Innlent

Gripinn með þýfið inni í skólanum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Horft yfir miðbæinn og gamla vesturbæinn.
Horft yfir miðbæinn og gamla vesturbæinn. Vísir/vilhelm

Brotist var inn í skóla í gamla vesturbænum í nótt. Þjófurinn var inni í skólanum þegar lögregla kom á vettvang og reyndi að hlaupa brott en var handtekinn. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu á höfuðborgarsvæðinu.

Þar segir að þjófurinn hafi verið í mjög annarlegu ástandi og hafi verið vistaður í fangageymslu. Hann hafi verið búinn að taka fartölvu og fleiri muni en þeim hafi verið skilað. Þá hafi þjófurinn einnig verið með muni meðferðis sem kunna að vera þýfi úr öðrum innbrotum.

Lögregla og sjúkralið var kallað á vettvang á tólfta tímanum vegna hjólreiðamanns sem datt af hjólinu og slasaði sig í miðbænum. Ekki er frekar greint frá líðan hjólreiðamannsins í dagbók lögreglu.

Þá varð bílvelta í Kópavogi en ekki urðu slys á fólki. Fjórir farþegar voru í bílnum, auk ökumanns.

Bifreið var ekið á ljósastaur í Grafarvogi á áttunda tímanum. Ökumaður fann til eymsla í öxl eftir öryggisbeltið. Bíllinn var fluttur af vettvangi og Orkuveitu Reykjavíkur var tilkynnt um atvikið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×