Fótbolti

Generalprufa Rúmena fyrir Íslandsför: Sjáðu alla Þjóðadeildaleikina í beinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ianis Hagi og félögum tókst ekki að vinna á föstudagskvöldið.
Ianis Hagi og félögum tókst ekki að vinna á föstudagskvöldið. EPA-EFE/ROBERT GHEMENT

Síðasti landsleikur Rúmena fyrir umspilsleikinn á móti Íslandi fer fram í Austurríki í kvöld og á sama tíma stýrir Lars Lagerbäck Norðmönnum í Belfast.

Eins og síðustu daga þá verður hægt að horfa á leiki Þjóðadeildarinnar inn á Vísi en alls fara fram sjö leikir í kvöld.

Rúmenar gerðu jafntefli við Norður-Íra á heimavelli á föstudaginn og heimsækja nú Austurríkismenn í Klagenfurt am Wörthersee. Þetta verður síðasti landsleikur Rúmena áður en þeir mæta á Laugardalsvöllinn í næsta mánuði.

Norðmenn byrjuðu Þjóðadeildina á tapi á heimavelli á móti Austurríki og það verður athyglisvert að sjá hvort Lars Lagerbäck fái sína menn til að svara því í kvöld.

Tveir leikir fara fram í A-deildinni þar sem Bosnía tekur á móti Póllandi og Hollendingar taka á móti Ítölum.

Hægt er að horfa á útsendingar frá leikjunum með því að smella á viðeigandi hlekk hér að neðan. Útsendingarnar birtast neðst í textalýsingu hvers leiks, svo að lesendur gætu þurft að skruna niður í gegnum textalýsinguna til að finna beina útsendingu.

Leikir í beinni á Vísi í dag:

A-deild

Bosnía - Pólland (Hefst klukkan 18.45)

Holland - Ítalía (Hefst kl. 18.45)

B-deild

Austurríki - Rúmenía (Hefst kl. 18.45)

Norður Írland - Noregur (Hefst kl. 18.45)

Tékkland - Skotland (Hefst kl. 18.45)

Ísrael - Slóvakía (Hefst kl. 18.45)

C-deil d

Albanía - Litháen (Hefst kl. 18.45)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×