Fullorðinsvörur, sérvörur fyrir Japansmarkað og nýfenginn styrkur Rakel Sveinsdóttir skrifar 8. september 2020 09:00 As We Grow Garðastræti 2, Gréta Hlöðversdóttir framkvæmdastjóri Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Við höfum nú þegar verið að bjóða upp á nokkrar fullorðinsvörur og einnig gert vörur eingöngu fyrir Japansmarkað. Núna erum við að vinna mikla þróunarvinnu til að stækka þá vörulínu, bæta við þær klassísku vörur sem fyrir eru“ segir Gréta Hlöðversdóttir framkvæmdastjóri og einn stofnenda As We Grow. Hún segir þróunarvinnuna standa yfir núna þar sem ætlunin er að stækka þá vörulínu og bæta við þær vörur sem fyrir eru. As We Grow hlaut nýverið tvær milljóna króna styrk frá Hönnunarsjóði sem ætlunin er að nýta til að þróa fullorðinslínuna en að sögn Grétu er algengt erlendis að barnafatalínur bjóði einnig upp á fatnað fyrir fullorðna. As We Grow (AWG) er eitt þeirra nýsköpunarfyrirtækja sem stofnað var í kjölfar bankahruns. Starfsemin hófst árið 2012 en hugmyndin spratt út frá sögu um peysu sem fór á flakk um heiminn og sögð var á milli kynslóða. Það var sagan um peysuna sem íslensk móðir prjónaði á son sinn sem síðan notaði þessa peysu í mörg, mörg ár því peysan í raun stækkaði með honum. Að sögn Grétu fer öll hönnun og vöruþróun fram á Íslandi en framleiðslan erlendis. Þegar við byrjuðum 2012 voru ekki til vélar á Íslandi til að móta snið með prjóni með þeim hætti sem við þurfum á að halda. Því byrjuðum við að framleiða þar sem meirihluti alpaca ullar í heiminum er uppruninn, í Perú“ segir Gréta og bætir við „Ég þekkti framleiðendurna vel og vissi að þeir ynnu eingöngu eftir ströngustu stöðlum um aðbúnað og kjör starfsfólks, og við höfum þróað einstakt samstarf með þeim.“ Gréta segir AWG hafa verið að stækka framleiðslunetið hægt og rólega síðustu árin. Nú sé svo komið að valdar vörur eru framleiddar í Evrópu og ekkert sé útséð með það hvort eitthvað verði framleitt á Íslandi seinna meir. „Með því að stækka framleiðslunetið koma tækifæri og þekking sem við ætlum meðal annars að nýta til þess að stækka fullorðinslínuna okkar,“ segir Gréta. Gréta segir að þótt 60-70% af sölunni fari fram á Íslandi séu vaxtarmöguleikarnir erlendis. „Markmiðið er að auka útflutninginn í gegnum vefsölur erlendis og til valinna verslana. Við erum nú þegar búnar að byggja upp vörumerkið okkar í nokkur ár í Japan og er það núna að skila árangri og hefur reyndar áhrif víðar í Asíu en bara í Japan, því við erum einnig komnar í samband við stórar vefverslanir í Suður Kóreu og Kína og búnar að prufukeyra sölur þar með frábærum árangri,“ segir Gréta og bætir við „Austurströnd Bandaríkjanna er einnig mjög spennandi markaður fyrir okkur.“ Nýverið opnaði AWG verslun í Garðarstræti en þar geta neytendur séð alla vörulínuna á einum stað. Þá hafi AWG sótt innblástur í kórónufaraldurinn með nýjum hugmyndum. Sífelldar breytingar á smásölumarkaðinum á Íslandi gerði það að verkum að við ákváðum að stíga það skref að opna verslun. Í Covid fórum við síðan að bjóða upp á fríar heimsendingar í gegnum nýja íslenska vefsíðu As We Grow. Svona umbrotatímar hvetja til nýrra hugmynda og nýrra lífshátta og það er hlutverk okkar allra að hugsa hlutina upp á nýtt. Það eru breyttar áherslur í heiminum og það hlýtur að hafa áhrif á okkur eins og alla aðra,“ segir Gréta. AWG er eina íslenska fatahönnunarmerkið sem hefur hlotið Hönnunarverðlaun Íslands. Þá hefur AWG hlotið verðlaun frá Junior Design Awards sem er mjög virt viðurkenning á alþjóðamarkaði. AWG hefur innleitt markmið Sameinuðu þjóðanna í baráttunni gegn fatasóun inn í sína framleiðslu. Að sögn Grétu hefur vitund neytenda um sjálfbærni og nýtni aukist verulega hin síðustu ár. „Af þessari slóð verður ekki aftur snúið, nú á tímum ofgnóttar alls, það er deginum ljósara“, segir Gréta. Nýsköpun Verslun Tíska og hönnun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Umhverfismál Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Sjá meira
„Við höfum nú þegar verið að bjóða upp á nokkrar fullorðinsvörur og einnig gert vörur eingöngu fyrir Japansmarkað. Núna erum við að vinna mikla þróunarvinnu til að stækka þá vörulínu, bæta við þær klassísku vörur sem fyrir eru“ segir Gréta Hlöðversdóttir framkvæmdastjóri og einn stofnenda As We Grow. Hún segir þróunarvinnuna standa yfir núna þar sem ætlunin er að stækka þá vörulínu og bæta við þær vörur sem fyrir eru. As We Grow hlaut nýverið tvær milljóna króna styrk frá Hönnunarsjóði sem ætlunin er að nýta til að þróa fullorðinslínuna en að sögn Grétu er algengt erlendis að barnafatalínur bjóði einnig upp á fatnað fyrir fullorðna. As We Grow (AWG) er eitt þeirra nýsköpunarfyrirtækja sem stofnað var í kjölfar bankahruns. Starfsemin hófst árið 2012 en hugmyndin spratt út frá sögu um peysu sem fór á flakk um heiminn og sögð var á milli kynslóða. Það var sagan um peysuna sem íslensk móðir prjónaði á son sinn sem síðan notaði þessa peysu í mörg, mörg ár því peysan í raun stækkaði með honum. Að sögn Grétu fer öll hönnun og vöruþróun fram á Íslandi en framleiðslan erlendis. Þegar við byrjuðum 2012 voru ekki til vélar á Íslandi til að móta snið með prjóni með þeim hætti sem við þurfum á að halda. Því byrjuðum við að framleiða þar sem meirihluti alpaca ullar í heiminum er uppruninn, í Perú“ segir Gréta og bætir við „Ég þekkti framleiðendurna vel og vissi að þeir ynnu eingöngu eftir ströngustu stöðlum um aðbúnað og kjör starfsfólks, og við höfum þróað einstakt samstarf með þeim.“ Gréta segir AWG hafa verið að stækka framleiðslunetið hægt og rólega síðustu árin. Nú sé svo komið að valdar vörur eru framleiddar í Evrópu og ekkert sé útséð með það hvort eitthvað verði framleitt á Íslandi seinna meir. „Með því að stækka framleiðslunetið koma tækifæri og þekking sem við ætlum meðal annars að nýta til þess að stækka fullorðinslínuna okkar,“ segir Gréta. Gréta segir að þótt 60-70% af sölunni fari fram á Íslandi séu vaxtarmöguleikarnir erlendis. „Markmiðið er að auka útflutninginn í gegnum vefsölur erlendis og til valinna verslana. Við erum nú þegar búnar að byggja upp vörumerkið okkar í nokkur ár í Japan og er það núna að skila árangri og hefur reyndar áhrif víðar í Asíu en bara í Japan, því við erum einnig komnar í samband við stórar vefverslanir í Suður Kóreu og Kína og búnar að prufukeyra sölur þar með frábærum árangri,“ segir Gréta og bætir við „Austurströnd Bandaríkjanna er einnig mjög spennandi markaður fyrir okkur.“ Nýverið opnaði AWG verslun í Garðarstræti en þar geta neytendur séð alla vörulínuna á einum stað. Þá hafi AWG sótt innblástur í kórónufaraldurinn með nýjum hugmyndum. Sífelldar breytingar á smásölumarkaðinum á Íslandi gerði það að verkum að við ákváðum að stíga það skref að opna verslun. Í Covid fórum við síðan að bjóða upp á fríar heimsendingar í gegnum nýja íslenska vefsíðu As We Grow. Svona umbrotatímar hvetja til nýrra hugmynda og nýrra lífshátta og það er hlutverk okkar allra að hugsa hlutina upp á nýtt. Það eru breyttar áherslur í heiminum og það hlýtur að hafa áhrif á okkur eins og alla aðra,“ segir Gréta. AWG er eina íslenska fatahönnunarmerkið sem hefur hlotið Hönnunarverðlaun Íslands. Þá hefur AWG hlotið verðlaun frá Junior Design Awards sem er mjög virt viðurkenning á alþjóðamarkaði. AWG hefur innleitt markmið Sameinuðu þjóðanna í baráttunni gegn fatasóun inn í sína framleiðslu. Að sögn Grétu hefur vitund neytenda um sjálfbærni og nýtni aukist verulega hin síðustu ár. „Af þessari slóð verður ekki aftur snúið, nú á tímum ofgnóttar alls, það er deginum ljósara“, segir Gréta.
Nýsköpun Verslun Tíska og hönnun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Umhverfismál Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Sjá meira