Yrja átti fimm hvolpa en átti samt ekki að geta átt hvolpa Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. apríl 2020 19:30 Husky tíkin Yrja á Hvolsvelli kom eigendum sínum heldur betur á óvart þegar hún gaut fimm hvolpum því það var búið að segja þeim að hún væri ófrjó. Pabbi hvolpanna er þekktur hundur sem þefur upp lóðatíkur og opnar hurðir þar sem þær eiga heima á Hvolsvelli. Það fer vel um Yrju með hvolpana sína fimm, eina tík og fjóra rakka í sérsmíðuðu bæli heima hjá sér á Hvolsvelli hjá Berglindi Sigmundsdóttur og Arngrími Einarssyni. Þegar þau fengu Yrju þá tveggja ára frá ræktanda hennar voru þau fullvissuð um að hún væri ófrjó og gæti því aldrei eignast hvolpa en reyndin varð allt önnur. Yrja hagaði sér mjög undarlega fyrri gotið. „Við fengum greiningu á að hún væri með flóðmigu en okkur fannst það ekki passa en við hlýddum dýralækninum og gáfum henni lyf. Síðan skyndilega tveimur vikur eftir að hún hafði verið á þessum lyfjum þá fer hún að fá krampa. Við hringjum á dýravaktina og fáum upplýsingar um að koma með hana í sónar. Við gerum það og þegar hún er að labba inn um dyrnar þá byrjar hún að gjóta. Það kom okkur alveg af óvörum, algjör vorboði þessi elska að gefa okkur hvolpa í fangið núna þegar ástandið eins og það er“, segir Berglind. Berglind og Arngrímur á Hvolsvelli eru alsæl með hvolpana hennar Yrju og segja að nú rigni inn beiðnir til þeirra um að fá hvolp.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En hver er pabbi hvolpanna fimm á Hvolsvelli? „Það er hundur hér í sveitinni sem er orðin ansi flinkur við að þefa uppi lóðandi tíkur og opna útidyra hurðirnar hjá þeim og við lentum í því í janúar að það var einn voða sætur sem lág bara á húninum hjá okkur og einn morguninn hleypti hann Yrju út og hún var frá okkur í tíu til fimmtán mínútur og það hvarflaði ekki að okkur að eitthvað svona gæti gerst“, bætir Berglind við. Berglind segir Yrju mjög góða mömmu, hún mjólki vel fyrir hvolpana sína og sinni þeim einstaklega vel. Það rignir inn beiðnum til Berglindar og Arngríms um að fá hvolp enda eru þær einstaklega sætir og fínir, blanda af Border Colly og Husky. Rangárþing eystra Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Husky tíkin Yrja á Hvolsvelli kom eigendum sínum heldur betur á óvart þegar hún gaut fimm hvolpum því það var búið að segja þeim að hún væri ófrjó. Pabbi hvolpanna er þekktur hundur sem þefur upp lóðatíkur og opnar hurðir þar sem þær eiga heima á Hvolsvelli. Það fer vel um Yrju með hvolpana sína fimm, eina tík og fjóra rakka í sérsmíðuðu bæli heima hjá sér á Hvolsvelli hjá Berglindi Sigmundsdóttur og Arngrími Einarssyni. Þegar þau fengu Yrju þá tveggja ára frá ræktanda hennar voru þau fullvissuð um að hún væri ófrjó og gæti því aldrei eignast hvolpa en reyndin varð allt önnur. Yrja hagaði sér mjög undarlega fyrri gotið. „Við fengum greiningu á að hún væri með flóðmigu en okkur fannst það ekki passa en við hlýddum dýralækninum og gáfum henni lyf. Síðan skyndilega tveimur vikur eftir að hún hafði verið á þessum lyfjum þá fer hún að fá krampa. Við hringjum á dýravaktina og fáum upplýsingar um að koma með hana í sónar. Við gerum það og þegar hún er að labba inn um dyrnar þá byrjar hún að gjóta. Það kom okkur alveg af óvörum, algjör vorboði þessi elska að gefa okkur hvolpa í fangið núna þegar ástandið eins og það er“, segir Berglind. Berglind og Arngrímur á Hvolsvelli eru alsæl með hvolpana hennar Yrju og segja að nú rigni inn beiðnir til þeirra um að fá hvolp.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En hver er pabbi hvolpanna fimm á Hvolsvelli? „Það er hundur hér í sveitinni sem er orðin ansi flinkur við að þefa uppi lóðandi tíkur og opna útidyra hurðirnar hjá þeim og við lentum í því í janúar að það var einn voða sætur sem lág bara á húninum hjá okkur og einn morguninn hleypti hann Yrju út og hún var frá okkur í tíu til fimmtán mínútur og það hvarflaði ekki að okkur að eitthvað svona gæti gerst“, bætir Berglind við. Berglind segir Yrju mjög góða mömmu, hún mjólki vel fyrir hvolpana sína og sinni þeim einstaklega vel. Það rignir inn beiðnum til Berglindar og Arngríms um að fá hvolp enda eru þær einstaklega sætir og fínir, blanda af Border Colly og Husky.
Rangárþing eystra Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent