„Skiptir ekki máli hvern við dekkum“ Sindri Sverrisson skrifar 7. september 2020 21:16 Ari Freyr Skúlason í viðtali í dag. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Það skiptir ekki máli hvern við dekkum þarna,“ segir Ari Freyr Skúlason um hið ógnarsterka belgíska lið sem Ísland mætir ytra annað kvöld í Þjóðadeildinni í fótbolta. Ísland fór til Belgíu eftir 1-0 tapið gegn Englandi á Laugardalsvelli á laugardaginn. Ari tók ekki þátt í þeim leik en verður með á morgun, í landinu sem hann hefur átt heima í síðustu fjögur ár. „Það var mjög svekkjandi [að tapa gegn Englendingum]. Við lékum mjög góðan varnarleik og allir stóðu sig mjög vel – unnum vel fyrir hvern annan og börðumst vel. 0-0 eða 1-1 hefði verið frábær úrslit fyrir okkur,“ sagði Ari í dag. Hann hlakkar til að spila í Belgíu: „Það er alltaf gaman. Maður hefur spilað á móti nokkrum strákanna og þekkir þetta lið inn og út þannig lagað séð. Þetta er frábært lið og frábærir fótboltamenn, en aðalatriðið er að hugsa um hvað við ætlum að gera, hvernig við ætlum að spila, og byggja ofan á það,“ sagði Ari. Training at the match stadium in Brussels. We play Belgium here on Tuesday in the @EURO2020 #fyririsland pic.twitter.com/qiUUgXupai— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 7, 2020 Ari er hvergi smeykur fyrir leikinn erfiða á morgun, þrátt fyrir að í íslenska hópinn vanti Gylfa, Jóhann, Aron, Kára, Ragnar, Hannes, Alfreð og fleiri. „Nei, alls ekki. Við erum með unga stráka sem fá tækifæri og þeir sýndu hvað þeir geta í síðasta leik. Vonandi geta fleiri komið inn og sýnt að þeir eiga skilið að vera í þessum hópi. Okkar vinnuframlag er númer 1, 2 og 3 og það vita allir hvað þeir eiga að gera,“ sagði Ari, og bætti við: „Við þurfum að vera góðir varnarlega og reyna að nýta tækifærið þegar við fáum skyndisóknir. Við þekkjum alla þarna. Við sjáum að [Kevin] De Bruyne var að koma aftur inn og þeir [Eden] Hazard eru náttúrulega frábærir leikmenn. En Belgía sem lið er bara í heildina frábært lið. [Roberto] Martínez er búinn að gera frábæra hluti með þá, skapa sigurhefð og sigurhugarfar, og það skiptir ekki máli hvern við dekkum þarna. Við þurfum bara að hugsa um okkar taktík,“ sagði Ari. Klippa: Ari Freyr í viðtali í Belgíu Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Sjáðu blaðamannafund Íslands í Belgíu: „Reikna allir með því að Belgar vinni“ „Það er rosaleg áskorun að spila þessa leiki,“ segir Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands. Þeir Ari Freyr Skúlason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Belgíu í dag, fyrir leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeild UEFA í fótbolta á morgun. 7. september 2020 18:00 Miklar breytingar á liði Íslands milli leikja | Hvernig verður vörnin? Ljóst er að allavega verða þrjár breytingar á byrjunarliði Íslands er liðið mætir Belgíu ytra á morgun. Stærsta spurningin er hver verður í marki og hvernig verður vörninni stillt upp? 7. september 2020 07:00 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Sjá meira
„Það skiptir ekki máli hvern við dekkum þarna,“ segir Ari Freyr Skúlason um hið ógnarsterka belgíska lið sem Ísland mætir ytra annað kvöld í Þjóðadeildinni í fótbolta. Ísland fór til Belgíu eftir 1-0 tapið gegn Englandi á Laugardalsvelli á laugardaginn. Ari tók ekki þátt í þeim leik en verður með á morgun, í landinu sem hann hefur átt heima í síðustu fjögur ár. „Það var mjög svekkjandi [að tapa gegn Englendingum]. Við lékum mjög góðan varnarleik og allir stóðu sig mjög vel – unnum vel fyrir hvern annan og börðumst vel. 0-0 eða 1-1 hefði verið frábær úrslit fyrir okkur,“ sagði Ari í dag. Hann hlakkar til að spila í Belgíu: „Það er alltaf gaman. Maður hefur spilað á móti nokkrum strákanna og þekkir þetta lið inn og út þannig lagað séð. Þetta er frábært lið og frábærir fótboltamenn, en aðalatriðið er að hugsa um hvað við ætlum að gera, hvernig við ætlum að spila, og byggja ofan á það,“ sagði Ari. Training at the match stadium in Brussels. We play Belgium here on Tuesday in the @EURO2020 #fyririsland pic.twitter.com/qiUUgXupai— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 7, 2020 Ari er hvergi smeykur fyrir leikinn erfiða á morgun, þrátt fyrir að í íslenska hópinn vanti Gylfa, Jóhann, Aron, Kára, Ragnar, Hannes, Alfreð og fleiri. „Nei, alls ekki. Við erum með unga stráka sem fá tækifæri og þeir sýndu hvað þeir geta í síðasta leik. Vonandi geta fleiri komið inn og sýnt að þeir eiga skilið að vera í þessum hópi. Okkar vinnuframlag er númer 1, 2 og 3 og það vita allir hvað þeir eiga að gera,“ sagði Ari, og bætti við: „Við þurfum að vera góðir varnarlega og reyna að nýta tækifærið þegar við fáum skyndisóknir. Við þekkjum alla þarna. Við sjáum að [Kevin] De Bruyne var að koma aftur inn og þeir [Eden] Hazard eru náttúrulega frábærir leikmenn. En Belgía sem lið er bara í heildina frábært lið. [Roberto] Martínez er búinn að gera frábæra hluti með þá, skapa sigurhefð og sigurhugarfar, og það skiptir ekki máli hvern við dekkum þarna. Við þurfum bara að hugsa um okkar taktík,“ sagði Ari. Klippa: Ari Freyr í viðtali í Belgíu
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Sjáðu blaðamannafund Íslands í Belgíu: „Reikna allir með því að Belgar vinni“ „Það er rosaleg áskorun að spila þessa leiki,“ segir Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands. Þeir Ari Freyr Skúlason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Belgíu í dag, fyrir leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeild UEFA í fótbolta á morgun. 7. september 2020 18:00 Miklar breytingar á liði Íslands milli leikja | Hvernig verður vörnin? Ljóst er að allavega verða þrjár breytingar á byrjunarliði Íslands er liðið mætir Belgíu ytra á morgun. Stærsta spurningin er hver verður í marki og hvernig verður vörninni stillt upp? 7. september 2020 07:00 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Sjá meira
Sjáðu blaðamannafund Íslands í Belgíu: „Reikna allir með því að Belgar vinni“ „Það er rosaleg áskorun að spila þessa leiki,“ segir Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands. Þeir Ari Freyr Skúlason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Belgíu í dag, fyrir leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeild UEFA í fótbolta á morgun. 7. september 2020 18:00
Miklar breytingar á liði Íslands milli leikja | Hvernig verður vörnin? Ljóst er að allavega verða þrjár breytingar á byrjunarliði Íslands er liðið mætir Belgíu ytra á morgun. Stærsta spurningin er hver verður í marki og hvernig verður vörninni stillt upp? 7. september 2020 07:00