„Kom eins og þruma úr heiðskíru lofti“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 22. ágúst 2020 18:44 Allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar nema félagsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra fóru í sýnatöku í gær eftir að hafa snætt kvöldverð á hótel Rangá á þriðjudag þar sem upp kom hópsýking í vikunni. Öll sýnin reyndust neikvæð og fara ráðherrar í síðari skimun á mánudaginn. Alls hefur einn starfsmaður og 10 gestir hótelsins reynst smitaðir af Covid-19 en þrír bættust í hópinn síðasta sólahring. „Ég ákvað að loka þarna tímabundið þegar einn starfsmaður reyndist smitaður sem virðist hafa smitast af gesti eða gestum síðustu helgi,“ segir Friðrik Pálsson eigandi Hótels Rangár. Þá hafi allir starfsmenn hótelsins farið í skimun í gær og enginn reynst jákvæður. Nú sé 21 starfsmaður í sóttkví. Friðrik segir að sérhæft fyrirtæki hafi verið fengið til að sótthreina hótelið í dag en það verður lokað næstu vikur. Þetta sé mikið áfall. „Auðvitað kom þetta óskaplega illa við mig. En þetta er bara það sem við allir Íslendingar þurfum að búa við. Í þessu einstaka tilfelli ég get ekki ímyndað mér hvað við hefðum átt að gera öðruvísi til að koma í veg fyrir þetta smit, það kom eins og þruma úr heiðskýru lofti,“ segir Friðrik. Guðni Th. Jóhannesson forseti ÍslandsVísir/Bjarni Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir að hugur hans sé hjá öllum þeim sem þurfa að glíma við veiruna. „Ég óska ráðherrum og öðrum sem eru í smitgát og sóttkví alls hins besta og ég sé ekki betur en að á þessu hafi verið tekið eins og best var á kosið og svo höldum við bara áfram veginn,“ segir Guðni. Allir starfsmenn Barnaskólans í Reykjavík hafa verið sendir í sóttkví eftir að kennari greindist smitaður. Skólasetning fór fram í gær en þar sem viðkomandi aðili var ekki þar hafa engir nemendur eða foreldrar þurft í sóttkví. Níu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, Einn reyndist vera með mótefni gegn veirunni við landamæraskimun en tveir bíða niðurstöðu mótefnamælingar. Átta voru í sóttkví við greiningu. 112 manns eru nú í einangrun. Einn liggur á sjúkrahúsi vegna veirunnar en er ekki á gjörgæslu. Í sóttkví eru 655 og fjölgar þeim um rúmlega hundrað milli daga. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ekkert smit í fyrri skimun ráðherra Niðurstöður hafa fengist úr fyrri skimun ráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og reyndist sýni tekin neikvæð í öllum tilfellum. 22. ágúst 2020 17:55 Nokkrir sem greindust tengjast Hótel Rangá Níu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær en þar voru átta í sóttkví. Nokkrir þeirra tengdust Hótel Rangá. Niðurstöður sýnatöku hjá ráðherrum ríkisstjórnarinnar, sem voru á hótelinu, liggja ekki fyrir. 22. ágúst 2020 11:58 Ríkisstjórnin í skimun eftir smit á Hótel Rangá Ráðherrar ríkisstjórnarinnar munu fara í tvöfalda skimun og viðhafa smitgát 21. ágúst 2020 11:17 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar nema félagsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra fóru í sýnatöku í gær eftir að hafa snætt kvöldverð á hótel Rangá á þriðjudag þar sem upp kom hópsýking í vikunni. Öll sýnin reyndust neikvæð og fara ráðherrar í síðari skimun á mánudaginn. Alls hefur einn starfsmaður og 10 gestir hótelsins reynst smitaðir af Covid-19 en þrír bættust í hópinn síðasta sólahring. „Ég ákvað að loka þarna tímabundið þegar einn starfsmaður reyndist smitaður sem virðist hafa smitast af gesti eða gestum síðustu helgi,“ segir Friðrik Pálsson eigandi Hótels Rangár. Þá hafi allir starfsmenn hótelsins farið í skimun í gær og enginn reynst jákvæður. Nú sé 21 starfsmaður í sóttkví. Friðrik segir að sérhæft fyrirtæki hafi verið fengið til að sótthreina hótelið í dag en það verður lokað næstu vikur. Þetta sé mikið áfall. „Auðvitað kom þetta óskaplega illa við mig. En þetta er bara það sem við allir Íslendingar þurfum að búa við. Í þessu einstaka tilfelli ég get ekki ímyndað mér hvað við hefðum átt að gera öðruvísi til að koma í veg fyrir þetta smit, það kom eins og þruma úr heiðskýru lofti,“ segir Friðrik. Guðni Th. Jóhannesson forseti ÍslandsVísir/Bjarni Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir að hugur hans sé hjá öllum þeim sem þurfa að glíma við veiruna. „Ég óska ráðherrum og öðrum sem eru í smitgát og sóttkví alls hins besta og ég sé ekki betur en að á þessu hafi verið tekið eins og best var á kosið og svo höldum við bara áfram veginn,“ segir Guðni. Allir starfsmenn Barnaskólans í Reykjavík hafa verið sendir í sóttkví eftir að kennari greindist smitaður. Skólasetning fór fram í gær en þar sem viðkomandi aðili var ekki þar hafa engir nemendur eða foreldrar þurft í sóttkví. Níu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, Einn reyndist vera með mótefni gegn veirunni við landamæraskimun en tveir bíða niðurstöðu mótefnamælingar. Átta voru í sóttkví við greiningu. 112 manns eru nú í einangrun. Einn liggur á sjúkrahúsi vegna veirunnar en er ekki á gjörgæslu. Í sóttkví eru 655 og fjölgar þeim um rúmlega hundrað milli daga.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ekkert smit í fyrri skimun ráðherra Niðurstöður hafa fengist úr fyrri skimun ráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og reyndist sýni tekin neikvæð í öllum tilfellum. 22. ágúst 2020 17:55 Nokkrir sem greindust tengjast Hótel Rangá Níu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær en þar voru átta í sóttkví. Nokkrir þeirra tengdust Hótel Rangá. Niðurstöður sýnatöku hjá ráðherrum ríkisstjórnarinnar, sem voru á hótelinu, liggja ekki fyrir. 22. ágúst 2020 11:58 Ríkisstjórnin í skimun eftir smit á Hótel Rangá Ráðherrar ríkisstjórnarinnar munu fara í tvöfalda skimun og viðhafa smitgát 21. ágúst 2020 11:17 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Ekkert smit í fyrri skimun ráðherra Niðurstöður hafa fengist úr fyrri skimun ráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og reyndist sýni tekin neikvæð í öllum tilfellum. 22. ágúst 2020 17:55
Nokkrir sem greindust tengjast Hótel Rangá Níu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær en þar voru átta í sóttkví. Nokkrir þeirra tengdust Hótel Rangá. Niðurstöður sýnatöku hjá ráðherrum ríkisstjórnarinnar, sem voru á hótelinu, liggja ekki fyrir. 22. ágúst 2020 11:58
Ríkisstjórnin í skimun eftir smit á Hótel Rangá Ráðherrar ríkisstjórnarinnar munu fara í tvöfalda skimun og viðhafa smitgát 21. ágúst 2020 11:17