Vísir var með beina útsendingu og beina textalýsingu frá fundi KSÍ fyrir leik karlalandsliða Íslands og Englands í Þjóðadeildinni á morgun.
Fundurinn hófst klukkan 10:45 en þar sátu landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén og Kári Árnason fyrir svörum. Kári verður fyrirliði Íslands í leiknum á morgun.
Beinu útsendinguna og textalýsinguna frá fundinum má sjá hér fyrir neðan.
Leikur Íslands og Englands hefst klukkan 16:00 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkutíma fyrir leik.