Charlie Hebdo endurbirtir myndirnar af spámanninum Samúel Karl Ólason skrifar 1. september 2020 10:29 Laurent Sourisseau, skopmyndateiknari og ritstjóri Charlie Hebdo, á ráðstefnu í janúar. Sú ráðstefna var um málsfrelsi og var haldin í tilefni af því að fimm ár voru liðin frá árásinni á skrifstofu tímaritsins. EPA/Christophe Petit Tesson Forsvarsmenn tímaritsins víðfræga Charlie Hebdo ætla að endurbirta umdeildar myndir af spámanninum Múhameð. Það verður gert vegna réttarhalda gegn fjölda aðila sem sakaðir eru um að hafa komið að árásinni gegn tímaritinu í janúar 2015. Þá réðust bræðurnir Said og Cherif Kouachi inn í húsnæði Charlie Hebdo í París og hófu skothríð. Þegar dagurinn var úti lágu tólf í valnum og þar af átta starfsmenn tímaritsins. Sama dag var einnig ráðist á stórmarkað gyðinga í París. Kouachi bræðurnir voru svo felldir nokkrum dögum seinna. Réttað er yfir fjórtán aðilum sem eru sagðir hafa hjálpað þeim bræðrum. Réttarhöldin hefjast 2. september og standa yfir til 10. nóvember og þar munu 140 vitni segja sögur sínar. Myndirnar sem um ræðir voru upprunalega birtar í Jyllands-Posten árið 2005. Þær voru svo endurbirtrar af Charlie Hebdo árið 2006. Það leiddi til mikillar reiði meðal múslima og á endanum til árásarinnar. Al-Qaeda á Arabíuskaganum lýsti yfir ábyrgð á árásinni. Nú eru myndirnar birtar á forsíðu tímaritsins og með textanum: „Allt þetta, bara vegna þessa“. „Við munum aldrei gefast upp,“ skrifaði skopmyndateiknarinn Laurent Sourisseau, í leiðara Charlie Hebdo, samkvæmt AFP fréttaveitunni. Starfsmenn tímaritsins hafa margsinnis verið beðnir um að birta fleiri myndir af spámanninum en hafa hingað til neitað því. Það hafi aldri verið góð ástæða til þess, fyrr en nú. Þær voru þó einnig birtar aftur skömmu eftir árásina. Numéro spécial : Tout ça pour ça.Retrouvez : Un florilège des charognards du 7 janvier 2015 Procès : la parole aux familles Sondage exclusif @IfopOpinion : la liberté d'expression c'est important, mais... Disponible dès demain ! pic.twitter.com/NyiTmva6Kr— Charlie Hebdo (@Charlie_Hebdo_) September 1, 2020 Frakkland Trúmál Fjölmiðlar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira
Forsvarsmenn tímaritsins víðfræga Charlie Hebdo ætla að endurbirta umdeildar myndir af spámanninum Múhameð. Það verður gert vegna réttarhalda gegn fjölda aðila sem sakaðir eru um að hafa komið að árásinni gegn tímaritinu í janúar 2015. Þá réðust bræðurnir Said og Cherif Kouachi inn í húsnæði Charlie Hebdo í París og hófu skothríð. Þegar dagurinn var úti lágu tólf í valnum og þar af átta starfsmenn tímaritsins. Sama dag var einnig ráðist á stórmarkað gyðinga í París. Kouachi bræðurnir voru svo felldir nokkrum dögum seinna. Réttað er yfir fjórtán aðilum sem eru sagðir hafa hjálpað þeim bræðrum. Réttarhöldin hefjast 2. september og standa yfir til 10. nóvember og þar munu 140 vitni segja sögur sínar. Myndirnar sem um ræðir voru upprunalega birtar í Jyllands-Posten árið 2005. Þær voru svo endurbirtrar af Charlie Hebdo árið 2006. Það leiddi til mikillar reiði meðal múslima og á endanum til árásarinnar. Al-Qaeda á Arabíuskaganum lýsti yfir ábyrgð á árásinni. Nú eru myndirnar birtar á forsíðu tímaritsins og með textanum: „Allt þetta, bara vegna þessa“. „Við munum aldrei gefast upp,“ skrifaði skopmyndateiknarinn Laurent Sourisseau, í leiðara Charlie Hebdo, samkvæmt AFP fréttaveitunni. Starfsmenn tímaritsins hafa margsinnis verið beðnir um að birta fleiri myndir af spámanninum en hafa hingað til neitað því. Það hafi aldri verið góð ástæða til þess, fyrr en nú. Þær voru þó einnig birtar aftur skömmu eftir árásina. Numéro spécial : Tout ça pour ça.Retrouvez : Un florilège des charognards du 7 janvier 2015 Procès : la parole aux familles Sondage exclusif @IfopOpinion : la liberté d'expression c'est important, mais... Disponible dès demain ! pic.twitter.com/NyiTmva6Kr— Charlie Hebdo (@Charlie_Hebdo_) September 1, 2020
Frakkland Trúmál Fjölmiðlar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira