„Vil hvetja stjórnendur að tileinka sér aðferð þríeykisins“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 2. september 2020 09:00 Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir ráðgjafi og einn eigenda Attentus. Vísir/Vilhelm Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir ráðgjafi og einn eigenda Attentus segir að þjóðin hafi í raun verið í leiðtogafræðslu með þríeykinu síðustu mánuði. „Við Íslendingar höfum fengið að njóta sannra leiðtoga í okkar krísu. Það má í raun segja að almenningur hafi verið í sameiginlegri leiðtogafræðslu alla daga, í línulegri dagskrá klukkan 14.00“ segir Ingunn og bætir við „Þríeykið kenndi almenningi ný orð sem oft eru notuð í teymisfræðum. Nú þegar speglar fólks sig við þau, og jafnvel með setningunum eins og, ert þú „Þórólfur, „Víðir“ eða „Alma“. Þau eru ólíkir leiðtogar og saman mynda þau mjög sterkt teymi.“ Ingunn lauk MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og BA gráðu frá Háskóla Íslands í atvinnulífsfélagsfræði og markþjálfun frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur sérhæft sig í verkefnum eins og stjórnendaráðgjöf, mannauðsmálum, erfiðum samskiptamálum, breytingastjórnun, ráðningum, fræðslu og starfsþróun og annast stundakennslu á sviði mannauðs- og breytingastjórnunar við Háskólann í Reykjavík, Háskóla Íslands og hjá Tækniskólanum. Ingunn er annar höfundur bókarinnar Starfsánægja. Í dag og á morgun fjallar Atvinnulífið um mismunandi stjórnendaaðferðir. Í þessari fyrstu grein af þremur er rætt við Ingunni Björk um þann stjórnunarstíl sem einkennt hefur þríeykið og stjórnendur geta lært mikið af. Stjórnendur eru nú þegar farnir að spegla sig í stjórnunarstíl þríeykisins, og allir hinir sem sjá núna hvernig stjórnendur eiga að vera. Þeir sjá að þeirra aðferð skilar árangri. Það hefur skapast meiri virðing fyrir sérfræðiþekkingu með þríeykinu og þetta mun hafa þau áhrif að stjórnendur og stjórnmálamenn séu viljugri en áður að fá álit sérfræðinga á flóknum málum,“ segir Ingunn og bætir við „Mig grunar að stjórnunarhæfni þríeykisins eigi eftir að vera rannsökuð í framtíðinni.“ „Þú gerir ekki rassgat einn“ En með hvaða hætti er hægt að sjá að þríeykið vinni samkvæmt hefðbundnum teymisfræðum? „Svo ég vitni í okkar besta mann, Helga Björnsson: „Þú gerir ekki rassgat einn.“ Það þarf teymi til að leysa flókin verkefni, það þarf fólk með ólíka hæfni, það þarf ólíka einstaklinga“ svarar Ingunn og bætir við „Hæfni leiðtoga í teymi er að þeir ýta undir samvinnu og leyfa öllum röddum að heyrast, þeir setja stefnu og markmið, þeir auðvelda ákvarðanatöku og skapa traust, dreifa verkefnum og ábyrgð og veita endurgjöf.“ Að sögn Ingunnar felst teymisvinna í því að hópur vinnur saman í átt að sameiginlegu markmiði og þar skiptir máli að skapa jákvæða umgjörð fyrir teymisvinnuna þannig að styrkleikar einstaklinganna fái að njóta sín. Með því nær hópurinn að styðja hvert annað og auka á árangur teymisins. Þar segir hún þá hegðun sem best nýtist til að ýta undir árangur vera að teymi sé virkt í upplýsingaflæði, eigi samtal og samvinnu, prófi sig áfram, geri jafnvel mistök og breyti um stefnu sem endurspeglar markmið reglulega. „Helstu einkenni árangursríkra teyma er sálfræðilegt öryggi, sameiginleg gildi, skuldbinding gagnvart öðrum í teyminu, menn séu óhræddir við að gera mistök og fá endurgjöf og að það ríki traust innan hópsins“ segir Ingunn. Þjóðin hefur fengið kennslu í leiðtogafræðum í línulegri dagskrá alla daga kl.14 segir Ingunn Björk sem hvetur stjórnendur til að taka upp aðferðir þríeykisins.Vísir/Vilhelm Þríeykið er fyrirmyndin fyrir stjórnendur En hver eru algeng mistök í teymisvinnu? Það sem kemur i veg fyrir árangur teyma er ef það eru óskýr markmið, óreglulegir fundir, vantraust, endurgjöf án virðingar, meðlimir tjá sig ekki opinskátt, ótti við átök og tíðni og gæði samskipta ónæg. Það verður seint sagt um þríeykið að þessi einkenni eigi við um þau,“ segir Ingunn og bendir einmitt á að í þessu hafi þríeykið verið svo mikil fyrirmynd. „Þríeykið okkar hefur lagt áherslu á teymishugsun, reglulega upplýsingamiðlun, samkennd og samvinnu, umhyggju, hlustun, húmor, hvatningu, skýrleika, vísun í vísindi og viðurkenna mistök. Þau eru hugrökk, grípa til afgerandi aðgerða, þora að sýna varnarleysi og taka erfiðar ákvarðanir, hafa sýn og setja vörður á leiðinni. Einnig þora þau að segja „ég veit ekki“ þegar svo ber undir,“ segir Ingunn. Að sögn Ingunnar mun reyna á þrautseigju og seiglu hjá öllum næstu misseri. „Ég vil hvetja stjórnendur að tileinka sér aðferð þríeykisins og leggja áherslu á teymishugsun og samvinnu, reglulega upplýsingamiðlun, hlustun, hvatningu, pepp og hæfni til að breyta um stefnu og viðurkenna mistök“ segir Ingunn. Sjálf segist Ingunn vonast til þess að í kjölfar kórónufaraldursins verði aukin virðing borin fyrir sérfræði- og vísindaþekkingu. „Covid verður ekki leyst nema með aðkomu sérfræðinga, sú leið að tala niður sérfræðinga er ekki vænleg til árangurs, engin hlustun né samvinna“ segir Ingunn. Loks segist Ingunn vilja vitna í annan sterkan leiðtoga og fyrirmynd sem Íslendingar eigi en það sé Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti. „Á 90 ára afmælisdegi hennar í ár, svaraði hún að það sem einkenndi íslenska þjóð á tímum kreppu, væri seiglan“ segir Ingunn og bætir við „Ég trúi því að við komumst í gegnum þessa tíma, en til þess þurfum við að standa saman. Þríeykið og við. Við erum eitt teymi!“ Stjórnun Mannauðsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnustaðurinn Vinnustaðamenning Tengdar fréttir Íslenskir stjórnendur eru harðduglegir, þrautseigir og gefast ekki upp Torben Nielsen segir einkenni íslenskra stjórnenda samofin sögu þjóðarinnar. Þeir séu harðduglegir, þrautseigir og gefist ekki upp. 2. september 2020 14:00 Helstu einkenni og afleiðingar óttastjórnunar á vinnustöðum Ef skaðinn er skeður þarf að hreinsa til í stjórnendahópnum segir Bjarni Snæbjörn Jónsson í viðtali um óttastjórnun á vinnustöðum. Hann bendir hins vegar á að það er ekki alltaf svo að rót vandans liggi hjá stjórnanda. 3. september 2020 09:09 Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir ráðgjafi og einn eigenda Attentus segir að þjóðin hafi í raun verið í leiðtogafræðslu með þríeykinu síðustu mánuði. „Við Íslendingar höfum fengið að njóta sannra leiðtoga í okkar krísu. Það má í raun segja að almenningur hafi verið í sameiginlegri leiðtogafræðslu alla daga, í línulegri dagskrá klukkan 14.00“ segir Ingunn og bætir við „Þríeykið kenndi almenningi ný orð sem oft eru notuð í teymisfræðum. Nú þegar speglar fólks sig við þau, og jafnvel með setningunum eins og, ert þú „Þórólfur, „Víðir“ eða „Alma“. Þau eru ólíkir leiðtogar og saman mynda þau mjög sterkt teymi.“ Ingunn lauk MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og BA gráðu frá Háskóla Íslands í atvinnulífsfélagsfræði og markþjálfun frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur sérhæft sig í verkefnum eins og stjórnendaráðgjöf, mannauðsmálum, erfiðum samskiptamálum, breytingastjórnun, ráðningum, fræðslu og starfsþróun og annast stundakennslu á sviði mannauðs- og breytingastjórnunar við Háskólann í Reykjavík, Háskóla Íslands og hjá Tækniskólanum. Ingunn er annar höfundur bókarinnar Starfsánægja. Í dag og á morgun fjallar Atvinnulífið um mismunandi stjórnendaaðferðir. Í þessari fyrstu grein af þremur er rætt við Ingunni Björk um þann stjórnunarstíl sem einkennt hefur þríeykið og stjórnendur geta lært mikið af. Stjórnendur eru nú þegar farnir að spegla sig í stjórnunarstíl þríeykisins, og allir hinir sem sjá núna hvernig stjórnendur eiga að vera. Þeir sjá að þeirra aðferð skilar árangri. Það hefur skapast meiri virðing fyrir sérfræðiþekkingu með þríeykinu og þetta mun hafa þau áhrif að stjórnendur og stjórnmálamenn séu viljugri en áður að fá álit sérfræðinga á flóknum málum,“ segir Ingunn og bætir við „Mig grunar að stjórnunarhæfni þríeykisins eigi eftir að vera rannsökuð í framtíðinni.“ „Þú gerir ekki rassgat einn“ En með hvaða hætti er hægt að sjá að þríeykið vinni samkvæmt hefðbundnum teymisfræðum? „Svo ég vitni í okkar besta mann, Helga Björnsson: „Þú gerir ekki rassgat einn.“ Það þarf teymi til að leysa flókin verkefni, það þarf fólk með ólíka hæfni, það þarf ólíka einstaklinga“ svarar Ingunn og bætir við „Hæfni leiðtoga í teymi er að þeir ýta undir samvinnu og leyfa öllum röddum að heyrast, þeir setja stefnu og markmið, þeir auðvelda ákvarðanatöku og skapa traust, dreifa verkefnum og ábyrgð og veita endurgjöf.“ Að sögn Ingunnar felst teymisvinna í því að hópur vinnur saman í átt að sameiginlegu markmiði og þar skiptir máli að skapa jákvæða umgjörð fyrir teymisvinnuna þannig að styrkleikar einstaklinganna fái að njóta sín. Með því nær hópurinn að styðja hvert annað og auka á árangur teymisins. Þar segir hún þá hegðun sem best nýtist til að ýta undir árangur vera að teymi sé virkt í upplýsingaflæði, eigi samtal og samvinnu, prófi sig áfram, geri jafnvel mistök og breyti um stefnu sem endurspeglar markmið reglulega. „Helstu einkenni árangursríkra teyma er sálfræðilegt öryggi, sameiginleg gildi, skuldbinding gagnvart öðrum í teyminu, menn séu óhræddir við að gera mistök og fá endurgjöf og að það ríki traust innan hópsins“ segir Ingunn. Þjóðin hefur fengið kennslu í leiðtogafræðum í línulegri dagskrá alla daga kl.14 segir Ingunn Björk sem hvetur stjórnendur til að taka upp aðferðir þríeykisins.Vísir/Vilhelm Þríeykið er fyrirmyndin fyrir stjórnendur En hver eru algeng mistök í teymisvinnu? Það sem kemur i veg fyrir árangur teyma er ef það eru óskýr markmið, óreglulegir fundir, vantraust, endurgjöf án virðingar, meðlimir tjá sig ekki opinskátt, ótti við átök og tíðni og gæði samskipta ónæg. Það verður seint sagt um þríeykið að þessi einkenni eigi við um þau,“ segir Ingunn og bendir einmitt á að í þessu hafi þríeykið verið svo mikil fyrirmynd. „Þríeykið okkar hefur lagt áherslu á teymishugsun, reglulega upplýsingamiðlun, samkennd og samvinnu, umhyggju, hlustun, húmor, hvatningu, skýrleika, vísun í vísindi og viðurkenna mistök. Þau eru hugrökk, grípa til afgerandi aðgerða, þora að sýna varnarleysi og taka erfiðar ákvarðanir, hafa sýn og setja vörður á leiðinni. Einnig þora þau að segja „ég veit ekki“ þegar svo ber undir,“ segir Ingunn. Að sögn Ingunnar mun reyna á þrautseigju og seiglu hjá öllum næstu misseri. „Ég vil hvetja stjórnendur að tileinka sér aðferð þríeykisins og leggja áherslu á teymishugsun og samvinnu, reglulega upplýsingamiðlun, hlustun, hvatningu, pepp og hæfni til að breyta um stefnu og viðurkenna mistök“ segir Ingunn. Sjálf segist Ingunn vonast til þess að í kjölfar kórónufaraldursins verði aukin virðing borin fyrir sérfræði- og vísindaþekkingu. „Covid verður ekki leyst nema með aðkomu sérfræðinga, sú leið að tala niður sérfræðinga er ekki vænleg til árangurs, engin hlustun né samvinna“ segir Ingunn. Loks segist Ingunn vilja vitna í annan sterkan leiðtoga og fyrirmynd sem Íslendingar eigi en það sé Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti. „Á 90 ára afmælisdegi hennar í ár, svaraði hún að það sem einkenndi íslenska þjóð á tímum kreppu, væri seiglan“ segir Ingunn og bætir við „Ég trúi því að við komumst í gegnum þessa tíma, en til þess þurfum við að standa saman. Þríeykið og við. Við erum eitt teymi!“
Stjórnun Mannauðsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnustaðurinn Vinnustaðamenning Tengdar fréttir Íslenskir stjórnendur eru harðduglegir, þrautseigir og gefast ekki upp Torben Nielsen segir einkenni íslenskra stjórnenda samofin sögu þjóðarinnar. Þeir séu harðduglegir, þrautseigir og gefist ekki upp. 2. september 2020 14:00 Helstu einkenni og afleiðingar óttastjórnunar á vinnustöðum Ef skaðinn er skeður þarf að hreinsa til í stjórnendahópnum segir Bjarni Snæbjörn Jónsson í viðtali um óttastjórnun á vinnustöðum. Hann bendir hins vegar á að það er ekki alltaf svo að rót vandans liggi hjá stjórnanda. 3. september 2020 09:09 Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Íslenskir stjórnendur eru harðduglegir, þrautseigir og gefast ekki upp Torben Nielsen segir einkenni íslenskra stjórnenda samofin sögu þjóðarinnar. Þeir séu harðduglegir, þrautseigir og gefist ekki upp. 2. september 2020 14:00
Helstu einkenni og afleiðingar óttastjórnunar á vinnustöðum Ef skaðinn er skeður þarf að hreinsa til í stjórnendahópnum segir Bjarni Snæbjörn Jónsson í viðtali um óttastjórnun á vinnustöðum. Hann bendir hins vegar á að það er ekki alltaf svo að rót vandans liggi hjá stjórnanda. 3. september 2020 09:09