Ekki hægt að líta á sölutrygginguna sem aðstoð ríkisins við Icelandair Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. september 2020 12:27 Icelandair Group hefur náð samningi við Íslandsbanka og Landsbanka um sölutryggingu á hlutafjárútboði félagsins. Með samningnum skuldbinda bankarnir sig til þess að kaupa nýtt hlutafé að andvirði allt að sex milljarða króna með fyrirvara um árangur útboðsins. Óli Björn Kárason telur að sölutryggingin gæti verið fjárhagslega skynsamleg fyrir bankana. Vísir/Sigurjón Ekki er hægt að líta á sölutryggingu tveggja ríkisbanka á hlutafjárútboði Icelandair sem auka aðstoð ríkisins við flugfélagið að sögn Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og formanns efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Það kunni að vera að sölutrygging á sex milljörðum króna sé fjárhagslega skynsamleg fyrir bankana sem eigi mikið undir að rekstur Icelandair verði tryggður. Síðdegis í gær bárust þær fréttir að Icelandair Group hafi náð samningi við Íslandsbanka og Landsbanka um sölutryggingu á hlutafjárútboði félagsins. Með samningnum skuldbinda bankarnir sig til þess að kaupa nýtt hlutafé að andvirði allt að sex milljarða króna. Síðustu daga hefur þingheimur rætt um frumvarp fjármálaráðherra um sjálfskuldarábyrgð frá ríkissjóði á lánalínum félagsins. Óli Björn ræddi um Icelandair og sölutryggingu bankanna í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Það er ekki hægt að líta á þetta [sölutrygginguna] sem einhvers konar auka aðstoð ríkisins við Icelandair. Þetta hins vegar vekur upp þær spurningar hvort það sé eðlilegt að ríkið eigi og reki banka, Landsbanka og Íslandsbanka í þessu tilfelli. Skoðanir mínar á því hafa alltaf legið fyrir. Mér finnst það óeðlilegt. Mér finnst ósanngjarnt að ætlast til þess að skattgreiðendur taki einhverja fjárhagslega áhættu af rekstri fjármálafyrirtækis,“ segir Óli Björn. Hluthafafundur hefur verið boðaður 9. september og stefnt er að því að hlutafjárútboð fari fram dagana 14. og 15. september. Markmiðið er að safna tuttugu milljörðum í nýtt hlutafé.Vísir/Vilhelm Samningurinn er háður því skilyrði að áskriftir fjárfesta nái að lágmarki fjórtán milljörðum króna í útboðinu. „Icelandair verður að ná að minnsta kosti fjórtán milljörðum hjá öðrum aðilum og þá koma bankarnir inn í það til að tryggja að það verði að minnsta kosti tuttugu milljarða hlutafjáraukning. Þannig að þeir sölutryggja sex milljarða. Það kann að vera að það sé bara hreinlega fjárhagslega skynsamlegt fyrir bankana vegna þess að þeir eiga auðvitað mikilla fjárhagslegra hagsmuna að gæta þegar kemur að Icelandair, alveg eins og margir aðrir.“ Óli Björn var spurður hvort hann sjálfur væri bjartsýnn á að flugfélaginu takist ætlunarverk sitt. „Ég vona svo sannarlega að Icelandair takist ætlunarverk sitt. Það er mikið undir fyrir starfsmenn Icelandair, fyrir núverandi hluthafa Icelandair, fyrir lánadrottna Icelandair, fyrir Isavia sem hefur verið að byggja upp alþjóðlegan tengiflugvöll, og fyrir íslenskt efnahagslíf og ferðaþjónustuna sérstaklega og þess vegna bind ég miklar vonir við að þetta gangi eftir og það takist að byggja Icelandair upp á traustum fjárhagslegum og rekstrarlegum grunni á komandi vikum.“ Icelandair Íslenskir bankar Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Íslandsbanki og Landsbanki sölutryggja útboð Icelandair Icelandair Group hefur náð samningi við Íslandsbanka og Landsbanka um sölutryggingu á hlutafjárútboði félagsins. Með samningnum skuldbinda bankarnir sig til þess að kaupa nýtt hlutafé að andvirði allt að sex milljarða króna með fyrirvara um árangur útboðsins. 1. september 2020 17:57 Samkeppniseftirlitið: Tryggt verði að ríkisaðstoðin fari aðeins í flugrekstur Icelandair Samkeppniseftirlitið telur mikilvægt að tryggt verði að sú ríkisábyrgð sem fyrirhuguð er til Icelandair Group verði aðeins hægt að nýta til flugrekstrar Icelandair. 1. september 2020 10:29 Líklega dýpsta efnahagslægð í heila öld Alþingi kom saman eftir sumarfrí í morgun. Um er að ræða framhaldsfundi, svokallaðan þingstubb, sem stendur yfir í um viku. Þingið kemur svo formlega saman 1. október. 27. ágúst 2020 12:24 Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Ekki er hægt að líta á sölutryggingu tveggja ríkisbanka á hlutafjárútboði Icelandair sem auka aðstoð ríkisins við flugfélagið að sögn Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og formanns efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Það kunni að vera að sölutrygging á sex milljörðum króna sé fjárhagslega skynsamleg fyrir bankana sem eigi mikið undir að rekstur Icelandair verði tryggður. Síðdegis í gær bárust þær fréttir að Icelandair Group hafi náð samningi við Íslandsbanka og Landsbanka um sölutryggingu á hlutafjárútboði félagsins. Með samningnum skuldbinda bankarnir sig til þess að kaupa nýtt hlutafé að andvirði allt að sex milljarða króna. Síðustu daga hefur þingheimur rætt um frumvarp fjármálaráðherra um sjálfskuldarábyrgð frá ríkissjóði á lánalínum félagsins. Óli Björn ræddi um Icelandair og sölutryggingu bankanna í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Það er ekki hægt að líta á þetta [sölutrygginguna] sem einhvers konar auka aðstoð ríkisins við Icelandair. Þetta hins vegar vekur upp þær spurningar hvort það sé eðlilegt að ríkið eigi og reki banka, Landsbanka og Íslandsbanka í þessu tilfelli. Skoðanir mínar á því hafa alltaf legið fyrir. Mér finnst það óeðlilegt. Mér finnst ósanngjarnt að ætlast til þess að skattgreiðendur taki einhverja fjárhagslega áhættu af rekstri fjármálafyrirtækis,“ segir Óli Björn. Hluthafafundur hefur verið boðaður 9. september og stefnt er að því að hlutafjárútboð fari fram dagana 14. og 15. september. Markmiðið er að safna tuttugu milljörðum í nýtt hlutafé.Vísir/Vilhelm Samningurinn er háður því skilyrði að áskriftir fjárfesta nái að lágmarki fjórtán milljörðum króna í útboðinu. „Icelandair verður að ná að minnsta kosti fjórtán milljörðum hjá öðrum aðilum og þá koma bankarnir inn í það til að tryggja að það verði að minnsta kosti tuttugu milljarða hlutafjáraukning. Þannig að þeir sölutryggja sex milljarða. Það kann að vera að það sé bara hreinlega fjárhagslega skynsamlegt fyrir bankana vegna þess að þeir eiga auðvitað mikilla fjárhagslegra hagsmuna að gæta þegar kemur að Icelandair, alveg eins og margir aðrir.“ Óli Björn var spurður hvort hann sjálfur væri bjartsýnn á að flugfélaginu takist ætlunarverk sitt. „Ég vona svo sannarlega að Icelandair takist ætlunarverk sitt. Það er mikið undir fyrir starfsmenn Icelandair, fyrir núverandi hluthafa Icelandair, fyrir lánadrottna Icelandair, fyrir Isavia sem hefur verið að byggja upp alþjóðlegan tengiflugvöll, og fyrir íslenskt efnahagslíf og ferðaþjónustuna sérstaklega og þess vegna bind ég miklar vonir við að þetta gangi eftir og það takist að byggja Icelandair upp á traustum fjárhagslegum og rekstrarlegum grunni á komandi vikum.“
Icelandair Íslenskir bankar Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Íslandsbanki og Landsbanki sölutryggja útboð Icelandair Icelandair Group hefur náð samningi við Íslandsbanka og Landsbanka um sölutryggingu á hlutafjárútboði félagsins. Með samningnum skuldbinda bankarnir sig til þess að kaupa nýtt hlutafé að andvirði allt að sex milljarða króna með fyrirvara um árangur útboðsins. 1. september 2020 17:57 Samkeppniseftirlitið: Tryggt verði að ríkisaðstoðin fari aðeins í flugrekstur Icelandair Samkeppniseftirlitið telur mikilvægt að tryggt verði að sú ríkisábyrgð sem fyrirhuguð er til Icelandair Group verði aðeins hægt að nýta til flugrekstrar Icelandair. 1. september 2020 10:29 Líklega dýpsta efnahagslægð í heila öld Alþingi kom saman eftir sumarfrí í morgun. Um er að ræða framhaldsfundi, svokallaðan þingstubb, sem stendur yfir í um viku. Þingið kemur svo formlega saman 1. október. 27. ágúst 2020 12:24 Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Íslandsbanki og Landsbanki sölutryggja útboð Icelandair Icelandair Group hefur náð samningi við Íslandsbanka og Landsbanka um sölutryggingu á hlutafjárútboði félagsins. Með samningnum skuldbinda bankarnir sig til þess að kaupa nýtt hlutafé að andvirði allt að sex milljarða króna með fyrirvara um árangur útboðsins. 1. september 2020 17:57
Samkeppniseftirlitið: Tryggt verði að ríkisaðstoðin fari aðeins í flugrekstur Icelandair Samkeppniseftirlitið telur mikilvægt að tryggt verði að sú ríkisábyrgð sem fyrirhuguð er til Icelandair Group verði aðeins hægt að nýta til flugrekstrar Icelandair. 1. september 2020 10:29
Líklega dýpsta efnahagslægð í heila öld Alþingi kom saman eftir sumarfrí í morgun. Um er að ræða framhaldsfundi, svokallaðan þingstubb, sem stendur yfir í um viku. Þingið kemur svo formlega saman 1. október. 27. ágúst 2020 12:24