Lýst eftir umhverfisáherslum! Hanna Katrín Friðriksson skrifar 28. ágúst 2020 14:45 Af hverju er áhersla á umhverfismál ekki alltumlykjandi í mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar sem við ræðum nú á Alþingi? Af hverju er ekki verið að verja hluta fjármagnsins í atvinnuskapandi aðgerðir til að draga úr mengun í landbúnaði og samgöngum? Af hverju er ekki verið að leggja aukinn kraft í atvinnuskapandi rannsóknir á grænni tækni? Hvar eru umhverfissjónarmiðin þegar samningar standa yfir um ríkisábyrgð fyrir Icelandair? Hvar er umhverfisráðherra þegar offramboð er af ráðherrum ríkisstjórnarinnar á fjölmiðlafundum þar sem fjallað er um kórónuveirutengd mál? Heimurinn „mun [...] aldrei verða á sama rólinu aftur. Við verðum að átta okkur á því að við munum ekki leita inn í nákvæmlega eins hagkerfi. [...] Þetta mun breyta mörgu í samskiptum í heiminum og hvernig menn munu hugsa.“ Þessi orð lét Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, falla á fyrsta blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í lok febrúar sl. Hann fékk sérstakt lof fyrir þessa framsýni, enda eigum við henni ekki að venjast hjá ráðherrum ríkisstjórnarinnar. En voru þetta bara orðin tóm eða nær hin nýja hugsun ríkisstjórnarinnar ekki til umhverfisverndar? Umhverfismál, sér í lagi loftslagsmál þar sem við erum í miklum vanda varðandi það að mæta alþjóðlegum skuldbindingum, verða að vera í forgrunni hjá stjórnvöldum. Við stöndum frammi fyrir nýjum og krefjandi úrlausnarefnum sem kalla á nýjar lausnir. Þær lausnir eru mun líklegri til að verða til í samvinnu stjórnvalda og atvinnulífs þar sem nýsköpun og vöruþróun eru vænlegri til árangurs en eingöngu boð og bönn og skattar.Sjálfbærni, samkeppni og nýsköpun eru leiðarstef sem eiga að ríkja í öllum atvinnurekstri. Eitt af stærstu viðfangsefnum stjórnvalda er að skipa umgjörð sem gerir atvinnulífinu betur kleift að vera öflugur þátttakandi í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Við í Viðreisn teljum að nú sé lag til að leggja virkilegan kraft í þessi mál. En þá þarf líka vilja stjórnvalda til. Er sá vilji til staðar? Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Sjá meira
Af hverju er áhersla á umhverfismál ekki alltumlykjandi í mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar sem við ræðum nú á Alþingi? Af hverju er ekki verið að verja hluta fjármagnsins í atvinnuskapandi aðgerðir til að draga úr mengun í landbúnaði og samgöngum? Af hverju er ekki verið að leggja aukinn kraft í atvinnuskapandi rannsóknir á grænni tækni? Hvar eru umhverfissjónarmiðin þegar samningar standa yfir um ríkisábyrgð fyrir Icelandair? Hvar er umhverfisráðherra þegar offramboð er af ráðherrum ríkisstjórnarinnar á fjölmiðlafundum þar sem fjallað er um kórónuveirutengd mál? Heimurinn „mun [...] aldrei verða á sama rólinu aftur. Við verðum að átta okkur á því að við munum ekki leita inn í nákvæmlega eins hagkerfi. [...] Þetta mun breyta mörgu í samskiptum í heiminum og hvernig menn munu hugsa.“ Þessi orð lét Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, falla á fyrsta blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í lok febrúar sl. Hann fékk sérstakt lof fyrir þessa framsýni, enda eigum við henni ekki að venjast hjá ráðherrum ríkisstjórnarinnar. En voru þetta bara orðin tóm eða nær hin nýja hugsun ríkisstjórnarinnar ekki til umhverfisverndar? Umhverfismál, sér í lagi loftslagsmál þar sem við erum í miklum vanda varðandi það að mæta alþjóðlegum skuldbindingum, verða að vera í forgrunni hjá stjórnvöldum. Við stöndum frammi fyrir nýjum og krefjandi úrlausnarefnum sem kalla á nýjar lausnir. Þær lausnir eru mun líklegri til að verða til í samvinnu stjórnvalda og atvinnulífs þar sem nýsköpun og vöruþróun eru vænlegri til árangurs en eingöngu boð og bönn og skattar.Sjálfbærni, samkeppni og nýsköpun eru leiðarstef sem eiga að ríkja í öllum atvinnurekstri. Eitt af stærstu viðfangsefnum stjórnvalda er að skipa umgjörð sem gerir atvinnulífinu betur kleift að vera öflugur þátttakandi í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Við í Viðreisn teljum að nú sé lag til að leggja virkilegan kraft í þessi mál. En þá þarf líka vilja stjórnvalda til. Er sá vilji til staðar? Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar