Reynir Pétur gefur út munnhörpudisk Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. maí 2020 20:00 Reynir Pétur á Sólheimum í Grímsnes og Grafningshreppi fagnar því þessa dagana að nú eru 35 ár liðin frá því að hann gekk hringinn í kringum landið fyrstur manna. Reynir Pétur er enn duglegur að ganga en aðaláhugamálið hans í dag er þó munnhörpuleikur en hann er að fara að gefa út geisladisk þar sem hann spilar á munnhörpuna sína. Reynir Pétur Steinunnarson, sem er rúmlega sjötugur er alltaf á fleygiferð og alltaf meira en nóg að gera hjá honum á Sólheimum. Fyrir 35 árum síðan þá var hann að ganga hringinn í kringum landið en þá gekk hann 1472 kílómetra á 32 dögum í Íslandsgöngu sinni. „Mér þykir þetta lyginni líkast að þetta gerðist fyrir 35 árum og ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið að framkvæma þetta. Það var margt mjög skemmtilegt við gönguna, ég sá mikið af fallegu landslagi, og svo mætti ég fullt af flottu fólki á leiðinni,“ segir Reynir Pétur. Nú eru 35 ár frá því að Reynir Pétur gekk hringinn í kringum landið, fyrstur manna á Íslandi.EinkasafnEn myndi Reynir Pétur treysta sér að ganga aftur hringinn í dag? „Maður þyrfti þá að hafa allan aðbúnað eins og ég orða það, það yrði mikil fyrirhöfn og allt sem því fylgir, þannig að ég get ekki svarað því“. Reynir Pétur gengur enn mikið í dag og hann er líka duglegur að hjóla. En það sem á allan hug hans í dag er að spila á munnhörpuna sína. „Heyrðu, það er að koma út ný plata með sumrinu. Nú skalt þú vera fljótur að ná þér í eitt eintak þegar hún kemur. Það verður að koma í ljós hvernig diskur þetta verður, sjón eru sögu ríkari, ég vil ekkert gefa upp, þú verður bara að heimsækja karlinn“, segir Reynir Pétur. Ekki er ólíklegt að Reynir Pétur verði duglegur að spila á munnhörpuna fyrir gesti sem heimsækja Sólheima í sumar á 90 ára afmæli staðarins og þá reynir hann örugglega að koma nýja disknum líka út. Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Reynir Pétur á Sólheimum í Grímsnes og Grafningshreppi fagnar því þessa dagana að nú eru 35 ár liðin frá því að hann gekk hringinn í kringum landið fyrstur manna. Reynir Pétur er enn duglegur að ganga en aðaláhugamálið hans í dag er þó munnhörpuleikur en hann er að fara að gefa út geisladisk þar sem hann spilar á munnhörpuna sína. Reynir Pétur Steinunnarson, sem er rúmlega sjötugur er alltaf á fleygiferð og alltaf meira en nóg að gera hjá honum á Sólheimum. Fyrir 35 árum síðan þá var hann að ganga hringinn í kringum landið en þá gekk hann 1472 kílómetra á 32 dögum í Íslandsgöngu sinni. „Mér þykir þetta lyginni líkast að þetta gerðist fyrir 35 árum og ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið að framkvæma þetta. Það var margt mjög skemmtilegt við gönguna, ég sá mikið af fallegu landslagi, og svo mætti ég fullt af flottu fólki á leiðinni,“ segir Reynir Pétur. Nú eru 35 ár frá því að Reynir Pétur gekk hringinn í kringum landið, fyrstur manna á Íslandi.EinkasafnEn myndi Reynir Pétur treysta sér að ganga aftur hringinn í dag? „Maður þyrfti þá að hafa allan aðbúnað eins og ég orða það, það yrði mikil fyrirhöfn og allt sem því fylgir, þannig að ég get ekki svarað því“. Reynir Pétur gengur enn mikið í dag og hann er líka duglegur að hjóla. En það sem á allan hug hans í dag er að spila á munnhörpuna sína. „Heyrðu, það er að koma út ný plata með sumrinu. Nú skalt þú vera fljótur að ná þér í eitt eintak þegar hún kemur. Það verður að koma í ljós hvernig diskur þetta verður, sjón eru sögu ríkari, ég vil ekkert gefa upp, þú verður bara að heimsækja karlinn“, segir Reynir Pétur. Ekki er ólíklegt að Reynir Pétur verði duglegur að spila á munnhörpuna fyrir gesti sem heimsækja Sólheima í sumar á 90 ára afmæli staðarins og þá reynir hann örugglega að koma nýja disknum líka út.
Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira