Tónlist

ZÖE frumsýnir myndband við lagið Shook

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
ZÖE Artist Photo 3
Aðsend mynd

Vísir frumsýnir í dag myndbandið við lagið Shook frá tónlistarkonunni og pródúsentinum ZÖE, sem er þekktust fyrir lagið sitt Let Me Fall sem var titillag myndarinnar Lof Mér Að Falla.  Lagið Shook er fyrsta lag af komandi breiðskífu hennar sem er væntanleg á næsta ári.

Lagið er fjörugt og fjallar um tilfinningarlegt frelsi og innri kraft. Meðan lagið hljóðlega séð er nokkuð frábrugðið því efni sem ZÖE hefur sent frá þér þá inniheldur það helstu kennileiti hennar hvað varðar textasmíðar og laga- og upptökugerð.

Fyrr á árinu samdi ZÖE við Alda Music um útgáfu á komandi plötunni. ZÖE segir að lagið fjalli um breytingar. Þegar við áttum okkur á því að við eigum lausnirnar líka, ekki bara vandamálin okkar og takmarkanir.

„Krafturinn innra með okkur verður frelsið.“

Myndbandið við Shook má sjá hér að neðan en leikstjóri myndbands er Birta Rán Björgvinsdóttir.

Klippa: ZÖE - Shook





Fleiri fréttir

Sjá meira


×