Kallaðar druslur og hjónadjöflar á samfélagsmiðlum Jakob Bjarnar skrifar 8. september 2020 10:06 Ungu konurnar mega nú sæta opinberri smánun á samfélagsmiðlum. Á miðöldum var slíkt stundað sem refsiúrræði en horfið frá því vegna þess að það þótti oft ómanneskjulegt. Lára Clausen og Nadía Sif Líndal, sem komust með afgerandi hætti í fréttirnar eftir að hafa hitt ensku landsliðsmennina Phil Foden og Mason Greenwood á hótelherbergi eftir leik Íslands og Englands, fá það óþvegið á samfélagsmiðlum. Þar mega þær sæta smánun en enskar fótboltabullur eru ekkert lamb að leika sér við. Þær eru kallaðar druslur og sakaðar um að vera hjónadjöflar en Foden er giftur og faðir. „Groupies like you have a special place in hell,“ er meðal ummæla sem falla í athugasemd á Instagramvegg annarrar þeirra. Nadía Sif er þegar búin að loka sínum Instagram-reikningi. Alþingismaður biðst vægðar fyrir hönd stúlknanna Helga Vala Helgadóttir alþingismaður og Þórey Vilhjálmsdóttir ráðgjafi eru meðal þeirra sem hafa séð sig knúnar til að rísa upp ungu konunum til varnar. Helga Vala bendir á að það hafi vissulega verið heimskulegt af hinu unga fólki að hittast vegna reglna um sóttvarnir. Þórey og Helga Vala eru meðal þeirra sem hafa risið upp og beðist vægðar fyrir hönd stúlknanna. „En getum við verið sammála um það að það sé algjör óþarfi að fara hamförum á samfélagsmiðlum með slíkum hroða að það mun augljóslega valda þessum ungu konum nokkrum skaða? Rétt upp hönd þið sem aldrei hafið gert neitt heimskulegt. Rétt upp hönd þið sem þakkið fyrir það á hverjum degi að samfélagsmiðlar voru ekki til þegar þið voruð á aldrinum 15-25,“ segir Helga. Og hún hvetur fólk til að hugsa sinn gang: „Eigum við kannski að gefa þeim smá séns?“ Ógeðslegt áreiti sem þær verða fyrir Önnur sem vekur máls á þessu er Þórey sem segist vera afar fegin því að vera miðaldra að glíma við Covid heiminn en ekki tvítug. „Skil vel að það sé ansi snúið, er ekki viss um að ég hefði staðið mig vel á þeim aldri,“ segir Þórey og hvetur fólk til að rifa seglin í fordæmingum sínum. Dæmi um það sem yfir ungu stúlkurnar gengur á samfélagsmiðlum. „Eigum við ekki bara að sýna því skilning að það er auðvelt að gleyma sér og óþarfi að skamma og fordæma. Þetta er líklega allt besta fólk sem hittist á hóteli í vikunni og hver hefur ekki stigið feilspor á ævinni og þá sérstaklega á þessum aldri.“ Í athugasemd við færslu Þóreyjar segist Andrea Sigurðardóttir finna mikið til með „þessum stelpum. Það er skelfilegt að misstíga sig svona, hvað þá svo ungar, og enda í heimspressunni. Áreitið sem þær eru að verða fyrir er ógeðslegt.“ Og hún birtir skjáskot, dæmi um það sem yfir stúlkurnar gengur á samfélagsmiðlum. En þar eru þær kallaðar öllum illum nöfnum eins og áður sagði. Opinber smánun harðneskjuleg Vísir hefur fjallað ítarlega um þetta fyrirbæri sem er opinber smánun. Meðal annars rætt við Hafstein Þór Hauksson dósent við lagadeild Háskóla Íslands en hann bendir á að mikilvægt sé að fólk sem vilji búa í réttarríki taki ekki þátt í að smána fólk opinberlega á samfélagsmiðlum verði því á mistök. Hafsteinn Þór bendir á að opinber smánun hafi áður verið opinbert refsiúrræði en horfið var frá því bæði vegna þess að það telst með afbrigðum ómanneskjulegt og skaðlegt. Þessi smánun hefur nú gengið í endurnýjun lífdaga með internetinu. Fleiri til varnar ungu konunum Fleiri stíga ungu konunum til varnar og þeirra á meðal er Elísabet Ormslev söngkona. Það er embarrassing hvað fullorðið fólk leyfir sér að kommenta á netinu. Þetta var 100% dómgreindarleysi hjá þessum stelpum, algjörlega, en ég skal kaupa kippu af bjór handa þeim sem gerðu ekki mistök og skitu uppá bak einhvern tímann fyrir eða um tvítugt.