Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, hefur dregið Harry Maguire úr enska landsliðshópnum.
Enski miðvörðurinn hefur verið mikið í fréttum undanfarna daga eftir að hann var handtekinn fyrir helgi á Grikklandi.
Maguire var handtekinn á Mykonos þar sem hann hafði verið í fríi og í dag var hann dæmdur í skilorðsbundið fangelsi.
Southgate hefur því ákveðið að draga Maguire úr hópnum en hann hafði verið valinn í enska hópinn fyrst um sinn.
Enski þjálfarinn segir í yfirlýsingu sinni að hann hafi tekið ákvörðun sem væri öllum fyrir bestu og hún væri í samráði við Man. United.
England mætir Íslandi laugardaginn 5. september og þremur dögum síðar spila þeir við Danmörku á Parken.