Martínez hefur dáðst að íslenska liðinu | De Bruyne eignaðist dóttur og spilar Sindri Sverrisson skrifar 7. september 2020 22:30 Roberto Martínez verður með Kevin De Bruyne til taks gegn Íslandi annað kvöld. VÍSIR/GETTY Roberto Martínez, landsliðsþjálfari Belgíu, segir að Erik Hamrén hafi greinilega verið á réttri leið með íslenska landsliðið síðan að liðin mættust í Þjóðadeildinni fyrir tveimur árum. Liðin mætast annað kvöld kl. 18.45, í Belgíu. Martínez greindi frá því á blaðamannafundi að Kevin De Bruyne hefði eignast dóttur og væri kominn aftur til móts við belgíska hópinn fyrir leikinn við Ísland. Hann muni koma við sögu en geti ekki spilað 90 mínútur. Romelu Lukaku spilar hins vegar ekki og var Michy Batshuayi kallaður inn í hans stað. Belgíu hefur vegnað afar vel undir stjórn Martínez og er liðið í efsta sæti heimslistans. Eflaust búast því allir við sigri liðsins gegn Íslandi á morgun en þjálfarinn kveðst meðvitaður um styrkleika íslenska liðsins: „Ég hef dáðst að því hvað Ísland hefur verið að gera í síðustu leikjum sínum. Þegar við mættum þeim var þjálfarinn þeirra nýbúinn að taka við liðinu en maður sér núna áhrif hans á liðið. Þeir eru mjög vel skipulagðir, vel þjálfaðir og samhæfingin í vörninni er sérstaklega góð,“ sagði Martínez, sem var vitaskuld búinn að horfa á 1-0 tap Íslands gegn Englandi: „Mér fannst þeir mjög óheppnir að fá ekki jákvæð úrslit gegn Englandi. Ég býst við svipuðum leik á morgun. Þeir munu verjast með marga leikmenn og reyna svo að sækja hratt fram. Við verðum að verjast vel eins og í Danmörku [í 2-0 sigri Belgíu á laugardaginn], og að brjóta niður þetta lið sem er alltaf að vaxa. Þeir eru án nokkurra leikmanna en ég held að nýju mennirnir spili kerfið þeirra mjög vel, með mikilli orku, og það gerir þá mjög sterka varnarlega,“ sagði Martínez. Klippa: Martínez sat fyrir svörum fyrir leikinn við Ísland Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Belgar greina frá smiti kvöldið fyrir leikinn við Ísland Ísland mætir Belgíu ytra annað kvöld í Þjóðadeild UEFA í fótbolta. Einn leikmanna Belgíu hefur nú greinst með kórónuveirusmit en leikurinn mun þó ekki vera í hættu. 7. september 2020 22:00 „Skiptir ekki máli hvern við dekkum“ „Það skiptir ekki máli hvern við dekkum þarna,“ segir Ari Freyr Skúlason um hið ógnarsterka belgíska lið sem Ísland mætir ytra annað kvöld í Þjóðadeildinni í fótbolta. 7. september 2020 21:16 Patrik fer til nýs félags eftir Belgíuleikinn Patrik Gunnarsson, hinn 19 ára nýliði í íslenska A-landsliðshópnum sem nú er í Belgíu, hefur verið lánaður til danska knattspyrnufélagsins Viborg. 7. september 2020 21:33 Sjáðu blaðamannafund Íslands í Belgíu: „Reikna allir með því að Belgar vinni“ „Það er rosaleg áskorun að spila þessa leiki,“ segir Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands. Þeir Ari Freyr Skúlason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Belgíu í dag, fyrir leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeild UEFA í fótbolta á morgun. 7. september 2020 18:00 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Bein útsending: Sviss - Ísland | Styttist í EM Handbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira
Roberto Martínez, landsliðsþjálfari Belgíu, segir að Erik Hamrén hafi greinilega verið á réttri leið með íslenska landsliðið síðan að liðin mættust í Þjóðadeildinni fyrir tveimur árum. Liðin mætast annað kvöld kl. 18.45, í Belgíu. Martínez greindi frá því á blaðamannafundi að Kevin De Bruyne hefði eignast dóttur og væri kominn aftur til móts við belgíska hópinn fyrir leikinn við Ísland. Hann muni koma við sögu en geti ekki spilað 90 mínútur. Romelu Lukaku spilar hins vegar ekki og var Michy Batshuayi kallaður inn í hans stað. Belgíu hefur vegnað afar vel undir stjórn Martínez og er liðið í efsta sæti heimslistans. Eflaust búast því allir við sigri liðsins gegn Íslandi á morgun en þjálfarinn kveðst meðvitaður um styrkleika íslenska liðsins: „Ég hef dáðst að því hvað Ísland hefur verið að gera í síðustu leikjum sínum. Þegar við mættum þeim var þjálfarinn þeirra nýbúinn að taka við liðinu en maður sér núna áhrif hans á liðið. Þeir eru mjög vel skipulagðir, vel þjálfaðir og samhæfingin í vörninni er sérstaklega góð,“ sagði Martínez, sem var vitaskuld búinn að horfa á 1-0 tap Íslands gegn Englandi: „Mér fannst þeir mjög óheppnir að fá ekki jákvæð úrslit gegn Englandi. Ég býst við svipuðum leik á morgun. Þeir munu verjast með marga leikmenn og reyna svo að sækja hratt fram. Við verðum að verjast vel eins og í Danmörku [í 2-0 sigri Belgíu á laugardaginn], og að brjóta niður þetta lið sem er alltaf að vaxa. Þeir eru án nokkurra leikmanna en ég held að nýju mennirnir spili kerfið þeirra mjög vel, með mikilli orku, og það gerir þá mjög sterka varnarlega,“ sagði Martínez. Klippa: Martínez sat fyrir svörum fyrir leikinn við Ísland
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Belgar greina frá smiti kvöldið fyrir leikinn við Ísland Ísland mætir Belgíu ytra annað kvöld í Þjóðadeild UEFA í fótbolta. Einn leikmanna Belgíu hefur nú greinst með kórónuveirusmit en leikurinn mun þó ekki vera í hættu. 7. september 2020 22:00 „Skiptir ekki máli hvern við dekkum“ „Það skiptir ekki máli hvern við dekkum þarna,“ segir Ari Freyr Skúlason um hið ógnarsterka belgíska lið sem Ísland mætir ytra annað kvöld í Þjóðadeildinni í fótbolta. 7. september 2020 21:16 Patrik fer til nýs félags eftir Belgíuleikinn Patrik Gunnarsson, hinn 19 ára nýliði í íslenska A-landsliðshópnum sem nú er í Belgíu, hefur verið lánaður til danska knattspyrnufélagsins Viborg. 7. september 2020 21:33 Sjáðu blaðamannafund Íslands í Belgíu: „Reikna allir með því að Belgar vinni“ „Það er rosaleg áskorun að spila þessa leiki,“ segir Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands. Þeir Ari Freyr Skúlason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Belgíu í dag, fyrir leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeild UEFA í fótbolta á morgun. 7. september 2020 18:00 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Bein útsending: Sviss - Ísland | Styttist í EM Handbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira
Belgar greina frá smiti kvöldið fyrir leikinn við Ísland Ísland mætir Belgíu ytra annað kvöld í Þjóðadeild UEFA í fótbolta. Einn leikmanna Belgíu hefur nú greinst með kórónuveirusmit en leikurinn mun þó ekki vera í hættu. 7. september 2020 22:00
„Skiptir ekki máli hvern við dekkum“ „Það skiptir ekki máli hvern við dekkum þarna,“ segir Ari Freyr Skúlason um hið ógnarsterka belgíska lið sem Ísland mætir ytra annað kvöld í Þjóðadeildinni í fótbolta. 7. september 2020 21:16
Patrik fer til nýs félags eftir Belgíuleikinn Patrik Gunnarsson, hinn 19 ára nýliði í íslenska A-landsliðshópnum sem nú er í Belgíu, hefur verið lánaður til danska knattspyrnufélagsins Viborg. 7. september 2020 21:33
Sjáðu blaðamannafund Íslands í Belgíu: „Reikna allir með því að Belgar vinni“ „Það er rosaleg áskorun að spila þessa leiki,“ segir Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands. Þeir Ari Freyr Skúlason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Belgíu í dag, fyrir leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeild UEFA í fótbolta á morgun. 7. september 2020 18:00