Frumsýning á myndböndum um einelti á vinnustöðum Rakel Sveinsdóttir skrifar 9. september 2020 11:35 „Við ákváðum strax að hafa fræðsluefnið í formi teiknaðs myndbands og gera það eins tímalaust og kostur er þannig að það verði ekki „útrunnið“ strax í næsta mánuði. Eins vildum við hafa það á tveimur tungumálum, íslensku og ensku“ segir Hildur Jóna Bergsdóttir um myndbönd sem frumsýnd eru í dag um einelti á vinnustað. Að sögn Hildar eru þetta þrjú fræðslumyndbönd um hvað einelti er, hvaða áhrif einelti hefur á fólk og vinnustaði og hvernig best er að bregðast við. Í dag og á morgun fjallar Atvinnulífið um viðkvæm mál í starfsmannahópum annars vegar og hvernig hægt er að nýta tilfinningagreind í starfi hins vegar. Í þessari annarri grein af þremur er sagt frá forvarnarstarfi gegn einelti á vinnustöðum. Hildur er sálfræðingur að mennt og starfar sem sérfræðingur í mannauði hjá Landsvirkjun. Hún segir söguna á bakvið fræðslumyndböndin fallega sögu en myndböndin eru unnin í samstarfi Landsvirkjunar og minningarsjóðs um dr. Brynju Bragadóttur sálfræðing. Dr. Brynja lést árið 2015 en hafði helgað starf sitt rannsóknum og ráðgjöf varðandi einelti á vinnustað. „Í lok síðasta árs var ákveðið að endurnýja fræðsluefnið hjá okkur varðandi einelti. Þá hófst leit af stafrænu fræðsluefni varðandi þennan málaflokk á íslensku og ensku en við fundum ekki það sem við leituðum að. Á sama tíma var minningarsjóður Dr. Brynju Bragadóttur að óska eftir umsóknum í sjóðinn varðandi þetta málefni. Eftir smá umhugsun ákváðum við að fara í samstarf við þau og vinna efni sem gæti hentað fleirum“ segir Hildur. Að sögn Hildar hefur Landsvirkjun um árabil verið með fræðslu meðal starfsfólks um einelti á vinnustað og þar er einnig unnið eftir viðbragðsáætlun varðandi einelti. „Til stuðnings við starfsfólk og stjórnendur í málum er varða samskipti þá erum við í samstarfi við ytri þjónustuaðila þegar þessi mál koma upp“ segir Hildur. Hún segir marga hafa komið að gerð myndbandanna og það hafi verið lærdómsríkt ferli að fara í gegnum þá vinnu. Vinnan hófst í janúar og henni lauk núna í ágúst. Afraksturinn eru þrjú stutt myndbönd sem sjá má hér að neðan. #1: Skilgreining á einelti og algengar birtingamyndir Einelti felur í sér síendurtekna hegðun og á líka við um hegðun sem birtist síendurtekið í rafrænu formi. #2: Áhrif, hlutverk og æskileg viðbrögð Í þessi myndbandi má sjá hvaða áhrif einelti hefur á þolanda en eins hvert hlutverk stjórnenda er. Þá er farið yfir einkenni þeirra sem oft eru, meðvitað eða ómeðvitað, þátttakendur að einelti á vinnustöðum miðað við eftirfarandi skilgreiningar: Meintur gerandi Meðhlaupari Stuðningsaðili Hlutlaus áhorfandi Hugsanlegur verndari #3: Úrvinnsla eineltismála og mikilvægi góðrar menningar Í þessu myndbandi eru leiðbeiningar um það hvernig vinnustaðir geta staðið að viðbragðsáætlunum gegn einelti og mikilvægi þess að slík viðbragðsáætlun sé til staðar og starfsfólki kunnugt. Stjórnun Góðu ráðin Vinnustaðurinn Vinnustaðamenning Tengdar fréttir Bremsuför og uppvaskið viðkvæm mál á vinnustöðum Bremsuför í klósettinu, mæta alltaf og seint, vaska aldrei upp eða lykta illa eru dæmi um viðkvæm mál á vinnustöðum sem fólk á erfitt með að ræða um. 9. september 2020 10:04 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
„Við ákváðum strax að hafa fræðsluefnið í formi teiknaðs myndbands og gera það eins tímalaust og kostur er þannig að það verði ekki „útrunnið“ strax í næsta mánuði. Eins vildum við hafa það á tveimur tungumálum, íslensku og ensku“ segir Hildur Jóna Bergsdóttir um myndbönd sem frumsýnd eru í dag um einelti á vinnustað. Að sögn Hildar eru þetta þrjú fræðslumyndbönd um hvað einelti er, hvaða áhrif einelti hefur á fólk og vinnustaði og hvernig best er að bregðast við. Í dag og á morgun fjallar Atvinnulífið um viðkvæm mál í starfsmannahópum annars vegar og hvernig hægt er að nýta tilfinningagreind í starfi hins vegar. Í þessari annarri grein af þremur er sagt frá forvarnarstarfi gegn einelti á vinnustöðum. Hildur er sálfræðingur að mennt og starfar sem sérfræðingur í mannauði hjá Landsvirkjun. Hún segir söguna á bakvið fræðslumyndböndin fallega sögu en myndböndin eru unnin í samstarfi Landsvirkjunar og minningarsjóðs um dr. Brynju Bragadóttur sálfræðing. Dr. Brynja lést árið 2015 en hafði helgað starf sitt rannsóknum og ráðgjöf varðandi einelti á vinnustað. „Í lok síðasta árs var ákveðið að endurnýja fræðsluefnið hjá okkur varðandi einelti. Þá hófst leit af stafrænu fræðsluefni varðandi þennan málaflokk á íslensku og ensku en við fundum ekki það sem við leituðum að. Á sama tíma var minningarsjóður Dr. Brynju Bragadóttur að óska eftir umsóknum í sjóðinn varðandi þetta málefni. Eftir smá umhugsun ákváðum við að fara í samstarf við þau og vinna efni sem gæti hentað fleirum“ segir Hildur. Að sögn Hildar hefur Landsvirkjun um árabil verið með fræðslu meðal starfsfólks um einelti á vinnustað og þar er einnig unnið eftir viðbragðsáætlun varðandi einelti. „Til stuðnings við starfsfólk og stjórnendur í málum er varða samskipti þá erum við í samstarfi við ytri þjónustuaðila þegar þessi mál koma upp“ segir Hildur. Hún segir marga hafa komið að gerð myndbandanna og það hafi verið lærdómsríkt ferli að fara í gegnum þá vinnu. Vinnan hófst í janúar og henni lauk núna í ágúst. Afraksturinn eru þrjú stutt myndbönd sem sjá má hér að neðan. #1: Skilgreining á einelti og algengar birtingamyndir Einelti felur í sér síendurtekna hegðun og á líka við um hegðun sem birtist síendurtekið í rafrænu formi. #2: Áhrif, hlutverk og æskileg viðbrögð Í þessi myndbandi má sjá hvaða áhrif einelti hefur á þolanda en eins hvert hlutverk stjórnenda er. Þá er farið yfir einkenni þeirra sem oft eru, meðvitað eða ómeðvitað, þátttakendur að einelti á vinnustöðum miðað við eftirfarandi skilgreiningar: Meintur gerandi Meðhlaupari Stuðningsaðili Hlutlaus áhorfandi Hugsanlegur verndari #3: Úrvinnsla eineltismála og mikilvægi góðrar menningar Í þessu myndbandi eru leiðbeiningar um það hvernig vinnustaðir geta staðið að viðbragðsáætlunum gegn einelti og mikilvægi þess að slík viðbragðsáætlun sé til staðar og starfsfólki kunnugt.
Stjórnun Góðu ráðin Vinnustaðurinn Vinnustaðamenning Tengdar fréttir Bremsuför og uppvaskið viðkvæm mál á vinnustöðum Bremsuför í klósettinu, mæta alltaf og seint, vaska aldrei upp eða lykta illa eru dæmi um viðkvæm mál á vinnustöðum sem fólk á erfitt með að ræða um. 9. september 2020 10:04 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Bremsuför og uppvaskið viðkvæm mál á vinnustöðum Bremsuför í klósettinu, mæta alltaf og seint, vaska aldrei upp eða lykta illa eru dæmi um viðkvæm mál á vinnustöðum sem fólk á erfitt með að ræða um. 9. september 2020 10:04