Fótbolti

Íslensku strákarnir krupu með þeim ensku: Sjáðu óvenjulega byrjun leiksins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins, við upphafsflautið í dag.
Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins, við upphafsflautið í dag. Skjámynd/S2 Sport

Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu ákváðu að krjúpa á vellinum fyrir leik Íslands og Englands í Þjóðadeildinni í dag en þeir fóru þar eftir frumkvæði ensku landsliðsmannana.

Ísland og England eru að spila þessa stundina í blíðunni á Laugardalsvellinum en þetta er fyrsti leikur liðanna í sínum riðli í A-deild Þjóðadeildarinnar. Það er hægt að fylgjast með gangi máli í leiknum hér en hann er einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Þetta er óvenjulegur leikur því það eru engir áhorfendur leyfðir á Laugardalsvellinum en hann var líka sérstakur að því leiti að bæði liðin fóru niður á hnén í upphafi leiks.

Ensku landsliðsmennirnir áttu hugmyndina þeir voru búnir að gefa það út að þeir myndu krjúpa fyrir leikinn til að styðja við „Svört Líf Skipta máli“ [e. Black Lives Matter] málstaðinn.

Þetta var líka gert fyrir leiki ensku úrvalsdeildarinnar eftir að hún fór aftur af stað eftir kórónuveiruhlé sem og víða í evrópskum fótbolta og ensku landsliðsmennirnir vildu halda þessu áfram í dag.

Hér fyrir neðan má sjá hvað gerðist við upphafsflautið á Laugardalsvellinum í dag.

Klippa: Leikmenn Íslands og Englands í byrjun leiks



Fleiri fréttir

Sjá meira


×