„Fínpússaður“ Trump til sýnis Samúel Karl Ólason skrifar 26. ágúst 2020 10:32 Donald og Melania Trump. AP/Evan Vucci Fínpússuð útgáfa af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, var til sýnis á öðru kvöldi landsfundar Repúblikanaflokksins. Með því vilja Trump-liðar ná til kjósenda sem eru ekki sáttir við framferði forsetans. Trump og Repúblikanaflokkurinn hafa þar að auki beitt forsetaembættinu og hinu opinbera í þágu endurkjörs hans. Á öðru kvöldi landsfundar Repúblikanaflokksins náðaði Trump bankaræningja og innflytjendur voru gerðir að bandarískum ríkisborgurum. Ræður voru fluttar frá Hvíta húsinu og Mike Pompeo, utanríkisráðherra, braut reglur ráðuneytisins og hélt ræðu. Demókratar ætla að rannsaka hvort ræða Pompeo hafi brotið gegn Hatch-lögunum sem eiga að tryggja að ríkisreksturinn sé laus við pólitík. Eins og á fyrsta kvöldinu virðist sem að fundurinn snúist aðeins um eitt. Það er Donald Trump sjálfan. Ræðumenn kvöldsins í gær skiptust á að lofa Trump og í leiðinni fegra ímynd hans en meðal ræðumanna var eiginkona Trump, sonur hans og dóttir. Fjölmiðlar vestanhafs segja að ræðumenn gærkvöldsins hafi farið mjög frjálslega með sannleikann. Meðal annars var honum lýst sem forseta sem tekur innflytjendum fagnandi, í stað þess að vera forseti sem hefur sett einhverjar ströngustu og umdeildustu reglur Bandaríkjanna varðandi innflytjendur. Honum var lýst sem forseta sem reyndi að miðla málum í deilu Bandaríkjamanna vegna kerfisbundins rasisma, í stað þess að ýta undir sundrung. Efnahagi Bandaríkjanna var einnig lýst eins og hann væri á blússandi siglingu, þegar hann er það ekki. Þá var Trump lýst sem miklum baráttumanni fyrir réttindi kvenna, en ummæli hans og aðgerðir gefa það ekki til kynna. Flestir ræðumenn töluðu þar að auki, eins og þeir gerðu fyrra kvöldið, eins og faraldur nýju kórónuveirunnar væri liðinn. Ekki að þúsundir Bandaríkjamanna smitist á hverjum degi. Rúmlega 178 þúsund manns hafa dáið, samkvæmt opinberum tölum. Eins og það er orðað í greiningu AP fréttaveitunnar; vilja starfsmenn framboðs Trump og flokksins að kjósendur trúi þessari fínpússuðu ímynd forsetans, í stað þeirrar sem hann sýnir á degi hverjum og grunnstuðningsmenn hans virðast dýrka. Sá forseti hefur þó ekki vakið mikla lukku meðal miðlægra Repúblikana og annarra, eins og háskólamenntaðra kvenna. Trump vill ólmur fá stuðning þeirra aftur. Larry Kudlow, efnahagsráðgjafi Trump, var meðal ræðumanna kvöldsins og sagði hann að Trump væri bestur til þess fallinn að koma efnahagnum á fullt ról á nýjan leik. Joe Biden, mótframbjóðandi Trump, myndi ekki gera það og gagnrýndi hann Biden fyrir að vilja skattleggja ríkustu Bandaríkjamennina. Þingmaðurinn Rand Paul sagði Trump vera „jarðbundinn“ mann sem virtist bara vera eðlilegur maður sem vildi hjálpa til við mannúðarstörf. Hann hataði stríð og ef Biden yrði kjörinn myndi hann halda stríðsrekstri Bandaríkjanna á heimsvísu áfram. Hér er vert að taka fram að Trump hefur verið meinað að reka góðgerðasamtök, án sérstaks leyfis, eftir að hann og synir hans voru sakaðir um að misnota fjármuni samtakanna eins og eigin sparibauk. Verndari trúnnar Cissie Graham Lynch, barnabarn hins víðfræga predikara Billy Graham, sagði Trump berjast fyrir trúað fólk. Hann skipaði dómara sem væru sömu trúar. Demókratar vildu þvinga alla til að „brjóta gegn eigin sannfæringu“ og þvinga skóla til að „leyfa strákum að keppa í stelpuíþróttum og nota stelpuklefa“. „Ég veit að þið eruð sammála mér þegar ég segi að enginn í Bandaríkjunum hafi verið fórnarlamb jafn ósanngjarnar fjölmiðlaumfjöllunar og Donald Trump, forseti.