Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar

Nokkur hundruð manns var sagt upp störfum í dag eða fengu ekki endurráðningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Samtök ferðaþjónustunnar spá þrjátíu þúsund manns á atvinnuleysisskrá um jólin.

Sögulega mikill samdráttur varð á landsframleiðslu á öðrum ársfjórðungi samkvæmt greiningu Hagstofunnar sem var birt í morgun. Hagfræðingur segir kreppu skollna á. Hún sé þó öðruvísi en kreppur síðustu áratuga og komi helst fram í atvinnuleysi. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Í fyrsta sinn í þrjár vikur greindist enginn með kórónuveiruna innanlands í gær. Sóttvarnarlæknir telur að bráðlega verði hægt að slaka á takmörkunum innanlands.

Í fréttatímanum verður einnig rætt við konu sem stöðvaði hópslagsmál í miðbænum um helgina.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×