Stór skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. ágúst 2020 16:19 Skjálftinn varð austast í Fagradalsfjalli um 10 kílómetrum norðaustur af Grindavík samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Uppfært 16:56: Samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands var skjálftinn 4,2 að stærð og varð hann austast í Fagradalsfjalli um 10 kílómetrum norðaustur af Grindavík. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu fundu fyrir vænum hristingi um korter yfir fjögur. Fréttastofu hafa borist símtöl og greinilegt að mjög margir hafa orðið skjálftans varir. Á vef Veðurstofu Íslands kemur fram að stærð skjálftans, sjálfvirkt mat, hafi verið 4,6 og upptök séu um 2,4 kílómetra suðaustur af Keili. Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að verið sé að fara yfir skjálftann. Hann sé líklega eitthvað um og yfir 4 að stærð. „Við heyrðum strax frá fólki í Grindavík sem fann náttúrulega fyrir honum. Hlutir í hillum hristust og marraði í veggjum. Þessi er aðeins stærri en sá fyrr í dag,“ segir Einar Bessi. Virknin er líklega af völdum spennubreytinga vegna endurtekinna kvikuinnskota á Reykjanesskaga sem hófst í lok janúar á þessu ári, að sögn Einars. Von er á tilkynningu með frekari upplýsingum fljótlega. Klukkan 13:43 varð annar skjálfti 3,7 að stærð frá Grindavík. Skjálftinn fannst víða á Reykjanesskaga, á höfuðborgarsvæðinu og alveg norður á Akranes. Mikil skjálftavirkni er á svæðinu eins og sjá má í skjálftatöflu á vef Veðurstofunnar. Á vef Veðurstofunnar kemur fram að skjálftinn hafi orðið 2,7 kílómetra austur af Fagradalsfjalli eða um tíu kílómetrum norðaustur af Grindavík. Skjálftahrina hefur verið í gangi á svæðinu, en klukkan 7:10 í morgun varð skjálfti 2,8 að stærð á sömu slóðum. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Hafnarfjörður Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fleiri fréttir Dramatískar breytingar hjá Flokki fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
Uppfært 16:56: Samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands var skjálftinn 4,2 að stærð og varð hann austast í Fagradalsfjalli um 10 kílómetrum norðaustur af Grindavík. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu fundu fyrir vænum hristingi um korter yfir fjögur. Fréttastofu hafa borist símtöl og greinilegt að mjög margir hafa orðið skjálftans varir. Á vef Veðurstofu Íslands kemur fram að stærð skjálftans, sjálfvirkt mat, hafi verið 4,6 og upptök séu um 2,4 kílómetra suðaustur af Keili. Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að verið sé að fara yfir skjálftann. Hann sé líklega eitthvað um og yfir 4 að stærð. „Við heyrðum strax frá fólki í Grindavík sem fann náttúrulega fyrir honum. Hlutir í hillum hristust og marraði í veggjum. Þessi er aðeins stærri en sá fyrr í dag,“ segir Einar Bessi. Virknin er líklega af völdum spennubreytinga vegna endurtekinna kvikuinnskota á Reykjanesskaga sem hófst í lok janúar á þessu ári, að sögn Einars. Von er á tilkynningu með frekari upplýsingum fljótlega. Klukkan 13:43 varð annar skjálfti 3,7 að stærð frá Grindavík. Skjálftinn fannst víða á Reykjanesskaga, á höfuðborgarsvæðinu og alveg norður á Akranes. Mikil skjálftavirkni er á svæðinu eins og sjá má í skjálftatöflu á vef Veðurstofunnar. Á vef Veðurstofunnar kemur fram að skjálftinn hafi orðið 2,7 kílómetra austur af Fagradalsfjalli eða um tíu kílómetrum norðaustur af Grindavík. Skjálftahrina hefur verið í gangi á svæðinu, en klukkan 7:10 í morgun varð skjálfti 2,8 að stærð á sömu slóðum.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Hafnarfjörður Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fleiri fréttir Dramatískar breytingar hjá Flokki fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira