Sancho nær Old Trafford eftir Íslandsdvölina Sindri Sverrisson skrifar 9. september 2020 20:30 Jadon Sancho sækir að Herði Björgvini Magnússyni sem gekk vel að verjast enska kantmanninum. VÍSIR/GETTY Bandaríski íþróttamiðillinn ESPN hefur eftir heimildum að vonir Manchester United um að landa enska landsliðsmanninum Jadon Sancho frá Dortmund hafi nú aukist. ESPN segir að United sé skrefi nær því að ná samkomulagi um laun Sancho og greiðslur til umboðsmanns hans, en blaðamaðurinn virti Fabrizio Romano fullyrðir reyndar á Twitter að það sé ekkert vandamál í gangi varðandi samkomulag á milli leikmannsins og United. Hann vilji ólmur fara á Old Trafford og spurningin snúist eingöngu um það hvort að félögin nái saman. Dortmund er sagt vilja 120 milljónir evra fyrir hinn tvítuga kantmann, sem var í byrjunarliði Englands gegn Íslandi á Laugardalsvelli en náði lítið að setja mark sitt á leikinn. Jadon Sancho has an agreement on personal terms with Man United by months. Never had problems, he d love to join #MUFC. It s up to the club - 120m to BVB or nothing.The real story about contract and agents fee, told today on Here we go podcast > https://t.co/iAyq3POGUJ https://t.co/vFzy2GC8a5— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 9, 2020 United telur uppsett verð „óraunhæft“ á tímum kórónuveirufaraldursins sem hafi mikil áhrif á fjárhag knattspyrnufélaga heimsins. ESPN segir að Sancho sé efstur á óskalista Ole Gunnars Solskjær og að félagið vinni að tilboði sem sé nálægt því sem Dortmund óski, en að upphæðin muni dreifast yfir lengri tíma og verða háð ákveðnum skilyrðum. Íþróttastjóri Dortmund sagði reyndar fyrr í sumar að tíminn væri útrunninn varðandi möguleikann á að Sancho færi fyrir 5. október, þegar félagaskiptaglugginn lokast. Sú fullyrðing hefur verið tekin hæfilega alvarlega í fjölmiðlum. United hefur keypt einn leikmann í sumar en það er hollenski miðjumaðurinn Donny van de Beek sem mættur er til félagsins og byrjaði að æfa í dag. Hann var með hollenska landsliðinu síðustu daga en æfði í dag með Harry Maguire fyrirliða og fleirum. Enski boltinn Tengdar fréttir Fullyrðir að Sancho spili fyrir Dortmund í vetur - Frestur United liðinn Íþróttastjóri Dortmund segir það á tæru að Jadon Sancho muni spila með þýska liðinu á komandi leiktíð. Sancho hafði komist að samkomulagi um sín kjör hjá Manchester United. 10. ágúst 2020 15:41 Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Sjá meira
Bandaríski íþróttamiðillinn ESPN hefur eftir heimildum að vonir Manchester United um að landa enska landsliðsmanninum Jadon Sancho frá Dortmund hafi nú aukist. ESPN segir að United sé skrefi nær því að ná samkomulagi um laun Sancho og greiðslur til umboðsmanns hans, en blaðamaðurinn virti Fabrizio Romano fullyrðir reyndar á Twitter að það sé ekkert vandamál í gangi varðandi samkomulag á milli leikmannsins og United. Hann vilji ólmur fara á Old Trafford og spurningin snúist eingöngu um það hvort að félögin nái saman. Dortmund er sagt vilja 120 milljónir evra fyrir hinn tvítuga kantmann, sem var í byrjunarliði Englands gegn Íslandi á Laugardalsvelli en náði lítið að setja mark sitt á leikinn. Jadon Sancho has an agreement on personal terms with Man United by months. Never had problems, he d love to join #MUFC. It s up to the club - 120m to BVB or nothing.The real story about contract and agents fee, told today on Here we go podcast > https://t.co/iAyq3POGUJ https://t.co/vFzy2GC8a5— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 9, 2020 United telur uppsett verð „óraunhæft“ á tímum kórónuveirufaraldursins sem hafi mikil áhrif á fjárhag knattspyrnufélaga heimsins. ESPN segir að Sancho sé efstur á óskalista Ole Gunnars Solskjær og að félagið vinni að tilboði sem sé nálægt því sem Dortmund óski, en að upphæðin muni dreifast yfir lengri tíma og verða háð ákveðnum skilyrðum. Íþróttastjóri Dortmund sagði reyndar fyrr í sumar að tíminn væri útrunninn varðandi möguleikann á að Sancho færi fyrir 5. október, þegar félagaskiptaglugginn lokast. Sú fullyrðing hefur verið tekin hæfilega alvarlega í fjölmiðlum. United hefur keypt einn leikmann í sumar en það er hollenski miðjumaðurinn Donny van de Beek sem mættur er til félagsins og byrjaði að æfa í dag. Hann var með hollenska landsliðinu síðustu daga en æfði í dag með Harry Maguire fyrirliða og fleirum.
Enski boltinn Tengdar fréttir Fullyrðir að Sancho spili fyrir Dortmund í vetur - Frestur United liðinn Íþróttastjóri Dortmund segir það á tæru að Jadon Sancho muni spila með þýska liðinu á komandi leiktíð. Sancho hafði komist að samkomulagi um sín kjör hjá Manchester United. 10. ágúst 2020 15:41 Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Sjá meira
Fullyrðir að Sancho spili fyrir Dortmund í vetur - Frestur United liðinn Íþróttastjóri Dortmund segir það á tæru að Jadon Sancho muni spila með þýska liðinu á komandi leiktíð. Sancho hafði komist að samkomulagi um sín kjör hjá Manchester United. 10. ágúst 2020 15:41