Frábærar fréttir fyrir íslenskan kvennafótbolta Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. september 2020 23:00 Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur farið á láni til Hollands og Ítalíu en franska liðið Le Havre keypti hana einfaldlega frá Blikum nýverið. Vísir/Getty Mikil ánægja ríkti í Pepsi Max Mörkunum í gær. Annars vegar var gleðin yfir því að Sara Björk Gunnarsdóttir hafi unnið Meistaradeild Evrópu með Lyon og hins vegar að Berglind Björg Þorvaldsdóttir væri á leið í atvinnumennsku í Frakklandi. Franska liðið Le Havre keypti Berglindi nýverið og telur Margrét Lára Viðarsdóttir það augljóst merki um hversu vel sé fylgst með Pepsi Max deild kvenna erlendis frá. Umræðuna má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Hún er keypt til Frakklands og stingur okkur af í miðju Íslandsmóti. Hún átti örugglega ekki von á að það yrði mitt mót þegar hana langaði að fara í atvinnumennsku,“ sagði Helena kímin og bætti við. „Hún er keypt frá Breiðablik, það er áhugavert.“ „Það eru bara frábærar fréttir fyrir íslenskan kvennafótbolta að deildin okkar selur, hún er áhugaverð. Það er fylgst með því sem er að gerast hérna. Við höldum oft að við séum bara á litla skerinu okkar og enginn viti neitt en greinilega ekki,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir sem spilaði sjálf sem atvinnumaður erlendis til margra ára. „Berglind Björg er búin að eiga frábært tímabil og ég er rosalega glöð fyrir hennar hönd. Að vera taka þetta skref – ekki á lánsamning – segir loksins að hún sé að huga að framtíðinni og stefni á að vera úti næstu árin,“ bætti Margrét Lára við. „Ég held hún verði allavega þessi tvö ár. Fer auðvitað eftir hvernig gengur, hvernig hún passar inn í liðið og hvort hún fái mikinn spiltíma,“ sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir er Helena spurði hvort þetta væri það síðasta sem við myndum sjá af Berglindi í Pepsi Max deildinni. Klippa: Segir ljóst að það sé verið að fylgjast með deildinni hér heima Breiðablik er sem stendur í 2. sæti Pepsi Max deildar kvenna, einu stigi á eftir Íslandsmeisturum Vals en Blikar eiga leik til góða. Þá er liðið komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Berglind er búin að fara tvisvar til Ítalíu og vildi prófa eitthvað nýtt Berglind Björg Þorvaldsdóttir mun spila með Le Havre í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta á komandi leiktíð. Það er mikil blóðtaka fyrir lið Breiðabliks. Rætt var við hana í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. 1. september 2020 20:00 „Féllu nokkur hamingjutár þegar Sara skoraði“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir segist hafa samglaðst Söru Björk Gunnarsdóttur innilega þegar hún varð Evrópumeistari á sunnudaginn. 1. september 2020 16:30 „Ótrúlega gott tækifæri sem ég gat ekki sleppt“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir hlakkar til að reyna sig í frönsku úrvalsdeildinni, þeirri sterkustu í Evrópu. Hún segir erfitt að yfirgefa Breiðablik en segir að tækifærið að ganga í raðir Le Havre hafi verið of gott til að sleppa því. 1. september 2020 14:30 Berglind Björg á leið í frönsku úrvalsdeildina Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji Breiðabliks, er á leið til franska úrvalsdeildarliðsins Le Havre og hefur líklega leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik í bili. 31. ágúst 2020 22:04 Engin skoraði meira en Berglind Björg í Meistaradeildinni Berglind Björg Þorvaldsdóttir var markahæst í Meistaradeild Evrópu tímabilið 2019-20 ásamt tveimur öðrum. 31. ágúst 2020 14:30 Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Haltur Mahomes skoraði snertimark Sport Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
Mikil ánægja ríkti í Pepsi Max Mörkunum í gær. Annars vegar var gleðin yfir því að Sara Björk Gunnarsdóttir hafi unnið Meistaradeild Evrópu með Lyon og hins vegar að Berglind Björg Þorvaldsdóttir væri á leið í atvinnumennsku í Frakklandi. Franska liðið Le Havre keypti Berglindi nýverið og telur Margrét Lára Viðarsdóttir það augljóst merki um hversu vel sé fylgst með Pepsi Max deild kvenna erlendis frá. Umræðuna má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Hún er keypt til Frakklands og stingur okkur af í miðju Íslandsmóti. Hún átti örugglega ekki von á að það yrði mitt mót þegar hana langaði að fara í atvinnumennsku,“ sagði Helena kímin og bætti við. „Hún er keypt frá Breiðablik, það er áhugavert.“ „Það eru bara frábærar fréttir fyrir íslenskan kvennafótbolta að deildin okkar selur, hún er áhugaverð. Það er fylgst með því sem er að gerast hérna. Við höldum oft að við séum bara á litla skerinu okkar og enginn viti neitt en greinilega ekki,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir sem spilaði sjálf sem atvinnumaður erlendis til margra ára. „Berglind Björg er búin að eiga frábært tímabil og ég er rosalega glöð fyrir hennar hönd. Að vera taka þetta skref – ekki á lánsamning – segir loksins að hún sé að huga að framtíðinni og stefni á að vera úti næstu árin,“ bætti Margrét Lára við. „Ég held hún verði allavega þessi tvö ár. Fer auðvitað eftir hvernig gengur, hvernig hún passar inn í liðið og hvort hún fái mikinn spiltíma,“ sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir er Helena spurði hvort þetta væri það síðasta sem við myndum sjá af Berglindi í Pepsi Max deildinni. Klippa: Segir ljóst að það sé verið að fylgjast með deildinni hér heima Breiðablik er sem stendur í 2. sæti Pepsi Max deildar kvenna, einu stigi á eftir Íslandsmeisturum Vals en Blikar eiga leik til góða. Þá er liðið komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Berglind er búin að fara tvisvar til Ítalíu og vildi prófa eitthvað nýtt Berglind Björg Þorvaldsdóttir mun spila með Le Havre í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta á komandi leiktíð. Það er mikil blóðtaka fyrir lið Breiðabliks. Rætt var við hana í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. 1. september 2020 20:00 „Féllu nokkur hamingjutár þegar Sara skoraði“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir segist hafa samglaðst Söru Björk Gunnarsdóttur innilega þegar hún varð Evrópumeistari á sunnudaginn. 1. september 2020 16:30 „Ótrúlega gott tækifæri sem ég gat ekki sleppt“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir hlakkar til að reyna sig í frönsku úrvalsdeildinni, þeirri sterkustu í Evrópu. Hún segir erfitt að yfirgefa Breiðablik en segir að tækifærið að ganga í raðir Le Havre hafi verið of gott til að sleppa því. 1. september 2020 14:30 Berglind Björg á leið í frönsku úrvalsdeildina Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji Breiðabliks, er á leið til franska úrvalsdeildarliðsins Le Havre og hefur líklega leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik í bili. 31. ágúst 2020 22:04 Engin skoraði meira en Berglind Björg í Meistaradeildinni Berglind Björg Þorvaldsdóttir var markahæst í Meistaradeild Evrópu tímabilið 2019-20 ásamt tveimur öðrum. 31. ágúst 2020 14:30 Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Haltur Mahomes skoraði snertimark Sport Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
Berglind er búin að fara tvisvar til Ítalíu og vildi prófa eitthvað nýtt Berglind Björg Þorvaldsdóttir mun spila með Le Havre í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta á komandi leiktíð. Það er mikil blóðtaka fyrir lið Breiðabliks. Rætt var við hana í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. 1. september 2020 20:00
„Féllu nokkur hamingjutár þegar Sara skoraði“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir segist hafa samglaðst Söru Björk Gunnarsdóttur innilega þegar hún varð Evrópumeistari á sunnudaginn. 1. september 2020 16:30
„Ótrúlega gott tækifæri sem ég gat ekki sleppt“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir hlakkar til að reyna sig í frönsku úrvalsdeildinni, þeirri sterkustu í Evrópu. Hún segir erfitt að yfirgefa Breiðablik en segir að tækifærið að ganga í raðir Le Havre hafi verið of gott til að sleppa því. 1. september 2020 14:30
Berglind Björg á leið í frönsku úrvalsdeildina Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji Breiðabliks, er á leið til franska úrvalsdeildarliðsins Le Havre og hefur líklega leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik í bili. 31. ágúst 2020 22:04
Engin skoraði meira en Berglind Björg í Meistaradeildinni Berglind Björg Þorvaldsdóttir var markahæst í Meistaradeild Evrópu tímabilið 2019-20 ásamt tveimur öðrum. 31. ágúst 2020 14:30