Lúkasjenkó veitti viðtal og lætur mótmæli sem vind um eyru þjóta Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. september 2020 22:43 Viðtalið við Lúkasjenkó var tekið í Sjálfstæðishöllinni í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands. NIKOLAI PETROV / BELTA POOL/EPA Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, segir að hann muni ekki lúta kröfu mótmælenda í landinu um að hann segi af sér embætti. Lúkasjenkó hefur verið sakaður um kosningasvindl í forsetakosningum sem fram fóru í síðasta mánuði. Þá er hann sakaður um að hafa fyrirskipað ofbeldi og pyntingar á hendur mótmælendum sem vilja hann burt. Í fyrsta viðtali sem tekið hefur verið við Lúkasjenkó síðan fjölmenn mótmælaalda gegn honum reis upp í kjölfar kosninganna sagðist hann ekki hafa í hyggju að stíga til hliðar á næstunni. Viðtalið var tekið af nokkrum fjölmiðlamönnum sem allir eru hliðhollir stjórnvöldum í Rússlandi en Rússland er einn helsti bandamaður Hvíta-Rússlands. „Ég mun ekki leyfa öllu sem við byggðum upp með fólkinu, með þessum kynslóðum, að glatast,“ sagði Lúkasjenkó meðal annars í viðtalinu. Hann viðurkenndi þó að hann kunni að hafa setið eilítið of lengi á forsetastóli, en hann er eini forsetinn í sögu sjálfstæðs Hvíta-Rússlands og hefur gegnt embættinu í 26 ár. „Ég gæti hafa gegnt embættinu aðeins of lengi,“ sagði Lúkasjenkó áður en hann ítrekaði að hann myndi ekki láta undan þrýstingi andstæðinga sinna og segja af sér. Andstaðan myndi eyðileggja landið Lúkasjenkó sagðist einnig telja að ef hann segði af sér myndi stjórnarandstaðan „eyðileggja landið.“ Eins hélt hann því fram að mótmælendur væru studdir af skuggalegum erlendum öflum, sem myndu beina spjótum sínum að Rússlandi þegar þau hefðu lokið sér af í Hvíta-Rússlandi. „Þetta er allt hnatt- og alþjóðavætt. Ef þið haldið að hið mikla Rússland myndu geta höndlað þetta hafið þið rangt fyrir ykkur,“ sagði Lúkasjenkó. Hann sagðist þá hafa rætt við Vladímír Pútín, forseta Rússlands, sem hann kallað „stóra bróður sinn,“ og varað hann við. „Það er ómögulegt að stöðva þetta“ Pútin hefur hafnað bón Lúkasjenkó um að senda rússneska herinn til Hvíta-Rússlands til að kveða niður mótmælin í landinu en lofaði þó að senda sérstakar öryggissveitir til þess að vera sveitum Lúkasjenkó innan handar ef hann teldi þörf á því. Í frétt Guardian af viðtalinu við Lúkasjenkó segir þá að fréttamennirnir sem tóku viðtalið hafi virst afar vinveittir forsetanum. Þeir hafi til að mynda ekki spurt hann út í ásakanir andstæðinga hans um að leyfa gróft ofbeldi og pyntingar á hendum mótmælendum sem lögregla hefði handtekið. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Kolesnikova sögð í haldi landamæravarða Ríkisfjölmiðlar í Hvíta-Rússlandi segja að stjórnarandstæðingurinn Maria Kolesnikova, sem var numin á brott af grímuklæddum mönnum í gær, sé nú í haldi á landamærunum að Úkraínu. 8. september 2020 08:05 Ekkert lát á mótmælum í Hvíta-Rússlandi Þúsundir hafa safnast saman í miðborg Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, í dag til að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó forseta á valdastóli. 6. september 2020 15:54 Handtaka stjórnarandstæðinga í Hvíta-Rússlandi Hvítrússneska lögreglan hefur hneppt tvo hátt setta meðlimi stjórnarandstöðunnar þar í landi í varðhald. 24. ágúst 2020 12:45 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, segir að hann muni ekki lúta kröfu mótmælenda í landinu um að hann segi af sér embætti. Lúkasjenkó hefur verið sakaður um kosningasvindl í forsetakosningum sem fram fóru í síðasta mánuði. Þá er hann sakaður um að hafa fyrirskipað ofbeldi og pyntingar á hendur mótmælendum sem vilja hann burt. Í fyrsta viðtali sem tekið hefur verið við Lúkasjenkó síðan fjölmenn mótmælaalda gegn honum reis upp í kjölfar kosninganna sagðist hann ekki hafa í hyggju að stíga til hliðar á næstunni. Viðtalið var tekið af nokkrum fjölmiðlamönnum sem allir eru hliðhollir stjórnvöldum í Rússlandi en Rússland er einn helsti bandamaður Hvíta-Rússlands. „Ég mun ekki leyfa öllu sem við byggðum upp með fólkinu, með þessum kynslóðum, að glatast,“ sagði Lúkasjenkó meðal annars í viðtalinu. Hann viðurkenndi þó að hann kunni að hafa setið eilítið of lengi á forsetastóli, en hann er eini forsetinn í sögu sjálfstæðs Hvíta-Rússlands og hefur gegnt embættinu í 26 ár. „Ég gæti hafa gegnt embættinu aðeins of lengi,“ sagði Lúkasjenkó áður en hann ítrekaði að hann myndi ekki láta undan þrýstingi andstæðinga sinna og segja af sér. Andstaðan myndi eyðileggja landið Lúkasjenkó sagðist einnig telja að ef hann segði af sér myndi stjórnarandstaðan „eyðileggja landið.“ Eins hélt hann því fram að mótmælendur væru studdir af skuggalegum erlendum öflum, sem myndu beina spjótum sínum að Rússlandi þegar þau hefðu lokið sér af í Hvíta-Rússlandi. „Þetta er allt hnatt- og alþjóðavætt. Ef þið haldið að hið mikla Rússland myndu geta höndlað þetta hafið þið rangt fyrir ykkur,“ sagði Lúkasjenkó. Hann sagðist þá hafa rætt við Vladímír Pútín, forseta Rússlands, sem hann kallað „stóra bróður sinn,“ og varað hann við. „Það er ómögulegt að stöðva þetta“ Pútin hefur hafnað bón Lúkasjenkó um að senda rússneska herinn til Hvíta-Rússlands til að kveða niður mótmælin í landinu en lofaði þó að senda sérstakar öryggissveitir til þess að vera sveitum Lúkasjenkó innan handar ef hann teldi þörf á því. Í frétt Guardian af viðtalinu við Lúkasjenkó segir þá að fréttamennirnir sem tóku viðtalið hafi virst afar vinveittir forsetanum. Þeir hafi til að mynda ekki spurt hann út í ásakanir andstæðinga hans um að leyfa gróft ofbeldi og pyntingar á hendum mótmælendum sem lögregla hefði handtekið.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Kolesnikova sögð í haldi landamæravarða Ríkisfjölmiðlar í Hvíta-Rússlandi segja að stjórnarandstæðingurinn Maria Kolesnikova, sem var numin á brott af grímuklæddum mönnum í gær, sé nú í haldi á landamærunum að Úkraínu. 8. september 2020 08:05 Ekkert lát á mótmælum í Hvíta-Rússlandi Þúsundir hafa safnast saman í miðborg Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, í dag til að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó forseta á valdastóli. 6. september 2020 15:54 Handtaka stjórnarandstæðinga í Hvíta-Rússlandi Hvítrússneska lögreglan hefur hneppt tvo hátt setta meðlimi stjórnarandstöðunnar þar í landi í varðhald. 24. ágúst 2020 12:45 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Kolesnikova sögð í haldi landamæravarða Ríkisfjölmiðlar í Hvíta-Rússlandi segja að stjórnarandstæðingurinn Maria Kolesnikova, sem var numin á brott af grímuklæddum mönnum í gær, sé nú í haldi á landamærunum að Úkraínu. 8. september 2020 08:05
Ekkert lát á mótmælum í Hvíta-Rússlandi Þúsundir hafa safnast saman í miðborg Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, í dag til að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó forseta á valdastóli. 6. september 2020 15:54
Handtaka stjórnarandstæðinga í Hvíta-Rússlandi Hvítrússneska lögreglan hefur hneppt tvo hátt setta meðlimi stjórnarandstöðunnar þar í landi í varðhald. 24. ágúst 2020 12:45