Yfir sex milljónir greinst með veiruna í Bandaríkjunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. ágúst 2020 22:20 Tveir grímuklæddir menn í New York í Bandaríkjunum. Noam Galai/Getty Heildarfjöldi þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 er nú kominn yfir sex milljónir, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum. Samkvæmt tölum frá háskólanum fjölgaði staðfestum greiningum í landinu um milljón á innan við einum mánuði. Yfir 183.000 manns hafa nú látist af völdum Covid-19 í Bandaríkjunum. Tölur háskólans sýna þá að frá því að fyrsti einstaklingurinn greindist með Covid-19 í Bandaríkjunum þann 21. janúar á þessu ári liðu 99 dagar uns milljón manns höfðu greinst, þann 28. apríl. Fjöldi þeirra sem greindist með veiruna náði síðan tveimur milljónum 43 dögum síðar. Fjöldi staðfestra smita fór úr tveimur milljónum í þrjár milljónir á 28 dögum, úr þremur milljónum í fjórar á 15 dögum og úr fjórum milljónum í fimm á 17 dögum. Þá náði fjöldi staðfestra smita yfir sex milljónir 22 dögum eftir að fimm milljónir höfðu greinst með veiruna. Af þessum tölum má greina að hægst hafi á faraldrinum í Bandaríkjunum. Þó hafa hvergi greinst fleiri með kórónuveiruna en í landinu. Næst á eftir Bandaríkjunum kemur Brasilía, en þar hafa rúmlega 3,9 milljónir manna greinst með veiruna. Forsetinn farið með rangt mál um dánartíðni Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur, ásamt ríkisstjórn sinni, verið harðlega gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við faraldrinum. Hann hefur ítrekað sagt að faraldurinn myndi einn daginn gufa upp eins og fyrir kraftaverk. Eins hefur hann stært sig af viðbrögðum við veirunni og sagt dánartíðni Covid-sjúklinga í Bandaríkjunum vera eina þá lægstu í heimi. Það er ekki rétt. Fyrir hverja milljón íbúa Bandaríkjanna hafa 566 látist af völdum Covid-19. Samkvæmt Johns Hopkins-háskóla er það 11. hæsta dánartíðni Covid-sjúklinga í heimi. Trump hefur sagt að dánartíðni Covid-sjúklinga sé ein sú lægsta í heimi.KEVIN DIETSCH/EPA Á fréttamannafundi í dag sagði fjölmiðlafulltrúi Hvíta Hússins, Kayleigh McEnany, engu að síður að Bandaríkin hefðu tekið vel á faraldrinum. „Við fyllumst von við það að sjá að daglegum nýsmitum fækkar, andlátum og spítalainnlögnum fækkar,“ sagði hún. Þá sagði hún að í dánartíðni Covid-sjúklinga í Bandaríkjunum væri einhver sú lægsta í heimi, sé miðað við dauðsföll sem hlutfall af heildarfjölda þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna. Það er ekki heldur rétt en yfir 100 ríki eða sjálfsstjórnarsvæði eru með lægra hlutfall látinna miðað við heildarfjölda þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna í viðkomandi ríki. Í Bandaríkjunum er hlutfallið 3,1 prósent. Til samanburðar má benda á að á Íslandi er hlutfallið 0,5 prósent. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir Hvíta húsið vera í afneitun Andrew Cuomo ríkisstjóri New York-ríkis er harðorður í garð embættismanna Hvíta hússins á Twitter í dag. 30. ágúst 2020 18:31 „Flóðbylgja ósanninda“ í langri ræðu Trump Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flutti lokaræðu landsfundar Repúblikanaflokksins í nótt þar sem hann tók formlega við tilnefningu flokksins. Í rúman klukkutíma gagnrýndi hann Joe Biden harðlega, fegraði eigin viðbrögð við faraldri Covid-19 og lofaði bóluefni fyrir lok þessa árs. 28. ágúst 2020 09:37 Samþykkja blóðvökvameðferð við Covid-19 Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna, FDA, hefur veitt heimild fyrir því að blóðvökvi sem er ríkur af mótefni við Covid-19 verði notaður til meðferðar við sjúkdómnum hjá þeim sjúklingum sem hvað veikastir eru. 24. ágúst 2020 11:00 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Heildarfjöldi þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 er nú kominn yfir sex milljónir, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum. Samkvæmt tölum frá háskólanum fjölgaði staðfestum greiningum í landinu um milljón á innan við einum mánuði. Yfir 183.000 manns hafa nú látist af völdum Covid-19 í Bandaríkjunum. Tölur háskólans sýna þá að frá því að fyrsti einstaklingurinn greindist með Covid-19 í Bandaríkjunum þann 21. janúar á þessu ári liðu 99 dagar uns milljón manns höfðu greinst, þann 28. apríl. Fjöldi þeirra sem greindist með veiruna náði síðan tveimur milljónum 43 dögum síðar. Fjöldi staðfestra smita fór úr tveimur milljónum í þrjár milljónir á 28 dögum, úr þremur milljónum í fjórar á 15 dögum og úr fjórum milljónum í fimm á 17 dögum. Þá náði fjöldi staðfestra smita yfir sex milljónir 22 dögum eftir að fimm milljónir höfðu greinst með veiruna. Af þessum tölum má greina að hægst hafi á faraldrinum í Bandaríkjunum. Þó hafa hvergi greinst fleiri með kórónuveiruna en í landinu. Næst á eftir Bandaríkjunum kemur Brasilía, en þar hafa rúmlega 3,9 milljónir manna greinst með veiruna. Forsetinn farið með rangt mál um dánartíðni Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur, ásamt ríkisstjórn sinni, verið harðlega gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við faraldrinum. Hann hefur ítrekað sagt að faraldurinn myndi einn daginn gufa upp eins og fyrir kraftaverk. Eins hefur hann stært sig af viðbrögðum við veirunni og sagt dánartíðni Covid-sjúklinga í Bandaríkjunum vera eina þá lægstu í heimi. Það er ekki rétt. Fyrir hverja milljón íbúa Bandaríkjanna hafa 566 látist af völdum Covid-19. Samkvæmt Johns Hopkins-háskóla er það 11. hæsta dánartíðni Covid-sjúklinga í heimi. Trump hefur sagt að dánartíðni Covid-sjúklinga sé ein sú lægsta í heimi.KEVIN DIETSCH/EPA Á fréttamannafundi í dag sagði fjölmiðlafulltrúi Hvíta Hússins, Kayleigh McEnany, engu að síður að Bandaríkin hefðu tekið vel á faraldrinum. „Við fyllumst von við það að sjá að daglegum nýsmitum fækkar, andlátum og spítalainnlögnum fækkar,“ sagði hún. Þá sagði hún að í dánartíðni Covid-sjúklinga í Bandaríkjunum væri einhver sú lægsta í heimi, sé miðað við dauðsföll sem hlutfall af heildarfjölda þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna. Það er ekki heldur rétt en yfir 100 ríki eða sjálfsstjórnarsvæði eru með lægra hlutfall látinna miðað við heildarfjölda þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna í viðkomandi ríki. Í Bandaríkjunum er hlutfallið 3,1 prósent. Til samanburðar má benda á að á Íslandi er hlutfallið 0,5 prósent.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir Hvíta húsið vera í afneitun Andrew Cuomo ríkisstjóri New York-ríkis er harðorður í garð embættismanna Hvíta hússins á Twitter í dag. 30. ágúst 2020 18:31 „Flóðbylgja ósanninda“ í langri ræðu Trump Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flutti lokaræðu landsfundar Repúblikanaflokksins í nótt þar sem hann tók formlega við tilnefningu flokksins. Í rúman klukkutíma gagnrýndi hann Joe Biden harðlega, fegraði eigin viðbrögð við faraldri Covid-19 og lofaði bóluefni fyrir lok þessa árs. 28. ágúst 2020 09:37 Samþykkja blóðvökvameðferð við Covid-19 Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna, FDA, hefur veitt heimild fyrir því að blóðvökvi sem er ríkur af mótefni við Covid-19 verði notaður til meðferðar við sjúkdómnum hjá þeim sjúklingum sem hvað veikastir eru. 24. ágúst 2020 11:00 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Segir Hvíta húsið vera í afneitun Andrew Cuomo ríkisstjóri New York-ríkis er harðorður í garð embættismanna Hvíta hússins á Twitter í dag. 30. ágúst 2020 18:31
„Flóðbylgja ósanninda“ í langri ræðu Trump Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flutti lokaræðu landsfundar Repúblikanaflokksins í nótt þar sem hann tók formlega við tilnefningu flokksins. Í rúman klukkutíma gagnrýndi hann Joe Biden harðlega, fegraði eigin viðbrögð við faraldri Covid-19 og lofaði bóluefni fyrir lok þessa árs. 28. ágúst 2020 09:37
Samþykkja blóðvökvameðferð við Covid-19 Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna, FDA, hefur veitt heimild fyrir því að blóðvökvi sem er ríkur af mótefni við Covid-19 verði notaður til meðferðar við sjúkdómnum hjá þeim sjúklingum sem hvað veikastir eru. 24. ágúst 2020 11:00