31. júlí 2020 14:10 Mega afhenda 80 skjöl í máli Maxwell Dómari hefur heimilað afhendingu gagna í máli bresku athafnakonunnar Ghislaine Maxwell. 24. júlí 2020 09:05 Óskaði ákærðri samverkakonu Epstein góðs Donald Trump Bandaríkjaforseti óskaði Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu Jeffrey Epstein, góðs á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Maxwell er ákærð fyrir aðild að kynlífsmansali á börnum. 22. júlí 2020 15:48 Maxwell fær ekki lausn gegn tryggingu Dómari í New York hafnaði í dag kröfu lögfræðiteymis hinnar bresku Ghislaine Maxwell 14. júlí 2020 22:52 Ghislaine Maxwell lýsti yfir sakleysi sínu Réttarhöldin yfir Ghislaine Maxwell, samverkakonu og fyrrverandi kærustu auðkýfingsins Jeffrey Epstein, munu hefjast í New York 12. júlí 2021. Þetta varð ljóst í réttarsal í New York í dag þar sem Maxwell lýsti yfir sakleysi sínu. 14. júlí 2020 19:31 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Lögmenn bresku athafnakonunnar Ghislaine Maxwell, sem hefur verið ákærð fyrir að aðstoða barnaníðinginn Jeffrey Epstein við mansal, segja ekki hægt að opinbera það sem hún sagði í vitnaleiðslu árið 2016. Þau gögn myndu leka á netið og eyðileggja möguleika hennar á að fá sanngjörn réttarhöld. Gögnin sem um ræðir snúa að vitnaleiðslum hennar þegar Virginia Giuffre höfðaði einkamál gegn Epstein og sakaði hann um að hafa haldið sér sem kynlífsþræl, með aðstoð Maxwell. Málinu lauk með sátt. Dómari hefur úrskurðað að þessi gögn, og önnur, skuli opinberuð en lögmenn Maxwell hafa áfrýjað þeim úrskurði og reyna nú að koma í veg fyrir það. Meðal annars segja þeir að henni hafi verið lofað á sínum tíma að ummæli hennar yrðu ekki opinber. Þeir segja einnig að persónulegar og viðkvæmar upplýsingar um hana yrðu þá á almannafæri og myndu fara eins og eldur í sinu um internetið. Kettinum yrði hleypt út úr pokanum, eins og þeir orðuðu það. Í frétt Reuters er haft eftir lögmönnum Maxwell að umfjöllun um þessi gögn myndi hafa mikil áhrif á mögulega kviðdómendur í máli hennar. Svo mikil áhrif að réttarhöldin gætu ekki verið sanngjörn. Maxwell hefur sagst saklaus af því að hafa hjálpað Epstein með því að lokka unglingsstúlkur sem Epstein og vinir hans misnotuðu kynferðislega. Þessar stúlkur voru jafnvel fjórtán ára gamlar en ákærurnar gegn Maxwell snúa að þremur stúlkum sem brotið var á árunum 1994 til 1997. Hún er einnig sökuð um að hafa logið um að hafa ekki vitað af brotum Epstein. Maxwell situr í fangelsi í New York og mun gera það þar til réttarhöldin gegn henni fara fram í júlí á næsta ári.
Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Tölvupóstsamskipti Maxwell og Epstein birt Tölvupóstar sem bandaríski barnaníðingurinn Jeffrey Epstein og breska athafnakonan og samverkakona hans, Ghislaine Maxwell sendu sín á milli hafa verið birtir ásamt fjölda annarra gagna. 31. júlí 2020 14:10 Mega afhenda 80 skjöl í máli Maxwell Dómari hefur heimilað afhendingu gagna í máli bresku athafnakonunnar Ghislaine Maxwell. 24. júlí 2020 09:05 Óskaði ákærðri samverkakonu Epstein góðs Donald Trump Bandaríkjaforseti óskaði Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu Jeffrey Epstein, góðs á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Maxwell er ákærð fyrir aðild að kynlífsmansali á börnum. 22. júlí 2020 15:48 Maxwell fær ekki lausn gegn tryggingu Dómari í New York hafnaði í dag kröfu lögfræðiteymis hinnar bresku Ghislaine Maxwell 14. júlí 2020 22:52 Ghislaine Maxwell lýsti yfir sakleysi sínu Réttarhöldin yfir Ghislaine Maxwell, samverkakonu og fyrrverandi kærustu auðkýfingsins Jeffrey Epstein, munu hefjast í New York 12. júlí 2021. Þetta varð ljóst í réttarsal í New York í dag þar sem Maxwell lýsti yfir sakleysi sínu. 14. júlí 2020 19:31 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Tölvupóstsamskipti Maxwell og Epstein birt Tölvupóstar sem bandaríski barnaníðingurinn Jeffrey Epstein og breska athafnakonan og samverkakona hans, Ghislaine Maxwell sendu sín á milli hafa verið birtir ásamt fjölda annarra gagna. 31. júlí 2020 14:10
Mega afhenda 80 skjöl í máli Maxwell Dómari hefur heimilað afhendingu gagna í máli bresku athafnakonunnar Ghislaine Maxwell. 24. júlí 2020 09:05
Óskaði ákærðri samverkakonu Epstein góðs Donald Trump Bandaríkjaforseti óskaði Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu Jeffrey Epstein, góðs á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Maxwell er ákærð fyrir aðild að kynlífsmansali á börnum. 22. júlí 2020 15:48
Maxwell fær ekki lausn gegn tryggingu Dómari í New York hafnaði í dag kröfu lögfræðiteymis hinnar bresku Ghislaine Maxwell 14. júlí 2020 22:52
Ghislaine Maxwell lýsti yfir sakleysi sínu Réttarhöldin yfir Ghislaine Maxwell, samverkakonu og fyrrverandi kærustu auðkýfingsins Jeffrey Epstein, munu hefjast í New York 12. júlí 2021. Þetta varð ljóst í réttarsal í New York í dag þar sem Maxwell lýsti yfir sakleysi sínu. 14. júlí 2020 19:31