„Ekki nema“ þrjátíu stiga hiti á svölum degi í gær Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. september 2020 11:13 Sara Sweeney slökkviliðsmaður á vettvangi Gaupu-eldsins svokallaða sem nú logar í Angeles-þjóðgarðinum. Getty/David McNew/Stringer Íslenskur kvikmyndatökumaður búsettur í Los Angeles í Kaliforníu lýsir því að reykur liggi yfir allri borginni vegna gríðarlegra gróðurelda sem loga nú í ríkinu. Hvassir vindar og hár lofthiti gera slökkviliðsmönnum erfitt fyrir í baráttunni við eldana. Hátt í fimmtíu stiga hiti hefur mælst á svæðinu undanfarna daga en dagurinn í gær var „svalur“, að sögn kvikmyndatökumannsins, aðeins um þrjátíu stiga hiti. Gróðureldar loga nú víða á vesturströnd Bandaríkjanna. Rúmlega hálf milljón íbúar Oregonríkis hafa þurft að flýja heimili sín undan eldunum og þá er ástandið einnig afar slæmt í Washington og Kaliforníu. G. Magni Ágústsson kvikmyndatökumaður býr og starfar í Los Angeles. Hann lýsti því í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun að stór eldur hefði logað stjórnlaust norðan við borgina að undanförnu en nú væri búið að ná tökum á honum. Fleiri eldar loga þó í grennd við borgina, nánar tiltekið í fjöllunum í Angeles-þjóðgarðinum. Þá hefði hitabylgja gengið yfir Los Angeles um síðustu helgi, sem ekki hefði bætt ástandið. „Þar sem við búum var hátt í 50 gráðu hiti en það hefur verið svo mikill reykur yfir borginni að hitinn hefur lækkað og það var frekar svalt í dag, ekki nema þrjátíu og ein, tvær gráður, […9 Sólin sést bara sem gulur blettur. Birtan er frekar brún og það er reykur yfir öllu,“ sagði Magni. „Og af því að vindurinn kemur að norðan þá fáum við líka Norður-Kaliforníureykinn yfir okkur og alla öskuna og allt saman. Það snjóar stundum hálfgerðum púðursnjó.“ Þá lýsti Magni mikilli þurrkatíð á svæðinu sem einnig er til þess fallin að bæta í eldsmatinn. „Ég man ekki hvenær rigndi hjá okkur síðast. Ég held það hafi verið í maí, júní, þá rigndi í einhvern klukkutíma. Þannig að það rignir mjög lítið,“ sagði Magni. „Um helgina var meðalvindhraðinn svona 15 m/s og vindhviðurnar um 25 m/s, þannig að þetta er mjög öflugt.“ Rúmlega hundrað eldar loga nú í tólf ríkjum á vesturströnd Bandaríkjanna. Að minnsta kosti tíu hafa látist í Kaliforníu og eignatjón er gífurlegt. Alls hafa rúmlega fjórar milljónir ekra brunnið, svæði á stærð við Wales. Einn stærsti eldurinn, sem kallaður er Almeda-eldurinn, logar í grennd við landamæri Oregon að Kalíforníu. Grunur leikur á íkveikju í því tilfelli en að minnsta kosti tvö dauðsföll eru rakin til eldsins og hundruð húsa hafa orðið honum að bráð. Viðtalið við Magna í Bítinu má hlusta á í heild hér fyrir neðan. Gróðureldar í Kaliforníu Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Hálf milljón flýr stjórnlausa elda í Oregon Eldarnir loga einnig í nágrannaríkjunum Kaliforníu og Washington. 11. september 2020 07:17 Stór hluti bæjar brann til kaldra kola Íbúar bæjarins Phoenix í Oregon í Bandaríkjunum eru agndofa eftir að stór hluti bæjarins brann til kaldra kola í einum þeirra fjölmörgu gróðurelda sem loga á Vesturströnd Bandaríkjanna. 10. september 2020 22:14 Mannskæðir gróðureldarnir lita himininn appelsínugulan í Kaliforníu Þrír fórust í gróðureldunum miklu sem geisa í Kaliforníu í gær en þeir eru sagðir breiðast út á fordæmalausum hraða. Aska og reykur frá eldunum skyggir á sólina og litar himininn appelsínugulan. Um helmingur Kaliforníubúa er nú sagður anda að sér menguðu lofti. 10. september 2020 14:45 Mest lesið Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Innlent Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Sjá meira
