Beittu lögreglutökum á fimmtán ára stúlku Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. ágúst 2020 06:15 Lögreglan segir stúlkuna hafa látið ófriðlega í Breiðholti í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Lögreglan segist hafa beitt 15 ára stúlku valdi í Breiðholti í gærkvöld, sem hafi verið ölvuð og látið ófriðlega. Dagbók lögreglunnar ber með sér að þegar lögreglumenn höfðu afskipti af stúlkunni við verslunarmiðstöð á ellefta tímanum hafi hún neitað að segja til nafns eða gefa upp kennitölu. Hún hafi því næst kastað stól að lögreglumönnunum, reynt að slá þá og neitað að fara að fyrirmælum þeirra. Af þeim sökum segist lögreglan hafa fært stúlkuna „í lögreglutök“ án þess að það sé útskýrt nánar. Henni hafi hins vegar að endingu verið sleppt í hendur móður sinnar. Ekki fylgir sögunni hvort hún hafi sótt hana í verslunarmiðstöðina eða á lögreglustöð eða hvort af þessu verði einhver eftirmál. Tvö innbrot komu jafnframt inn á borð lögreglu ef marka má dagbók hennar. Þannig á að hafa verið brotist inn í veitingahús á Laugavegi á þriðja tímanum. Ekki er þó vitað hverju var stolið, „mögulega áfengi“ giskar lögreglan. Skömmu síðar segir lögreglan að brotist hafi verið inn í verslun í Hamraborg í Kópavogi. Þar á innbrotsþjófur að hafa brotið rúðu, farið inn og látið greipar sópa. Er hann t.d. sagður hafa stolið peningum úr versluninni og ætla má að málið sé til rannsóknar. Karlmaður var aukinheldur handtekinn í Vesturbænum síðdegis í gær, lögreglan segir hann bæði hafa ræktað fíkniefni og bruggað sitt eigið áfengi. Hann var fluttur í fangaklefa þar sem hann hefur hírst síðustu tólf tímana. Jafnframt er eitthvað um vímuefnaakstur í dagbók lögreglu auk þess sem minnst er á farþega sem neitaði að greiða leigubílareikninginn sinn. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Lögreglan segist hafa beitt 15 ára stúlku valdi í Breiðholti í gærkvöld, sem hafi verið ölvuð og látið ófriðlega. Dagbók lögreglunnar ber með sér að þegar lögreglumenn höfðu afskipti af stúlkunni við verslunarmiðstöð á ellefta tímanum hafi hún neitað að segja til nafns eða gefa upp kennitölu. Hún hafi því næst kastað stól að lögreglumönnunum, reynt að slá þá og neitað að fara að fyrirmælum þeirra. Af þeim sökum segist lögreglan hafa fært stúlkuna „í lögreglutök“ án þess að það sé útskýrt nánar. Henni hafi hins vegar að endingu verið sleppt í hendur móður sinnar. Ekki fylgir sögunni hvort hún hafi sótt hana í verslunarmiðstöðina eða á lögreglustöð eða hvort af þessu verði einhver eftirmál. Tvö innbrot komu jafnframt inn á borð lögreglu ef marka má dagbók hennar. Þannig á að hafa verið brotist inn í veitingahús á Laugavegi á þriðja tímanum. Ekki er þó vitað hverju var stolið, „mögulega áfengi“ giskar lögreglan. Skömmu síðar segir lögreglan að brotist hafi verið inn í verslun í Hamraborg í Kópavogi. Þar á innbrotsþjófur að hafa brotið rúðu, farið inn og látið greipar sópa. Er hann t.d. sagður hafa stolið peningum úr versluninni og ætla má að málið sé til rannsóknar. Karlmaður var aukinheldur handtekinn í Vesturbænum síðdegis í gær, lögreglan segir hann bæði hafa ræktað fíkniefni og bruggað sitt eigið áfengi. Hann var fluttur í fangaklefa þar sem hann hefur hírst síðustu tólf tímana. Jafnframt er eitthvað um vímuefnaakstur í dagbók lögreglu auk þess sem minnst er á farþega sem neitaði að greiða leigubílareikninginn sinn.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira