Gylfi: Heyrði ekki hvað Gary Neville sagði um mig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2020 08:00 Gylfi Þór Sigurðsson í leik með Everton á móti Blackpool um helgina þar sem hann skoraði tvö mörk. Getty/Nathan Stirk Gylfi Þór Sigurðsson segist ekki lesa ensku blöðin eða hlusta á knattspyrnusérfræðinga í sjónvarpinu. Gagnrýnin á íslenska landsliðsmanninn fer því framhjá honum sem er kannski eins gott miðað við síðasta tímabil. Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson hefur ekki verið að spila sína náttúrulegu stöðu síðan að Carlo Ancelotti tók við liði Everton og hann ræddi nýja hlutverkið í viðtali við staðarblaðið í Liverpool. Gylfi Þór Sigurðsson minnti heldur betur á sig um helgina þegar hann skorað tvö mörk og lagði upp eitt að auki í æfingarleik með Everton. Hann ræddi líka stöðu sína við Liverpool Echo blaðið. Gylfi talaði við blaðamann Liverpool Echo um nýju leikstöðina sem Carlo Ancelotti lét hann spila á síðasta tímabili. Ancelotti færði Gylfa aftar á völlinn og hann kom oft ekki mikið við sögu þegar kom að því að klára sóknir Everton liðsins. Það var vissulega auðvelt að benda á það að tölurnar yfir mörk og stoðsendingar hrundu á síðustu leiktíð eftir þrettán marka og sex stoðsendinga tímabil 2018-19 en Gylfi endaði með tvö mörk og þrjár stoðsendingar. Gylfi segir líka að hann hafi þurft að fjarlægast sinn náttúrulega leik til að geta skilað nýju stöðunni. Sigurdsson on his position, future and more https://t.co/t4ORP8V9Gl— Everton FC News (@LivEchoEFC) August 23, 2020 Marco Silva spilaði 4-2-3-1 leikkerfið með Gylfa oftast í holunni en Carlo Ancelotti vill spila 4-4-2. Ancelotti er sagður ætla að styrkja liðið á miðjusvæðinu og þar hafa verið nefndir leikmenn eins og Allan og Abdoulaye Doucoure. Gylfi var oft harðlega gagnrýndur á síðasta tímabili þar af einu sinni af Gary Neville á Sky Sports sem var allt annað en sáttur með íslenska landsliðsmanninn í tapleik á móti Tottenham í síðasta mánuði. Gylfi sagði viðtalinu við Liverpool Echo að hann hafi ekki heyrt það sem Gary Neville sagði um hann og hann hafi bara áhuga á áliti eins manns sem er skoðun knattspyrnustjórans Carlo Ancelotti. It s like Carlo Ancelotti was listening to Gary Neville on comms laying into Gylfi Sigurdsson... https://t.co/r76aLK13ep— Molly Hudson (@M0lly_Writes) July 6, 2020 Gylfi segir að Ancelotti hafi verið ánægður með hann en jafnframt að það hafi reynt á hann að spila ekki sína náttúrulegu stöðu. Ancelotti kom Gylfa líka til varnar í framhaldinu. „Það er orðið þægilegra fyrir mig að spila þarna núna. Ég hef samt alltaf sagt að þetta er gjörólík staða,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson. „Þegar vængmennirnir hafa boltann og eru að búa sig undir að gefa boltann fyrir þá er ég vanur að koma mér inn í teig til að reyna að skora. Núna þarf ég hins vegar að halda stöðunni til að passa upp á mögulega skyndisókn mótherjann,“ sagði Gylfi. „Stundum vil ég samt koma mér inn í teig en þá heyri ég í mönnum eins og Mason segja: Ekki fara, ekki fara, ekki fara. Það er gjörólíkt og þú verður að hugsa leikinn öðruvísi. Mitt starf er núna að reyna að byrja sóknirnar í stað þess að klára þær,“ sagði Gylfi. Carlo Ancelotti hefur samt ekki rætt mikið við hann um þessa nýju stöðu. „Við höfum ekki talað mikið saman um þetta. Þetta snýst bara um að staðsetja sig rétt, halda stöðu og gera það sem hann vill að ég geri með og án bolta,“ sagði Gylfi. | Top bins from Gylfi!#EFC pic.twitter.com/QyIQAsfyO2— Everton (@Everton) August 22, 2020 Gagnrýnin á Gylfa hefur ekki farið framhjá íslensku knattspyrnuáhugafólki en virðist fara framhjá Gylfa sjálfum. „Ég hef ekki áhyggjur af framtíð minni hér. Stjórinn hefur verið ánægður með mig og ég er augljóslega að spila allt aðra stöðu. Ég les ekki fréttamiðlana,“ sagði Gylfi. „Það eina sem skiptir máli er skoðun stjórans á mér. Ef hann er ánægður þá er ég að gera eitthvað rétt. Ef hann er ekki ánægður með mig þá þarf ég bara að æfa enn betur og gera betur það sem hann vill að ég geri,“ sagði Gylfi „Ég hef verið að spila tíuna, áttuna og sexuna á æfingunum. Við tölum samt ekki mikið um þetta. Ég mun bara spila þar sem að hann vill að ég spili,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson. Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson segist ekki lesa ensku blöðin eða hlusta á knattspyrnusérfræðinga í sjónvarpinu. Gagnrýnin á íslenska landsliðsmanninn fer því framhjá honum sem er kannski eins gott miðað við síðasta tímabil. Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson hefur ekki verið að spila sína náttúrulegu stöðu síðan að Carlo Ancelotti tók við liði Everton og hann ræddi nýja hlutverkið í viðtali við staðarblaðið í Liverpool. Gylfi Þór Sigurðsson minnti heldur betur á sig um helgina þegar hann skorað tvö mörk og lagði upp eitt að auki í æfingarleik með Everton. Hann ræddi líka stöðu sína við Liverpool Echo blaðið. Gylfi talaði við blaðamann Liverpool Echo um nýju leikstöðina sem Carlo Ancelotti lét hann spila á síðasta tímabili. Ancelotti færði Gylfa aftar á völlinn og hann kom oft ekki mikið við sögu þegar kom að því að klára sóknir Everton liðsins. Það var vissulega auðvelt að benda á það að tölurnar yfir mörk og stoðsendingar hrundu á síðustu leiktíð eftir þrettán marka og sex stoðsendinga tímabil 2018-19 en Gylfi endaði með tvö mörk og þrjár stoðsendingar. Gylfi segir líka að hann hafi þurft að fjarlægast sinn náttúrulega leik til að geta skilað nýju stöðunni. Sigurdsson on his position, future and more https://t.co/t4ORP8V9Gl— Everton FC News (@LivEchoEFC) August 23, 2020 Marco Silva spilaði 4-2-3-1 leikkerfið með Gylfa oftast í holunni en Carlo Ancelotti vill spila 4-4-2. Ancelotti er sagður ætla að styrkja liðið á miðjusvæðinu og þar hafa verið nefndir leikmenn eins og Allan og Abdoulaye Doucoure. Gylfi var oft harðlega gagnrýndur á síðasta tímabili þar af einu sinni af Gary Neville á Sky Sports sem var allt annað en sáttur með íslenska landsliðsmanninn í tapleik á móti Tottenham í síðasta mánuði. Gylfi sagði viðtalinu við Liverpool Echo að hann hafi ekki heyrt það sem Gary Neville sagði um hann og hann hafi bara áhuga á áliti eins manns sem er skoðun knattspyrnustjórans Carlo Ancelotti. It s like Carlo Ancelotti was listening to Gary Neville on comms laying into Gylfi Sigurdsson... https://t.co/r76aLK13ep— Molly Hudson (@M0lly_Writes) July 6, 2020 Gylfi segir að Ancelotti hafi verið ánægður með hann en jafnframt að það hafi reynt á hann að spila ekki sína náttúrulegu stöðu. Ancelotti kom Gylfa líka til varnar í framhaldinu. „Það er orðið þægilegra fyrir mig að spila þarna núna. Ég hef samt alltaf sagt að þetta er gjörólík staða,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson. „Þegar vængmennirnir hafa boltann og eru að búa sig undir að gefa boltann fyrir þá er ég vanur að koma mér inn í teig til að reyna að skora. Núna þarf ég hins vegar að halda stöðunni til að passa upp á mögulega skyndisókn mótherjann,“ sagði Gylfi. „Stundum vil ég samt koma mér inn í teig en þá heyri ég í mönnum eins og Mason segja: Ekki fara, ekki fara, ekki fara. Það er gjörólíkt og þú verður að hugsa leikinn öðruvísi. Mitt starf er núna að reyna að byrja sóknirnar í stað þess að klára þær,“ sagði Gylfi. Carlo Ancelotti hefur samt ekki rætt mikið við hann um þessa nýju stöðu. „Við höfum ekki talað mikið saman um þetta. Þetta snýst bara um að staðsetja sig rétt, halda stöðu og gera það sem hann vill að ég geri með og án bolta,“ sagði Gylfi. | Top bins from Gylfi!#EFC pic.twitter.com/QyIQAsfyO2— Everton (@Everton) August 22, 2020 Gagnrýnin á Gylfa hefur ekki farið framhjá íslensku knattspyrnuáhugafólki en virðist fara framhjá Gylfa sjálfum. „Ég hef ekki áhyggjur af framtíð minni hér. Stjórinn hefur verið ánægður með mig og ég er augljóslega að spila allt aðra stöðu. Ég les ekki fréttamiðlana,“ sagði Gylfi. „Það eina sem skiptir máli er skoðun stjórans á mér. Ef hann er ánægður þá er ég að gera eitthvað rétt. Ef hann er ekki ánægður með mig þá þarf ég bara að æfa enn betur og gera betur það sem hann vill að ég geri,“ sagði Gylfi „Ég hef verið að spila tíuna, áttuna og sexuna á æfingunum. Við tölum samt ekki mikið um þetta. Ég mun bara spila þar sem að hann vill að ég spili,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson.
Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Sjá meira