“ Þetta sagði Nicholas Sandmann, sem unnið hefur dómsmál gegn nokkrum stórum fjölmiðlum í Bandaríkjunum vegna umfjöllunar um atvik sem kom upp í janúar í fyrra. Þá var Nicholas sakaður um að hafa vanvirt aldraðan mann af indjánaættum á mótmælum í Washington DC. „Sannleikurinn var ekki mikilvægur. Að keyra áfram and-kristni, and-íhaldssama og and-Trump boðskap þeirra var allt sem skipti máli,“ sagði Sandmann. Pam Bondi, fyrrverandi dómsmálaráðherra Flórída, hélt einnig ræðu. Hún varði tíma sínum í að varpa fram ásökunum um spillingu gegn fjölskyldu Biden, sem eru ásakanir sem Trump sjálfur hefur ítrekað beitt, án þess að geta sannað þær. Bondi sagði börn Biden hafa nýtt sér stöðu hans í embætti varaforseta til að hagnast. Fjölskylda Biden hefur ávalt hafnað þeim ásökunum. Bondi sjálf kom að málefni hinna umdeildu Trump samtaka, góðgerðastofnun Trump. Árið 2013 notaði Trump fé sem góðgerðasamtökin höfðu safnað og gaf það til framboðs hennar til dómsmálaráðherra. Í framhaldi af því ákvað hún að sækja ekki mál gegn Trump-háskólanum og var hún sökuð um að hafa tekið við mútum frá Trump. Hún neitaði þó sök. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Fínpússuð útgáfa af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, var til sýnis á öðru kvöldi landsfundar Repúblikanaflokksins. Með því vilja Trump-liðar ná til kjósenda sem eru ekki sáttir við framferði forsetans. Trump og Repúblikanaflokkurinn hafa þar að auki beitt forsetaembættinu og hinu opinbera í þágu endurkjörs hans. Á öðru kvöldi landsfundar Repúblikanaflokksins náðaði Trump bankaræningja og innflytjendur voru gerðir að bandarískum ríkisborgurum. Ræður voru fluttar frá Hvíta húsinu og Mike Pompeo, utanríkisráðherra, braut reglur ráðuneytisins og hélt ræðu. Demókratar ætla að rannsaka hvort ræða Pompeo hafi brotið gegn Hatch-lögunum sem eiga að tryggja að ríkisreksturinn sé laus við pólitík. Eins og á fyrsta kvöldinu virðist sem að fundurinn snúist aðeins um eitt. Það er Donald Trump sjálfan. Ræðumenn kvöldsins í gær skiptust á að lofa Trump og í leiðinni fegra ímynd hans en meðal ræðumanna var eiginkona Trump, sonur hans og dóttir. Fjölmiðlar vestanhafs segja að ræðumenn gærkvöldsins hafi farið mjög frjálslega með sannleikann. Meðal annars var honum lýst sem forseta sem tekur innflytjendum fagnandi, í stað þess að vera forseti sem hefur sett einhverjar ströngustu og umdeildustu reglur Bandaríkjanna varðandi innflytjendur. Honum var lýst sem forseta sem reyndi að miðla málum í deilu Bandaríkjamanna vegna kerfisbundins rasisma, í stað þess að ýta undir sundrung. Efnahagi Bandaríkjanna var einnig lýst eins og hann væri á blússandi siglingu, þegar hann er það ekki. Þá var Trump lýst sem miklum baráttumanni fyrir réttindi kvenna, en ummæli hans og aðgerðir gefa það ekki til kynna. Flestir ræðumenn töluðu þar að auki, eins og þeir gerðu fyrra kvöldið, eins og faraldur nýju kórónuveirunnar væri liðinn. Ekki að þúsundir Bandaríkjamanna smitist á hverjum degi. Rúmlega 178 þúsund manns hafa dáið, samkvæmt opinberum tölum. Eins og það er orðað í greiningu AP fréttaveitunnar; vilja starfsmenn framboðs Trump og flokksins að kjósendur trúi þessari fínpússuðu ímynd forsetans, í stað þeirrar sem hann sýnir á degi hverjum og grunnstuðningsmenn hans virðast dýrka. Sá forseti hefur þó ekki vakið mikla lukku meðal miðlægra Repúblikana og annarra, eins og háskólamenntaðra kvenna. Trump vill ólmur fá stuðning þeirra aftur. Larry Kudlow, efnahagsráðgjafi Trump, var meðal ræðumanna kvöldsins og sagði hann að Trump væri bestur til þess fallinn að koma efnahagnum á fullt ról á nýjan leik. Joe Biden, mótframbjóðandi Trump, myndi ekki gera það og gagnrýndi hann Biden fyrir að vilja skattleggja ríkustu Bandaríkjamennina. Þingmaðurinn Rand Paul sagði Trump vera „jarðbundinn“ mann sem virtist bara vera eðlilegur maður sem vildi hjálpa til við mannúðarstörf. Hann hataði stríð og ef Biden yrði kjörinn myndi hann halda stríðsrekstri Bandaríkjanna á heimsvísu áfram. Hér er vert að taka fram að Trump hefur verið meinað að reka góðgerðasamtök, án sérstaks leyfis, eftir að hann og synir hans voru sakaðir um að misnota fjármuni samtakanna eins og eigin sparibauk. Verndari trúnnar Cissie Graham Lynch, barnabarn hins víðfræga predikara Billy Graham, sagði Trump berjast fyrir trúað fólk. Hann skipaði dómara sem væru sömu trúar. Demókratar vildu þvinga alla til að „brjóta gegn eigin sannfæringu“ og þvinga skóla til að „leyfa strákum að keppa í stelpuíþróttum og nota stelpuklefa“. „Ég veit að þið eruð sammála mér þegar ég segi að enginn í Bandaríkjunum hafi verið fórnarlamb jafn ósanngjarnar fjölmiðlaumfjöllunar og Donald Trump, forseti.“ Þetta sagði Nicholas Sandmann, sem unnið hefur dómsmál gegn nokkrum stórum fjölmiðlum í Bandaríkjunum vegna umfjöllunar um atvik sem kom upp í janúar í fyrra. Þá var Nicholas sakaður um að hafa vanvirt aldraðan mann af indjánaættum á mótmælum í Washington DC. „Sannleikurinn var ekki mikilvægur. Að keyra áfram and-kristni, and-íhaldssama og and-Trump boðskap þeirra var allt sem skipti máli,“ sagði Sandmann. Pam Bondi, fyrrverandi dómsmálaráðherra Flórída, hélt einnig ræðu. Hún varði tíma sínum í að varpa fram ásökunum um spillingu gegn fjölskyldu Biden, sem eru ásakanir sem Trump sjálfur hefur ítrekað beitt, án þess að geta sannað þær. Bondi sagði börn Biden hafa nýtt sér stöðu hans í embætti varaforseta til að hagnast. Fjölskylda Biden hefur ávalt hafnað þeim ásökunum. Bondi sjálf kom að málefni hinna umdeildu Trump samtaka, góðgerðastofnun Trump. Árið 2013 notaði Trump fé sem góðgerðasamtökin höfðu safnað og gaf það til framboðs hennar til dómsmálaráðherra. Í framhaldi af því ákvað hún að sækja ekki mál gegn Trump-háskólanum og var hún sökuð um að hafa tekið við mútum frá Trump. Hún neitaði þó sök.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent