Hallfríður Ólafsdóttir er látin Atli Ísleifsson skrifar 6. september 2020 13:28 Hallfríður var leiðandi flautuleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands í rúma tvo áratugi. Aðsend Hallfríður Ólafsdóttir, tónlistarmaður og höfundur bókanna um Maxímús Músíkus, er látin, 56 ára að aldri. Hallfríður lést á líknardeild Landspítalans að kvöldi 4. september eftir glímu við krabbamein, að því er fram kemur í tilkynningu frá fjölskyldu Hallfríðar. Hún var leiðandi flautuleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands í rúma tvo áratugi og var á ferli sínum meðal annars sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 2014 og í apríl 2019 var henni veitt Heiðursviðurkenning Útflutningsverðlauna forseta Íslands fyrir einstakt framlag til að auka hróður Íslands á erlendri grund. Hallfríður var fædd og uppalin í Kópavogi og nam tónlist á Íslandi, í London og París. Hún lauk bæði Einleikaraprófi og Blásarakennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og bætti við sig framhaldsprófum frá Royal Northern College of Music og Royal Academy of Music auk einkatímum í París. Leiðandi flautuleikari Hallfríður var leiðandi flautuleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands í rúma tvo áratugi og lék einleikskonserta reglulega með Sinfóníuhljómsveitinni. Hallfríður var stofnandi kammerhópsins Camerarctica og sinnti uppfræðslu ungs tónlistarfólks af ákafa, bæði í flautuleik, m.a. við Menntaskóla í tónlist, Tónlistarskóla Garðabæjar og Listaháskólann, og með þjálfun tréblásaradeilda hinna ýmsu sinfóníuhljómsveita ungliða, m.a. Ungsveitar Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Síðustu árin sinnti hún í auknum mæli hljómsveitarstjórn og stjórnaði tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna, Sinfóníuhljómsveitar unga fólksins og bæði Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og Austurlands auk þess sem hún stjórnaði ýmsum minni hópum á borð við Íslenska flautukórinn og Hnúkaþey, sérstaklega í flutningi samtímatónlistar. Skapari fræðsluverkefnisins Maxímús Músíkús Hallfríður var höfundur og listrænn stjórnandi fræðsluverkefnisins um Maxímús Músíkús sem hún skrifaði og vann í samvinnu við teiknarann og víóluleikarann Þórarin Má Baldursson, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Ríkisútvarpið og Forlagið. Hallfríður og Þórarinn hlutu bæði Fjöruverðlaunin og Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar ársins 2008 fyrir fyrstu bókina, „Maxímús Músíkús heimsækir hljómsveitina“ og hefur verkefnið einnig hlotið fjölda tilnefninga til verðlauna hérlendis sem erlendis. Bókunum fylgja geisladiskar með leik Sinfóníuhljómsveitarinnar og hafa metsölubækurnar komið út á sjö öðrum tungumálum. Vel yfir hundrað tónleikar byggðir á sögunum hafa verið haldnir af sinfóníuhljómsveitum víða um heim, m.a. í New York, Washington, LA, Berlín, Stokkhólmi, Kuala Lumpur og Melbourne. Bækurnar eru fimm: „Maxímús Músíkús heimsækir hljómsveitina“ (2008), „Maxímús Músíkús trítlar í tónlistarskólann“ (2010), „Maxímús Músíkús bjargar ballettinum“ (2012) og „Maxímús Músíkús kætist í kór“ (2014). Fimmta sagan, „Maxímús Músíkús fer á fjöll“ eða „Maximus Musicus Explores Iceland“ var pöntuð af Los Angeles Philharmonic Orchestra fyrir tónlistarhátíðina „Reykjavík“ 2017, var frumflutt þar og endurflutt hér 2018. Ævintýrið er kynning á Íslandi, íslenskri tónlist, þjóðlögum og náttúru landsins og er nú í vinnslu að vinna út frá því námsefni fyrir íslensk skólabörn í tengslum við þjóðfræði, náttúrufræði, sögu landsins, tungumálið og menningu okkar. Verndari verkefnisins um Maxa er Maestro Vladimir Ashkenazy, Heiðursstjórnandi SÍ. Árið 2002 var Hallfríði veitt heiðursnafnbótin Associate of the Royal Academy of Music í London sem veitist þeim fyrrum nemendum RAM sem notið hafa velgengni í starfi og vorið 2003 hlaut hún titilinn Bæjarlistamaður Garðabæjar. Fyrir frumkvöðlastarf sitt í þágu tónlistarfræðslu hlaut Hallfríður Riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu árið 2014 og titilinn Eldhugi ársins frá Rótaryklúbbi Kópavogs vorið 2017. Í apríl 2019 var Hallfríði veitt Heiðursviðurkenning Útflutningsverðlauna Forseta Íslands fyrir einstakt framlag til að auka hróður Íslands á erlendri grund og í júní á þessu ári var henni veitt Heiðursviðurkenning frá Garðabæ fyrir mikilvægt framlag til menningar og lista. Eiginmaður Hallfríðar er Ármann Helgason tónlistarmaður og börnin þeirra eru Gunnhildur Halla Ármannsdóttir og Tryggvi Pétur Ármannsson. Andlát Tónlist Menning Ballett Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Sjá meira
Hallfríður Ólafsdóttir, tónlistarmaður og höfundur bókanna um Maxímús Músíkus, er látin, 56 ára að aldri. Hallfríður lést á líknardeild Landspítalans að kvöldi 4. september eftir glímu við krabbamein, að því er fram kemur í tilkynningu frá fjölskyldu Hallfríðar. Hún var leiðandi flautuleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands í rúma tvo áratugi og var á ferli sínum meðal annars sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 2014 og í apríl 2019 var henni veitt Heiðursviðurkenning Útflutningsverðlauna forseta Íslands fyrir einstakt framlag til að auka hróður Íslands á erlendri grund. Hallfríður var fædd og uppalin í Kópavogi og nam tónlist á Íslandi, í London og París. Hún lauk bæði Einleikaraprófi og Blásarakennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og bætti við sig framhaldsprófum frá Royal Northern College of Music og Royal Academy of Music auk einkatímum í París. Leiðandi flautuleikari Hallfríður var leiðandi flautuleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands í rúma tvo áratugi og lék einleikskonserta reglulega með Sinfóníuhljómsveitinni. Hallfríður var stofnandi kammerhópsins Camerarctica og sinnti uppfræðslu ungs tónlistarfólks af ákafa, bæði í flautuleik, m.a. við Menntaskóla í tónlist, Tónlistarskóla Garðabæjar og Listaháskólann, og með þjálfun tréblásaradeilda hinna ýmsu sinfóníuhljómsveita ungliða, m.a. Ungsveitar Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Síðustu árin sinnti hún í auknum mæli hljómsveitarstjórn og stjórnaði tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna, Sinfóníuhljómsveitar unga fólksins og bæði Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og Austurlands auk þess sem hún stjórnaði ýmsum minni hópum á borð við Íslenska flautukórinn og Hnúkaþey, sérstaklega í flutningi samtímatónlistar. Skapari fræðsluverkefnisins Maxímús Músíkús Hallfríður var höfundur og listrænn stjórnandi fræðsluverkefnisins um Maxímús Músíkús sem hún skrifaði og vann í samvinnu við teiknarann og víóluleikarann Þórarin Má Baldursson, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Ríkisútvarpið og Forlagið. Hallfríður og Þórarinn hlutu bæði Fjöruverðlaunin og Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar ársins 2008 fyrir fyrstu bókina, „Maxímús Músíkús heimsækir hljómsveitina“ og hefur verkefnið einnig hlotið fjölda tilnefninga til verðlauna hérlendis sem erlendis. Bókunum fylgja geisladiskar með leik Sinfóníuhljómsveitarinnar og hafa metsölubækurnar komið út á sjö öðrum tungumálum. Vel yfir hundrað tónleikar byggðir á sögunum hafa verið haldnir af sinfóníuhljómsveitum víða um heim, m.a. í New York, Washington, LA, Berlín, Stokkhólmi, Kuala Lumpur og Melbourne. Bækurnar eru fimm: „Maxímús Músíkús heimsækir hljómsveitina“ (2008), „Maxímús Músíkús trítlar í tónlistarskólann“ (2010), „Maxímús Músíkús bjargar ballettinum“ (2012) og „Maxímús Músíkús kætist í kór“ (2014). Fimmta sagan, „Maxímús Músíkús fer á fjöll“ eða „Maximus Musicus Explores Iceland“ var pöntuð af Los Angeles Philharmonic Orchestra fyrir tónlistarhátíðina „Reykjavík“ 2017, var frumflutt þar og endurflutt hér 2018. Ævintýrið er kynning á Íslandi, íslenskri tónlist, þjóðlögum og náttúru landsins og er nú í vinnslu að vinna út frá því námsefni fyrir íslensk skólabörn í tengslum við þjóðfræði, náttúrufræði, sögu landsins, tungumálið og menningu okkar. Verndari verkefnisins um Maxa er Maestro Vladimir Ashkenazy, Heiðursstjórnandi SÍ. Árið 2002 var Hallfríði veitt heiðursnafnbótin Associate of the Royal Academy of Music í London sem veitist þeim fyrrum nemendum RAM sem notið hafa velgengni í starfi og vorið 2003 hlaut hún titilinn Bæjarlistamaður Garðabæjar. Fyrir frumkvöðlastarf sitt í þágu tónlistarfræðslu hlaut Hallfríður Riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu árið 2014 og titilinn Eldhugi ársins frá Rótaryklúbbi Kópavogs vorið 2017. Í apríl 2019 var Hallfríði veitt Heiðursviðurkenning Útflutningsverðlauna Forseta Íslands fyrir einstakt framlag til að auka hróður Íslands á erlendri grund og í júní á þessu ári var henni veitt Heiðursviðurkenning frá Garðabæ fyrir mikilvægt framlag til menningar og lista. Eiginmaður Hallfríðar er Ármann Helgason tónlistarmaður og börnin þeirra eru Gunnhildur Halla Ármannsdóttir og Tryggvi Pétur Ármannsson.
Andlát Tónlist Menning Ballett Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Sjá meira