— Elísabet Ormslev (@elisabet_music) September 7, 2020 Auður Jónsdóttir rithöfundur þakkar almættinu fyrir að ekki voru til samfélagsmiðlar þegar hún var á sínum sokkabandsárum. Þingmaðurinn Hanna Katrín Friðriksson er á svipuðum slóðum og Auður í stuttum pistli á sinni Facebooksíðu og vill vara við stjaksetningu ungu kvennanna. Og rokkkóngurinn sjálfur Bubbi Morthens stígur fram og lýsir yfir því að hann skilji ævintýraþrá þessa unga fólks mjög vel. Fréttin hefur verið uppfærð. Samfélagsmiðlar Fótbolti England Fjölmiðlar Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Tengdar fréttir „Ef við hefðum vitað betur, þá hefðum við aldrei farið“ Lára Clausen, sem fór ásamt Nadíu Sif Líndal, í heimsókn á hótelherbergi ensku knattspyrnulandsliðsmannanna Phil Foden og Mason Greenwood í gærkvöldi, birti í kvöld röð myndbanda á Instagram-síðu sinni þar sem hún gengst við því að hafa tekið upp samskipti sín og Nadíu við leikmennina. 7. september 2020 23:53 Nadía Sif tjáir sig: „Ég lak engu til fjölmiðla“ Nadía Sif Líndal, önnur kvennanna sem heimsótti ensku landsliðsmennina Phil Foden og Mason Greenwood á Hótel Sögu í gær segist ekki hafa lekið myndefni frá samskiptum sínum við þá til fjölmiðla. 7. september 2020 19:22 Foden biður alla nema Íslendinga afsökunar Enski landsliðsmaðurinn Phil Foden hefur sent frá sér afsökunarbeiðni eftir að hafa brotið reglur um sóttkví á Íslandi með því að hitta tvær íslenskar konur á hóteli enska landsliðsins. 7. september 2020 20:11 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Búið að laga bilunina Innlent Fleiri fréttir Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Sjá meira
Lára Clausen og Nadía Sif Líndal, sem komust með afgerandi hætti í fréttirnar eftir að hafa hitt ensku landsliðsmennina Phil Foden og Mason Greenwood á hótelherbergi eftir leik Íslands og Englands, fá það óþvegið á samfélagsmiðlum. Þar mega þær sæta smánun en enskar fótboltabullur eru ekkert lamb að leika sér við. Þær eru kallaðar druslur og sakaðar um að vera hjónadjöflar en Foden er giftur og faðir. „Groupies like you have a special place in hell,“ er meðal ummæla sem falla í athugasemd á Instagramvegg annarrar þeirra. Nadía Sif er þegar búin að loka sínum Instagram-reikningi. Alþingismaður biðst vægðar fyrir hönd stúlknanna Helga Vala Helgadóttir alþingismaður og Þórey Vilhjálmsdóttir ráðgjafi eru meðal þeirra sem hafa séð sig knúnar til að rísa upp ungu konunum til varnar. Helga Vala bendir á að það hafi vissulega verið heimskulegt af hinu unga fólki að hittast vegna reglna um sóttvarnir. Þórey og Helga Vala eru meðal þeirra sem hafa risið upp og beðist vægðar fyrir hönd stúlknanna. „En getum við verið sammála um það að það sé algjör óþarfi að fara hamförum á samfélagsmiðlum með slíkum hroða að það mun augljóslega valda þessum ungu konum nokkrum skaða? Rétt upp hönd þið sem aldrei hafið gert neitt heimskulegt. Rétt upp hönd þið sem þakkið fyrir það á hverjum degi að samfélagsmiðlar voru ekki til þegar þið voruð á aldrinum 15-25,“ segir Helga. Og hún hvetur fólk til að hugsa sinn gang: „Eigum við kannski að gefa þeim smá séns?“ Ógeðslegt áreiti sem þær verða fyrir Önnur sem vekur máls á þessu er Þórey sem segist vera afar fegin því að vera miðaldra að glíma við Covid heiminn en ekki tvítug. „Skil vel að það sé ansi snúið, er ekki viss um að ég hefði staðið mig vel á þeim aldri,“ segir Þórey og hvetur fólk til að rifa seglin í fordæmingum sínum. Dæmi um það sem yfir ungu stúlkurnar gengur á samfélagsmiðlum. „Eigum við ekki bara að sýna því skilning að það er auðvelt að gleyma sér og óþarfi að skamma og fordæma. Þetta er líklega allt besta fólk sem hittist á hóteli í vikunni og hver hefur ekki stigið feilspor á ævinni og þá sérstaklega á þessum aldri.“ Í athugasemd við færslu Þóreyjar segist Andrea Sigurðardóttir finna mikið til með „þessum stelpum. Það er skelfilegt að misstíga sig svona, hvað þá svo ungar, og enda í heimspressunni. Áreitið sem þær eru að verða fyrir er ógeðslegt.“ Og hún birtir skjáskot, dæmi um það sem yfir stúlkurnar gengur á samfélagsmiðlum. En þar eru þær kallaðar öllum illum nöfnum eins og áður sagði. Opinber smánun harðneskjuleg Vísir hefur fjallað ítarlega um þetta fyrirbæri sem er opinber smánun. Meðal annars rætt við Hafstein Þór Hauksson dósent við lagadeild Háskóla Íslands en hann bendir á að mikilvægt sé að fólk sem vilji búa í réttarríki taki ekki þátt í að smána fólk opinberlega á samfélagsmiðlum verði því á mistök. Hafsteinn Þór bendir á að opinber smánun hafi áður verið opinbert refsiúrræði en horfið var frá því bæði vegna þess að það telst með afbrigðum ómanneskjulegt og skaðlegt. Þessi smánun hefur nú gengið í endurnýjun lífdaga með internetinu. Fleiri til varnar ungu konunum Fleiri stíga ungu konunum til varnar og þeirra á meðal er Elísabet Ormslev söngkona. Það er embarrassing hvað fullorðið fólk leyfir sér að kommenta á netinu. Þetta var 100% dómgreindarleysi hjá þessum stelpum, algjörlega, en ég skal kaupa kippu af bjór handa þeim sem gerðu ekki mistök og skitu uppá bak einhvern tímann fyrir eða um tvítugt.— Elísabet Ormslev (@elisabet_music) September 7, 2020 Auður Jónsdóttir rithöfundur þakkar almættinu fyrir að ekki voru til samfélagsmiðlar þegar hún var á sínum sokkabandsárum. Þingmaðurinn Hanna Katrín Friðriksson er á svipuðum slóðum og Auður í stuttum pistli á sinni Facebooksíðu og vill vara við stjaksetningu ungu kvennanna. Og rokkkóngurinn sjálfur Bubbi Morthens stígur fram og lýsir yfir því að hann skilji ævintýraþrá þessa unga fólks mjög vel. Fréttin hefur verið uppfærð.
Samfélagsmiðlar Fótbolti England Fjölmiðlar Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Tengdar fréttir „Ef við hefðum vitað betur, þá hefðum við aldrei farið“ Lára Clausen, sem fór ásamt Nadíu Sif Líndal, í heimsókn á hótelherbergi ensku knattspyrnulandsliðsmannanna Phil Foden og Mason Greenwood í gærkvöldi, birti í kvöld röð myndbanda á Instagram-síðu sinni þar sem hún gengst við því að hafa tekið upp samskipti sín og Nadíu við leikmennina. 7. september 2020 23:53 Nadía Sif tjáir sig: „Ég lak engu til fjölmiðla“ Nadía Sif Líndal, önnur kvennanna sem heimsótti ensku landsliðsmennina Phil Foden og Mason Greenwood á Hótel Sögu í gær segist ekki hafa lekið myndefni frá samskiptum sínum við þá til fjölmiðla. 7. september 2020 19:22 Foden biður alla nema Íslendinga afsökunar Enski landsliðsmaðurinn Phil Foden hefur sent frá sér afsökunarbeiðni eftir að hafa brotið reglur um sóttkví á Íslandi með því að hitta tvær íslenskar konur á hóteli enska landsliðsins. 7. september 2020 20:11 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Búið að laga bilunina Innlent Fleiri fréttir Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Sjá meira
„Ef við hefðum vitað betur, þá hefðum við aldrei farið“ Lára Clausen, sem fór ásamt Nadíu Sif Líndal, í heimsókn á hótelherbergi ensku knattspyrnulandsliðsmannanna Phil Foden og Mason Greenwood í gærkvöldi, birti í kvöld röð myndbanda á Instagram-síðu sinni þar sem hún gengst við því að hafa tekið upp samskipti sín og Nadíu við leikmennina. 7. september 2020 23:53
Nadía Sif tjáir sig: „Ég lak engu til fjölmiðla“ Nadía Sif Líndal, önnur kvennanna sem heimsótti ensku landsliðsmennina Phil Foden og Mason Greenwood á Hótel Sögu í gær segist ekki hafa lekið myndefni frá samskiptum sínum við þá til fjölmiðla. 7. september 2020 19:22
Foden biður alla nema Íslendinga afsökunar Enski landsliðsmaðurinn Phil Foden hefur sent frá sér afsökunarbeiðni eftir að hafa brotið reglur um sóttkví á Íslandi með því að hitta tvær íslenskar konur á hóteli enska landsliðsins. 7. september 2020 20:11