Fótbolti

Sjö leik­menn PSG með veiruna: Hvernig verður byrjunar­liðið annað kvöld?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mbappe og Neymar eru báðir með veiruna.
Mbappe og Neymar eru báðir með veiruna. vísir/getty

Stjörnum prýtt lið PSG verður kannski ekkert svo stjörnum prýtt er liðið mætir Lens í fyrsta leik liðsins í frönsku úrvalsdeildinni þetta árið en leikurinn fer fram annað kvöld.

Kórónuveiran hefur heldur betur herjað á herbúðir Parísarliðsins en alls hafa sjö leikmenn greinst með veiruna. Þeir eru nú í sóttkví.

Kylian Mbappe varð síðasti leikmaðurinn til að greinast með veiruna en hann veiktist er hann var með franska landsliðinu í landsliðsverkefni.

Leonardo, yfirmaður knattspyrnumála hjá PSG, var ekki sáttur við franska knattspyrnusambandið í því máli því þeir létu ekki Parísarliðið vita strax af veikindunum.

Keylor Navas, Marquinhos, Mauro Icardi, Neymar, Di Maria og Leandro Paredes eru einnig með veiruna og missa líklega af leiknum annað kvöld sem og stórleiknum gegn Marseille.

Daily Mail tók saman hvernig byrjunarlið PSG gæti verið og það má sjá í hlekknum hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×