Íslenskur kvikmyndatökumaður búsettur í Los Angeles í Kaliforníu lýsir því að reykur liggi yfir allri borginni vegna gríðarlegra gróðurelda sem loga nú í ríkinu. Hvassir vindar og hár lofthiti gera slökkviliðsmönnum erfitt fyrir í baráttunni við eldana. Hátt í fimmtíu stiga hiti hefur mælst á svæðinu undanfarna daga en dagurinn í gær var „svalur“, að sögn kvikmyndatökumannsins, aðeins um þrjátíu stiga hiti. Gróðureldar loga nú víða á vesturströnd Bandaríkjanna. Rúmlega hálf milljón íbúar Oregonríkis hafa þurft að flýja heimili sín undan eldunum og þá er ástandið einnig afar slæmt í Washington og Kaliforníu. G. Magni Ágústsson kvikmyndatökumaður býr og starfar í Los Angeles. Hann lýsti því í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun að stór eldur hefði logað stjórnlaust norðan við borgina að undanförnu en nú væri búið að ná tökum á honum. Fleiri eldar loga þó í grennd við borgina, nánar tiltekið í fjöllunum í Angeles-þjóðgarðinum. Þá hefði hitabylgja gengið yfir Los Angeles um síðustu helgi, sem ekki hefði bætt ástandið. „Þar sem við búum var hátt í 50 gráðu hiti en það hefur verið svo mikill reykur yfir borginni að hitinn hefur lækkað og það var frekar svalt í dag, ekki nema þrjátíu og ein, tvær gráður, […9 Sólin sést bara sem gulur blettur. Birtan er frekar brún og það er reykur yfir öllu,“ sagði Magni. „Og af því að vindurinn kemur að norðan þá fáum við líka Norður-Kaliforníureykinn yfir okkur og alla öskuna og allt saman. Það snjóar stundum hálfgerðum púðursnjó.“ Þá lýsti Magni mikilli þurrkatíð á svæðinu sem einnig er til þess fallin að bæta í eldsmatinn. „Ég man ekki hvenær rigndi hjá okkur síðast. Ég held það hafi verið í maí, júní, þá rigndi í einhvern klukkutíma. Þannig að það rignir mjög lítið,“ sagði Magni. „Um helgina var meðalvindhraðinn svona 15 m/s og vindhviðurnar um 25 m/s, þannig að þetta er mjög öflugt.“ Rúmlega hundrað eldar loga nú í tólf ríkjum á vesturströnd Bandaríkjanna. Að minnsta kosti tíu hafa látist í Kaliforníu og eignatjón er gífurlegt. Alls hafa rúmlega fjórar milljónir ekra brunnið, svæði á stærð við Wales. Einn stærsti eldurinn, sem kallaður er Almeda-eldurinn, logar í grennd við landamæri Oregon að Kalíforníu. Grunur leikur á íkveikju í því tilfelli en að minnsta kosti tvö dauðsföll eru rakin til eldsins og hundruð húsa hafa orðið honum að bráð. Viðtalið við Magna í Bítinu má hlusta á í heild hér fyrir neðan.
Gróðureldar í Kaliforníu Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Hálf milljón flýr stjórnlausa elda í Oregon Eldarnir loga einnig í nágrannaríkjunum Kaliforníu og Washington. 11. september 2020 07:17 Stór hluti bæjar brann til kaldra kola Íbúar bæjarins Phoenix í Oregon í Bandaríkjunum eru agndofa eftir að stór hluti bæjarins brann til kaldra kola í einum þeirra fjölmörgu gróðurelda sem loga á Vesturströnd Bandaríkjanna. 10. september 2020 22:14 Mannskæðir gróðureldarnir lita himininn appelsínugulan í Kaliforníu Þrír fórust í gróðureldunum miklu sem geisa í Kaliforníu í gær en þeir eru sagðir breiðast út á fordæmalausum hraða. Aska og reykur frá eldunum skyggir á sólina og litar himininn appelsínugulan. Um helmingur Kaliforníubúa er nú sagður anda að sér menguðu lofti. 10. september 2020 14:45 Mest lesið Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Innlent Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Sjá meira
Hálf milljón flýr stjórnlausa elda í Oregon Eldarnir loga einnig í nágrannaríkjunum Kaliforníu og Washington. 11. september 2020 07:17
Stór hluti bæjar brann til kaldra kola Íbúar bæjarins Phoenix í Oregon í Bandaríkjunum eru agndofa eftir að stór hluti bæjarins brann til kaldra kola í einum þeirra fjölmörgu gróðurelda sem loga á Vesturströnd Bandaríkjanna. 10. september 2020 22:14
Mannskæðir gróðureldarnir lita himininn appelsínugulan í Kaliforníu Þrír fórust í gróðureldunum miklu sem geisa í Kaliforníu í gær en þeir eru sagðir breiðast út á fordæmalausum hraða. Aska og reykur frá eldunum skyggir á sólina og litar himininn appelsínugulan. Um helmingur Kaliforníubúa er nú sagður anda að sér menguðu lofti. 10. september 2020 14:45