„Ótrúlega gott tækifæri sem ég gat ekki sleppt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. september 2020 14:30 Berglind Björg er markahæst í Pepsi Max-deild kvenna með tólf mörk. vísir/bára Eins og fram kom í gær hefur franska úrvalsdeildarliðið Le Havre náð samkomulagi við Breiðablik um kaup á Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur. Hún gengst undir læknisskoðun hjá Le Havre á föstudaginn. Þegar blaðamaður Vísis heyrði í Berglindi í dag var hún nýlaus úr sóttkví, þeirri fimmtu á árinu. „Ég er vön þessu,“ sagði Berglind í léttum dúr. Hún segist fyrst hafa heyrt af áhuga Le Havre í maí. „Þetta hefur gerst mjög hratt síðustu daga. Ég fer út á fimmtudaginn og verð komin til Parísar seinni partinn. Svo fer ég í læknisskoðun á föstudaginn,“ sagði Berglind en fyrsti leikur Le Havre í frönsku úrvalsdeildinni er gegn Issy á laugardaginn. Ungt og metnaðarfullt félag La Havre er nýliði í frönsku úrvalsdeildinni. Félagið er mjög ungt en uppgangur þess hefur verið hraður. „Það er ótrúlega mikill metnaður þarna og mér líst vel á þetta. Félagið var bara stofnað fyrir fjórum árum eða svo og þurfti að byrja í neðstu deild og vinna sig upp,“ sagði Berglind. Berglind Björg fagnar marki í leik með AC Milan fyrr á árinu.getty/Maurizio Lagana Landsliðsframherjinn lék með AC Milan í vetur, eða þar til öllu var skellt í lás þar í landi vegna kórónuveirufaraldursins og Berglind var innilokuð í nokkrar vikur. Stærra skref „AC Milan var inni í myndinni en mig langaði að prófa eitthvað nýtt. Ég hef farið tvisvar til Ítalíu og mér fannst líka kominn tími á að taka stærra skref,“ sagði Berglind en franska úrvalsdeildin er gríðarlega sterk, og sennilega sú sterkasta í Evrópu. „Það verður geggjað að spila á móti liðum eins og Lyon og PSG og hver einasti leikur verður ótrúlega erfiður.“ Berglind er markahæst í Pepsi Max-deild kvenna með tólf mörk. Breiðablik á í harðri baráttu við Val um Íslandsmeistaratitilinn og Berglind segir vissulega erfitt að yfirgefa Blika á þessum tíma. „Þetta hefur tekið ótrúlega mikið á. Þessi sóttkví var helvíti fyrir mig og ég hef hugsað mikið um hvað ég ætti að gera. Að vera föst heima og að hugsa um þetta er ekkert skemmtilegt,“ sagði Berglind. Gat ekki sleppt þessu tækifæri „Ég treysti Breiðabliki fyrir því að klára þetta. En svona er fótboltinn. Svona lagað kemur upp og maður þarf að ákveða hvað maður ætlar að gera. Fyrir mig er þetta mjög gott skref og ótrúlega gott tækifæri sem ég gat ekki sleppt.“ Berglind var ein af þremur markahæstu leikmönnum Meistaradeildar Evrópu tímabilið 2019-20 sem lauk loks á sunnudaginn þegar Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Lyon urðu Evrópumeistarar. Berglind segist ekki mikið hafa pælt í því að hún væri markahæst í Meistaradeildinni en segir að það sé gott að hafa það á ferilskránni. „Ég gerði mér ekkert grein fyrir því hversu stórt þetta var fyrr en fjölmiðlamenn fóru að tala um þetta og vissi í raun ekkert af þessu. En þetta það er frábært að geta sagt að ég hafi verið ein af markahæstu leikmönnum Meistaradeildarinnar,“ sagði Berglind sem skoraði tíu mörk líkt og Vivianne Miedema hjá Arsenal og Emueje Ogbiagbevha hjá Minsk. Franski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Sjá meira
Eins og fram kom í gær hefur franska úrvalsdeildarliðið Le Havre náð samkomulagi við Breiðablik um kaup á Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur. Hún gengst undir læknisskoðun hjá Le Havre á föstudaginn. Þegar blaðamaður Vísis heyrði í Berglindi í dag var hún nýlaus úr sóttkví, þeirri fimmtu á árinu. „Ég er vön þessu,“ sagði Berglind í léttum dúr. Hún segist fyrst hafa heyrt af áhuga Le Havre í maí. „Þetta hefur gerst mjög hratt síðustu daga. Ég fer út á fimmtudaginn og verð komin til Parísar seinni partinn. Svo fer ég í læknisskoðun á föstudaginn,“ sagði Berglind en fyrsti leikur Le Havre í frönsku úrvalsdeildinni er gegn Issy á laugardaginn. Ungt og metnaðarfullt félag La Havre er nýliði í frönsku úrvalsdeildinni. Félagið er mjög ungt en uppgangur þess hefur verið hraður. „Það er ótrúlega mikill metnaður þarna og mér líst vel á þetta. Félagið var bara stofnað fyrir fjórum árum eða svo og þurfti að byrja í neðstu deild og vinna sig upp,“ sagði Berglind. Berglind Björg fagnar marki í leik með AC Milan fyrr á árinu.getty/Maurizio Lagana Landsliðsframherjinn lék með AC Milan í vetur, eða þar til öllu var skellt í lás þar í landi vegna kórónuveirufaraldursins og Berglind var innilokuð í nokkrar vikur. Stærra skref „AC Milan var inni í myndinni en mig langaði að prófa eitthvað nýtt. Ég hef farið tvisvar til Ítalíu og mér fannst líka kominn tími á að taka stærra skref,“ sagði Berglind en franska úrvalsdeildin er gríðarlega sterk, og sennilega sú sterkasta í Evrópu. „Það verður geggjað að spila á móti liðum eins og Lyon og PSG og hver einasti leikur verður ótrúlega erfiður.“ Berglind er markahæst í Pepsi Max-deild kvenna með tólf mörk. Breiðablik á í harðri baráttu við Val um Íslandsmeistaratitilinn og Berglind segir vissulega erfitt að yfirgefa Blika á þessum tíma. „Þetta hefur tekið ótrúlega mikið á. Þessi sóttkví var helvíti fyrir mig og ég hef hugsað mikið um hvað ég ætti að gera. Að vera föst heima og að hugsa um þetta er ekkert skemmtilegt,“ sagði Berglind. Gat ekki sleppt þessu tækifæri „Ég treysti Breiðabliki fyrir því að klára þetta. En svona er fótboltinn. Svona lagað kemur upp og maður þarf að ákveða hvað maður ætlar að gera. Fyrir mig er þetta mjög gott skref og ótrúlega gott tækifæri sem ég gat ekki sleppt.“ Berglind var ein af þremur markahæstu leikmönnum Meistaradeildar Evrópu tímabilið 2019-20 sem lauk loks á sunnudaginn þegar Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Lyon urðu Evrópumeistarar. Berglind segist ekki mikið hafa pælt í því að hún væri markahæst í Meistaradeildinni en segir að það sé gott að hafa það á ferilskránni. „Ég gerði mér ekkert grein fyrir því hversu stórt þetta var fyrr en fjölmiðlamenn fóru að tala um þetta og vissi í raun ekkert af þessu. En þetta það er frábært að geta sagt að ég hafi verið ein af markahæstu leikmönnum Meistaradeildarinnar,“ sagði Berglind sem skoraði tíu mörk líkt og Vivianne Miedema hjá Arsenal og Emueje Ogbiagbevha hjá Minsk.
Franski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti