Fótbolti

Leikmaður Englendinga traðkaði á vítapunktinum rétt áður en Birkir steig á punktinn

Ísak Hallmundarson skrifar
Ward-Prowse í leiknum í dag.
Ward-Prowse í leiknum í dag. Getty/Haflidi Breidfjord

Ísland var óheppið að ná ekki í stig á móti Englandi í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í dag. Birkir Bjarnason fór á vítapunktinn í lok uppbótartíma leiksins en skaut því miður yfir markið.

James Ward-Prowse, leikmaður Southampton og enska landsliðsins, sést á myndi hér fyrir neðan róta með tökkunum í vítapunktinum rétt áður en Birkir Bjarnason tók spyrnuna.

Sam Tighe, blaðamaður á Bleacher Report, segir þetta ekki í fyrsta sinn sem slík athöfn hjá Ward-Prowse endi með vítaklúðri andstæðingsins.

Það er aldrei að vita hvort niðurstaða leiksins hefði verið önnur ef ekki hefði verið fyrir þessa takta Englendingsins, en Íslendingar þurftu á endanum að sætta sig við svekkjandi 0-1 tap í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×