Íslenska handbolta landsliðið er í F-riðli á HM í handbolta sem fram fer í Egyptalandi í janúar 2021.
Íslenska liðið var í þriðja styrkleikaflokki og dróst í riðil með Portúgal sem var í fyrsta styrkleikaflokki, Alsír í öðrum styrkleikaflokki og Marokkó í fjórða styrkleikaflokki.
Heimsmeistarar Danmerkur lentu í riðli með Argentínu, Bahrain og Kongó og Evrópumeistarar Spánar verða með Túnis, Brasilíu og Póllandi í riðli.
Heimsmeistaramótið hefst 14. janúar og því lýkur 31. janúar og er eins og áður segir haldið í Egyptalandi.